Eining - 10.01.1944, Blaðsíða 8
8
E I N I N G
út á vegum Reglunnar, eru þessi: 1.
Bindindistíðindi 1884—1885, alls 5 tölu-
blöð, á Akureyri. 2. íslenzki Goodtempl-
ar, mánaðarblað, 1886—1893 (sjö ár).
3. Heimilisblaðið, kom út 1894, 1895 og
eitt blað 1896. 4. Good-Templar, mán-
aðarblað, 1897—1903 incl. (7 árgang-
ar). 5. Templar 1904—1930. 6. Sókn
1931—1935. 7. Eining, mánaðarblað,
komið út frá 1942. 8. Barnablaðið Æsk-
an, mánaðarblað, síðan 1897. Auk þess
hafa komið út ýmis smáblöð, eins og
Muninn, blað Umdæmisst. nr. 1, Baldur,
blað Umdæmisst. nr. 5, Reginn, blað
stúkunnar Framsókn á Siglufirði, Hvöt
á Seyðisfirði o. fl. Fjöldi bæklinga og
flugrita hefur og verið gefinn útaf Stór-
stúkunni og fleiri aðiljum Reglunnar.
Regluboðar hafa lengstum verið í
þjónustu stórstúkunnar og umdæmis-
stúknanna á hverju ári. Þeir ferðast,
heimsækja stúkur, stofna nýjar stúkur,
flytja erindi á samkomum, í skólum,
eiga viðtöl við áhrifamenn og reyna á
ýmsan hátt að afla bindindismálinu
fylgis. Afkastamestur þeirra og drýgst-
ur um áhrif var Sigurður Eiríksson.
Hann var 15 ár samfleytt í þjónustu
Stórstúkunnar (1897—1912). Eitt ráð
til útbreiðslu hafa verið opinberir fund-
ir, svokallaðir útbreiðslufundir. Eining-
in í Reykjavík á frumkvæðið þar í bæ
2. jan. 1886.
2) Uppeldis- og menningargildi fé-
lagsskaparins er ótvírætt. Fjölþætt siða-
starf og reglum bundið fundahald er
góður skóli hverjum hugsandi manni.
Hver, sem þekkir til sögu vorrar síð-
ustu 60 árin, mun viðurkenna, að marg-
ir félagsmálafrömuðir vorir og þjóð-
skörungar hafa einmitt komið úr her-
um Reglunnar. Sá, sem engum reglum
vill hlíta, flosnar upp og fær hvergi
gróið, en reglumaðurinn verður að
temja sjer stöðuglyndi og sjálfsafneit-
un. Hann þroskast á því og vex upp úr
inum reglulausa og hvikula múg. Marg-
ir hafa lært ræðugerð í Reglunni og
fundarreglur, stundvísi og háttvísi í
umræðum. Reglan er reist á kristilegum
grundvelli, og hefur markað á skjöld
sinn kjörorðin trú, von og kærleika.
Hún vill berjast undir þeim merkjum
fyrir algerri útrýmingu allra áfengis-
vökva til nautnar.
3) Þegar stúkur eru stofnaðar, kem-
ur alltaf til sögunnar sama vandamálið:
Hvar á að halda fundina? Templarar
klifu brátt þrítugan hamarinn til þess
að koma sjer upp fundahúsum, og þó
að fjármuna væri oftast vant, sannaðist
hjer, að „sigursæll er góður vilji“. —•
Hvert templarahúsið reis af öðru, og
þar sem ekki hafði verið fundafært öld-
um saman, var nú málið leyst loksins
fyrir samtök og áhuga Reglufélaganna
í landinu. Hafnfirzkir templarar urðu
fyrstir allra til þess að koma þaki yfir
Regluna á íslandi. Templarahúsið þar
var vígt 17. desbr. 1886, í Reykjavík
2. oktbr. 1887 og á Eyrarbakka 27. nóv.
1887. í öllum kaupstöðum landsins hafa
verið reist templai'ahús, sumstaðar
tvisvar og þrisvar (á Akureyri veg-
legasta templara- og samkomuhús á
landinu 1906). Sama ár vígðu ísfirzkir
templarar veglegt stórhýsi yfir Regl-
una þar. A nýársdag 1907 var fáni
Reglunnar hafinn við hún á Hótel Is-
land í Rvík, er Templarar höfðu þá
keypt fyrir 120 þús. kr. Syðra voru
reist templarahús í Vík í Mýrdal,
Stokkseyri, Arnarbæli, Grindavík,
Keflavík, Gerðum í Garði og á Akra-
nesi auk þein-a, er fyrr eru talin. —
Vestra, auk ísafjarðarhússins, á Pat-
reksfirði, Sveinseyri, Bíldudal, Núpi,
Flateyri, Súgandafirði, Bolungarvík,
Súðavík, Ólafsvík og Stykkishólmi. —
Eystra var reist hús á Búðum við Fá-
skrúðsfjörð og í kaupstöðunum þar
báðum. Nyrðra, utan Akureyrar, voru
Reglunni reist hús á Sauðarkróki, Hofs-
ós, Haganesvík, Siglufirði, Hjalteyri og
Húsavík.
4) Ýmis félög og stofnanir eru runn-
in úr skauti Reglunnar. Verða nokkur
nefnd hjer: Leikfjelag Reykjavíkur,
stofnað 11. jan. 1897, Sjúkrasamlag
Reykjavíkur 12. sept. 1909, Glímufje-
lagið Ármann (gamla fjelagið 1887),
Samverjinn, góðgerðafjelag. Upp úr því
óx Elliheimilið Grund í Rvík, Dýra-
verndunarfjelag Islands, Alþýðulestrar-
fjelagið í Rvík, er kom á fót Alþýðu-
bókasafninu, Hvítabandið (deild þess
hjer á landi). lestrarfjelög, söngflokkar,
leikflokkar, Landnámið að Jaðri, Sjó-
mannaheimilið á Siglufirði, Húsfjelag
bindindismanna í Rvík, Samband bind-
indisfélaga í skólum, Prestabindindið
o. fl.
5) Barátta Templara fyrir nýrri á-
fengislöggjöf hófst þegar á öðru starfs-
ári Reglunnar. Isafold kaus nefnd 1.
marts 1885 til þess að athuga og gera
tillögur til alþingis um vínsölutakmark-
anir. Látlaust hefur verið barist fyrir
takmörkun á sölu og veitingum áfengra
drykkja frá þeim tíma af hálfu Templ-
ara. Bann gegn aðflutningi og sölu á-
fengis til drykkjar var í lögum hjer 8
ár, því næst að nokkru leyti 12 ár.
Bannað er enn í dag að búa til áfenga
drykki í landinu, og áfengisauglýsingar
eru líka bannaðar. Mikið hefur áunnist
löggjafarleiðina. Það er áreiðanlegt, að
fram til ársins 1935 a. m. k. stóðu ís-
lendingar langfremst allra Evrópuþjóða
um bindindissemi um áfengi. Reglan
hefur lengstum verið og er enn fjöl-
mennari á Islandi en í nokkru landi
annars staðar, ef miðað er við fólks-
fjölda. En hvers vegna? Vegna þess að
hjer á landi hefur tilbúningur áfengra
drykkja löngum verið bannaður og ekk-
ert áfengisfjármagn hefur því getað
orðið til. Vegna þess að fleiri áhrifa-
menn á Islandi en í nokkru öðru landi
hafa gerst forvígismenn bindindis. —
Vegna þess að kenningar bindindis-
manna hafa verið fluttar á fjölbreyttai'i
og áhrifameiri hátt á Islandi en annars
staðar, og þjóðin er námfús. Vegna þess
að erfiðara hefur verið að ná í áfenga
drykki hér en annars staðar, fyrir
sakir strjálbýlis, erfiðra samgangna og'
meiri takmarkana um sölu og veitingar
áfengis en í öðrum löndum.
6) Islenzkir templarar hafa í 60 ár
átt mikil viðskipti við samherja víða uffi
lönd, af því að Reglan er alþjóðafjelag-
Forustumenn hennar hafa því jafnan
verið meðal allra þekktustu Islendinga
út um heiminn. Fulltrúar íslenzkra
templara hafa stundum mætt á norræn-
um þingum og alþjóðaþingum bindindis-
manna og fengið tækifæri til að kynna
þar land sitt og þjóð mönnum úr öllunr
heimsálfum, átt við þá bréfaviðskipti.
ritað í blöð víðsvegar o. s. frv. Má full-
yrða, að íslenzkir templarar hafa þann
veg leyst af hendi merkilegt kynningai'-
starf fyrir Island og íslendinga.