Eining - 01.06.1945, Page 1

Eining - 01.06.1945, Page 1
3. árgangur. Reykjavík, júní, 1945. 6. blað. Friðrik Á smundsson Brekkan: Jónsmessunóft Þegar við förum að eldast, er það ýniislegt, sem við höfum að minnast, ýmislegt, sem okkur getur þótt gamau að láta hugann dvelja við stund og stund. Þegar annir og áhyggjur dags- ins leyfa. — Það getur verið smátt og lítilsvert fyrir alla aðra, en það er þó okkar eigin eign, kannske sú eina, sem við raunverulega eigum, jafnvel þó að' við brosum að sjálfum okkur, þegar við erum orðnir — eins og undirritaður — gamlir oddborgarar og hugsum sem svo: Ja — mikið hef ég nú annars verið heimskur þá! Ég var áreiðanlega ekki gamall, þeg- ai' ég fór að fá löngun til þess að vera uti Jónsmessunótt — þessa dularfullu nótt, þegar dulmögnin seiða frá örófi alda alla leið frá bernsku kynþáttarins, þegar skinnklæddur maður vopnaður steinöxi sat við hellismunna sinn og reyndi að ráða gátur hmnar óræðu til- veru — þessa sömu merkilegu nótt, er birtan náði hámarki, og sólin bjóst til enn á ný að hverfa aftur að uppruna sínum — hinu óendanlega svartnætti, sem hún árlega endurfæddist- úr. — Og söniu áhrif hefir hún enn á kjólklædd- an afkomanda hellisbúans, er hverfur af götunni inn í skreyttan gildaskála, bar sem danshljómsveitin heilsar hon- um .... eða þann, sem vakir — vakir °g dreymir, íhugar og spyr — eir.s og hinn skinnklæddi forfaðir — því að : „Sólin ei hverfur né sígur í kaf, situr á norðurhafsstraumi, vakir í geislum hver vættur er svaf, vaggast í ljósálfaglaumi. Sveimar með himninum sólglitað haf sem í draumi“. Það var þó fráleitt nein þessu lík hugmynd sem dró mig út í birtu Jóns- messunæturinnar, þegar ég var ungur. — Ekki heldur mun það hafa verið nein hugsun um, að nú hófst í fornum kristnum sið ein af hinum kirkjulegu stórhátíðum — hátíð hins blessaða Jó- hannesar Baptista, dýrðlings dýrðling- anna, hans, sem var spámönnum og postulum meiri. — Hátíðin, sem næst gekk hátíð Frelsarans sjálfs, Jólahátíð- inni — og var, eins og hún, hin kristi- legasta í kristnum sið, og um leið sú heiðnasta í heiðnum dómi. Þeim heiðna dómi, er sífellt hefur lifað eins og bak við fortjald kristninnar og þaðan orkað á sálarlíf og ímyndunarafl norður- byggjanna. Þetta vissi ég lítið eða ekkert um þá — að minnsta kosti ekki á þann hátt, að það væri skýrt í meðvitund brodd- borgarans, sem við ykkur talar. — Og þó seiddi Jónsmessunótt mig út, því að hún var í bókstaflegum skilningi — „Nóttlaus voraldar veröld“. Tíminn hverfur þessa nótt. Hið eilífa réttir hinu stundlega höndina — og Tími og Eilífð — allt er eitt í birtu þessarar dulmögnuðu nætur. — Það er unun og nautn að vaða í dögg- votu grasi — eða að finna hinn fína daggarúða svala kinnunum. Jónsmessu- dögg er heilög — er meinabót mann- legum veikleika, segja fræðin fornu. — Skeð getur og, að maður hafi svipast um eftir Brönugrösum. Brönugrös tínd á Jónsmessunótt eru ástalyf — og allir höfum við börnin verið — draumar og hugboð Jónsmessunætur eru margvís- leg. Ég sagði áðan, að jólin og Jónsmess- an væru kristnustu hátíðirnar í kristn- um sið — heiðnustu hátíðirnar í þeim heiðna dómi, sem sífellt hefur lifað og verið til bak við fortjald kristninnar — já, bak við öll siða- og trúarskipti allra alda. — Dulmögnin gægjast fram fyri.v fortjaldið á þessum ginnhelgu nóttum, birtast og verða að veruleika. Dulmögn- in leika þá sinn leik. Öll náttúran magn- ast undraverðum krafti. Dögg og grös búa yfir duldum eiginleikum, sem að- eins koma í ljós vegna helgi stundar- innar. óskasteinar koma fram úr fylgsnum sínum og bregða á leik norð- ur á Tindastóli, en suður við Kattegat svífa álfhólarnir á fjórum logandi súl- um og íbúar þeirra dansa undir þeim í skartklæðum, hlaðnir gulli og dýrum steinum. — Annarlegt forynjulíf gæg- ist upp úr gröfum og gleymsku tíma, sem okkur eru órafjarlægir, og trúar, sem við vitum í raun og veru engin deili á, og orka á örlög hins mannlega lífs. Á íslandi leika tröllin, eins og við vit- um, lausu við á Jólanóttina og seiða til sín ungmeyjar og aðrar saklausar sál- ir. f strandbyggðum Noregs bröltir sjó- draugurinn upp úr fjörunni, sezt í hjall- dyrnar hjá bóndanum og heimtar toll af góðgætinu, sem sótt er í hjallinn til hátíðarinnar — og hann fylgist með tírnanum — á seinni öldum heimtar hann meira að segja brennivín! Ás- garðsreiðin — óðinn með öllu sínu draugaliði — þeysir um dalabyggðir Noregs í hríðaréljunum á Jólanóttina.

x

Eining

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.