Eining - 01.06.1945, Page 2

Eining - 01.06.1945, Page 2
E I N I N G En á Jónsmessunótt fer hann einnig um skógarbyggðir Svíþjóðar. — Á Sjá- landi er það Valdimar Atterdag, sem þá ríður um afturgenginn með veiði- mannaliði sínu — og lætur veiðihornin gjalla og hundana gjamma í hinu helga rökkri undir grænum eikar- og beyki- krónum, en í Suður-Jótlandi er það bróðurmorðinginn, Abel konungur Valdimarsson, og hirð hans, sem þeysa yfir landið með hundgá og lúðraþyt og hverfa niður í Slíarfjörð. — Þá ríða kveldriðurnar frá öllum Norðurlöndum til IJeklu eða Blokksbjargs — reyndar er nú sagt, að þær geri þá ferðareisu á Páskanóttina og Valborgarmessunótt líka — þær dönsku halda sig þó aðal- lega við Jónsmessunóttina — og gera „fjandi mikil stökk“, eins og stúlkan sagði, er hún reið á ölkeraldinu og varð forviða á, hvað það gat sokkið. Nú er Jónsmessan ekki kirkjulegur helgidagur á Norðurlöndum, nema í Svíþjóð. — Þýzkur uppkomlingur, sem hrifsaði til sín einveldi geðveiks kon- ungs, var að hugsa um upplýsingu og nýskipan í löndum Danakonungs og bannaði því hátíð hins heilaga Jóhann- esar skírara. Honum tókst líka að út- rýma þeirri ,,páfavillu“, að messað væri í kirkjunum á Jónsmessu. En enginn ræður við hina leyndu þræði, sem tengir sálarlíf alþýðunnar við fornar venjur gleymdra forfeðra og siði þeirra. Að minnsta kosti má fullyrða að hvergi hefir Jónsmessan frem- ur haldið sinni fornu helgi í hugum fólksins en í hinni þéttbýlu og gagn- rnenntuðu Danmörku. — Við hér heima höfum gleymt og glatað mörgu af þeim sögnum, siðum og venjum, sem þar haldast við enn, einna skýrast á Norð- urlöndum — þó uppruni helginnar hér sé hinn sami. Ég hef áður minnzt á Jónsmessudöggina og ástagrösin. — Þetta er sameiginlegt, sama er auðvit- að að segja um ýmislegt fleira, þó að sumt sé týnt hjá okkur, sem annars- staðar lifir. Ef til vill slitnuðu fleiri tengsli en átthagatengslin ein út af fyrir sig, þegar forfeðurnir fluttu út hingað — ef til vill veldur náttúra og landslag nokkru. — Jónsmessunóttin okkar er björt sem dagur — það er „Nóttlaus voraldar veröld“. — Hin danska — og suður skandinaviska er öðruvísi. Þar togast á dagur og nótt. Rökkrið er gagnsætt, blítt, seiðmagn- að. — Sama fólk hefur lifað þar í sömu átthögum kynslóð fram af kynslóð, kannske frá því á Steinöld — og þegar því er að skipta er alþýðan ógleymin. Það er því, þegar á allt er litið, ekkert undarlegt, þó að Danmörk ef til vill hafi geymt mest af hinni upprunalegu helgi sólarhátíðar vorsins, sem kristn- aðist undir nafni Jónsmessunnar. Það er ef til vill engin tilviljun, að af þeim ljóðum, sem nútíðarskáld Norð- urlanda hafa helgað Jónsmessunni, finnist einna mestur innileiki í Jóns- messusöng Danans, Holgers Drach- manns: „Men den skönneste Krans blir dog din, Sankte Hans, den er bunden af sommerens Hjerter saa varme saa glade“ — Þá er Jónsmessunóttin góð til þess að fræðast af um framtíðina: Yngis- meyjarnar geta þá fengið að sjá andlit bónda síns, ef þær horfa ofan í vatns- kerald um miðnættið, á sama hátt get- ur og yngissveinninn séð konuefni sitt. — Stúlkurnar geta líka látið sig dreyma um mannsefnið á Jónsmessu- nótt, ef þær ákalla heilagan Jóhanneu (Sankte Hans) og segja: „Láttu mig sjá hvers sæng ég skal reiða, hvers dúk ég skal breiða, í hvers faðmi ég skai sofa!“ Ef þú ferð út á Jónsmessunótt og horfir inn um gluggann, þá muntu sjá allt heimilisfólkið sitja við borðið, en sjáirðu þá einhvern sitja þar höfuðlaus- an, mun sá hinn sami deyja fyrir næstu Jónsmessu — sjáirðu ekki sjálf an þig, ertu feigur. — Þú getur líka gengið til kirkjunnar á Jónsmessunótt, og þú munt þá á leiðinni mæta svipuni allra þeirra í byggðarlaginu, sem kom- ast eiga undir græna torfu fyrir jafn- lengd næsta ár. En það getur líka kom- ið fyrir, að þú á leið þinni mætir „Hel- hestinum“, sem er ísgrár að lit og hökt- ir áfram á þremur fótum, eða „grafar- gyltunni“, sem hefur hrygg eins og sagarblað, — eða þá að þú sjáir hið snjóhvíta „Kirkjulamib“ ganga um milli leiðanna í kirkjugarðinum og jarma, eins og það sé að leita einhvers. — En Guð náði þig, ef þú mætir einhverri af þessum verum! Þá verður þú aldrei samur maður aftur — og fyrir næstu Jónsmessu verður þú til grafar borinn. Danska skáldið Jóhannes V. Jensen hefur í skáldsögunni „Bræen“ lýst þvi á fagran og einfaldan hátt, hvernig hann hugsar sér að sólarhátíð vorsins. Jónsmessuhátíðin, hafi orðið til meðal steinaldarmanna á Norðurlöndum, og sérstaklega hvernig á því stóð, að hún varð ekki einungis hátíð sólhvarfanna, heldur og eldsino. Bálið hefur frá örófi alda verið tendrað á Jónsmcssunótt í Danmörku og þeim hluta núverandi Svíþjóðar, sem áður voru danskir landshlutar. — Sama gildir um mest allan Noreg og þau héruð Svíþjóðar, sem áður voru norsk — f öðrum hlutum Svíþjóðar eru bálin tendruð á Valborgarmessunótt, og er þá leikið í kringum „Maí-stöngina“. Er það alda gamall siður, en þó líklega ekki upprunalegur. Að minnsta kosti hefur „Midsommarvakan“ með dansi og útileikjum haldizt í Svíþjóð fram á okk- ar daga — og kannske hefur brennan þá upprunalega fylgt, þó að hún sé nú horfin. Bálin hafa sjálfsagt upprunalega ver- ið einskonar eldfórn til sólarinnar. En jafnframt líka til hreinsunar og lielg- unar. Þau áttu að fæla burtu forynjur og óvætti, sem einmitt reyndu að spilla lielginni (sbr. síðari alda trú á kveld- riður o. fl.). í þessu skyni fóru einnig' fram ýmsir siðir —- og jafnvel fáránlég ólæti — kringum eldana. — Afar lengi hélzt sá siður, að ungir menn fóru ura ríðandi í skartklæðum, undir fánum og með hornablæstri. Þeir söfnuðust svo við bálið, og þar var svo æpt og hóað, sungið, dansað og leikið meðan bálið brann. Ég hef alloft verið við Jónsmessu- brennur í Danmörku og einu sinni í Svíþjóð — í Bohuslán, sem var að fornu norskt hérað. — Og ætla ég nú að lýsa einni slíkri brennu, þeirri fyrstu, sem ég var við á Sj álandi: Einn morgun fékk ég þá fyrirskipun hjá húsbóndanum, að ég ætti að hlaða vagn með trjágreinum og hrísrunnum, sem höggvið hafði verið af í garðinum, ásamt spítnarusli, kössum, tunnum og ýmsu fleiru þess konar, sem hlaðið hafði verið saman og ég hélt að ætti að vera til uppkveikju um veturinn. Þessu átti ég að aka upp á háan hol rétt fyrir utan þorpið. Húsbóndinn fói’ ákaflega dult með til hvers þetta ætti að vera. Hann kýmdi aðeins, þegar ég spurði hann um það, og sagði, að þetta væri nú svona gamall siður. En ég fékk gátuna ráðna, þegar ég kom út á hól- inn. Þar voru þá komnir aðrir piltar úr þorpinu — frá hverjum einasta bæ. Þegar ég spurði þá, hvað þetta ætti að þýða, datt alveg ofan yfir þá. Höfðu þeir aldrei fyrr hitt svona bjálfa, sem ekki vissi, að þetta var dagurinn fyriv Jónsmessu, og að Jónsmessubrennu þorpsins ætti að halda um kvöldið. Við hlóðum svo bálköst furðulega mikinn. Að vísu voru ekki öll tækin, sem komu, jafn stór, en safnast þegar saman kem- ur, og virtist mér, að úr þessu gæti orðið allvegleg brenna. Um kvöldið eftir mjaltir fór svo fólk að drífa að. Það hafði með sér kaffi og kökur, og var nú sezt að kaffidrykkju í grængresinu, þangað til rökkva tók- Þá tóku nokkrir strákar tjörublys, sem þeir höfðu útbúið sér, og kveiktu á þeim. Bændurnir komu með steinolíu- brúsa og skvettu óspart yfir bálköst- in, og svo var slegið eldi í allt saman. Strákarnir dönsuðu um stund með óp- um og hávaða og með blysin í kringuin bálið, og fleygðu þeim síðan í eldinn. Svo var sungið — auðvitað fyrst og frernst Jónsmessusöngurinn — ýms ætt- jarðarljóð o. fl. Flest af fólkinu settist nú niður og horfði á eldana, því að nú sáust fleiri brennur en okkar — bálin sáust loga í hálfrökkrinu allt í kring eins langt og augað eygði. — Hvert þorp hafði auðsjáanlega sína brennu. Sumar höfðu verið kveiktar niður við fjörðinn, sem við höfðum útsýni yfir — alveg niður við flæðarmál — og svo næstum því á hverjum hól og hæð. Ég taldi yfir tuttugu elda. Og var það fögur sjón 1 hinu heillandi hálfrökkri þegar logana bar við heiðan himininn og þeir spegl- uðust í lygnum firðinum-. Jileðan þessu fór fram voru sagðar Frh. á 3. bls.

x

Eining

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.