Kvennablaðið - 19.06.1939, Blaðsíða 9
Kvenréttindi - mannréttindi
- jafnrétti.
Svo hcrma forn fræði, staðfest af ýmsum nú-
tíma rannsóknum, að á hinum fyrstu dögum
ýmsra þjóðflokka og þjóðfélaga lvafi konan ráð-
ið ríkjum og verið málsvari heimilis, ætlar og
ríkis út á við. Eru þessa jafnvel i dag nokkrar
menjar hjá einstaka frumstæðum þjóðum. Ekki
er vitað með vissu, hvernig sú breyting komsl
á, að karlmaðurinn tók alveg við völdum og
allri álvvrgð út á við, þó um það séu ýmsar gel-
gátur. Halda sumir að það liafi gerst vegna
breytinga á lifnaðarliáttum, svo að meiri þörf
hafi orðið fyrir styrkleika karlmannsins í for-
sjá heimilis og ætta. Aðrir fræðimenn neita þessu
og telja konuna hafa verið jafnoka karlmánns-
ins að styrkleika í ])á daga. Álíta þeir rás við-
hurðanna og mannlifsins einskonar hringrás,
þar sem karlkyn og kvenkyn eru tvö andstæð
öfl eða pölar, sem verða yfirsterkari til skiftis.
Hefir þá eftir því karlkynið verið á öldufald-
inuin nú um all-langt skeið, en er nú á leið-
inni niður í öldudalinn að sama skapi sem á-
hrifa konunnar gætir meira i þjóðfélögunum
og frelsi þeirra evkst.
Þar eð hér er aðeins um tilgátur að ræða,
])vkist cg hafa levfi til að bæta einni við, sem
ekki sýnist fjarlæg eðli hlutanna, þeirri sem sé
að bæði drotnun konunnar og ánauð hennar
standi i sambandi við móðurköllun hennar.
Hinn fvrsti kjarni heimilis er augsýnilega ekki
faðir, móðir og barn, heldur aðeins móðir og
hindra slikt; ekki vandamenn hennar né „vinir“,
venjur, almenningsálit, og allra síst vald-
hafarnir. Að hindra slíkt, er himinhrópandi ó-
réttur gagnvart hverri heilbrigðri og hugsandi
konu. Þvi einmitt slíkar konur, sem fá að njóta
hæfileika sinna og lifa i samræmi við eðli sitt
oghugsjónir, munu langlifastar verða i landinu,
varðveita öllum fremur heilbrigða sál í hraust-
um líkama. Þær verða hamingjusömustu og
bestu húsmæðurnar og mæðurnar, þegar öll
kurl koma til grafar.
Jnrfibjörg fíenediktsdóttir.
barn, vegna þess að samband móðurinnar og
barnsins er augljóst, svo um það verður ekki
deilt, en samband föðurins við barnið cr ekki
þekt eða kunnugt í bernsku mannkynsins. Það
er því eðlilega konan, móðirin, sem upphaflega
leitar öryggis afkvæmisins í stofnun heimilisins
og siðar i stærri samböndum, ættum, þjóðfé-
lögum. Hagsmunir karlmannsins koma þá fyrst
verulega lil greina, þegar hann uppgötvar að
hann á barnið, framtiðina, engu síður en kon-
an, að hann getur lifað áfram í því á meðan
mannkyninu endist lif, þó hans eigin likami
hrörni og deyi. Einhver tegund ódauðleika sýn-
ist vera einhver sterkasta þrá manneskjunnar.
Þegar hér er komið sögunni getum við gert
ráð fyrir að yfirráðabaráttán á milli kynjanna
byrji fyrir alvöru. Karlmanninum er það lífs-
spursmál að verða þar yfirsterkari, svo að liann
geti takmarkað svo athafnafrelsi konunnar, að
hann þurfi ckki að efast mn, hver er faðir barna
hennar. Hann vill eiga bæði konuna og börnin.
Og aðstöðumunurinn verður strax geysilegur.
Konan er vegna móðernisins miklu Iiáðari heim-
ilinu og börnunum cn karhnaðurinn, að minsta
kosti á vissum tímum, og af sömu ástæðu lmeig-
isl eðli hennar öllu fremur til varna en árása.
Það er því ekkert undarlegt, þó að hún verði ol'-
urliði borin, eins og raun hefir á orðið, og að
staða hennar á heimili og i þjóðfélaginu hafi
viða um lönd orðið staða ambáttarinnar.
Mannkynið hefir þroskast og fengið viðari
sjóndeildarhring. Ýmsar nýjar hugsjónir hafa á
síðustu öldum náð fótfestu og viðurkenningu
víðsvegar um lieim, að þvi er ég vona ekki síð-
ur liér á landi en annarsstaðar. Þar á meðal er
hugsjón mannréttinda og jafnréttis, hvort sem
í hlut á karl eða kona, og hvar sem menn eru
settir í þjóðfélaginu. En það gleymist of oft að
jafnrétti, sem ekkert tillit tekur til aðstæðna,
er hið versta misrétti. Hvaða jöfnuður getur
t. d. verið á milli lifsbaráttu sjúklingsins og
hins hrausta manns, enda þótt þeir báðir hefðu
rétt til sömu atvinnu? Eða hvaða jöfnuður i
Jífsafkomu verður á milli einhleypa mannsins
og fjölskylduföðurins, enda þótt atvinnugrein-
in, sem ])eir stunda, geri þeirra engan mun.
Jafnrétli i framkvæmd frá hálfu þjóðfélags-
ins hlýtur að vera i því fólgið að taka tillit til
KVENNABLAÐIÐ
9