Kvennablaðið - 19.06.1939, Blaðsíða 10

Kvennablaðið - 19.06.1939, Blaðsíða 10
aðstæðna lijá öllum þegnum sínum og jafna jjær sem mest, svo að sem fæstir verði alger- lega undir í lífsbaráttunni. Það hlýtur einnig að vera í þvi fólgið að leggja til þau skilyrði, að sem flestir þegnaima fái notið liæfileika sinna í Iivaða átt, sem þeir stefna, svo að þeir geli náð svo miklum þroska, sem unt er. Áhrifin af þessu hlytu lika að verða gagnkvæm, því að það þjóðfélag, sem lengst kæmist i þessu efni, hlyti sem heild að bera af öðrum þjóðfélögum i þroska og farsækl, og framfaramöguleikar þess yrðu ótæmandi. Það er sagt að íslenska konan njóti jafnrétt- is við karlmanninn. Hún gerir það vitanlega ekki, t. d. í atvinnu- og kaupgjaldsmálum, ekki einu sinni þó öllum öðrum aðstæðum en kyn- inu sé slept. En við það bætist svo, að alveg eins og fyr á tímum verða aðstæður bennar til lífsbaráttunnar alt aðrar en karlmannsins, vegna móðurköllunarinnar. t raun og veru getur hún oft átt að velja á milli mannréttinda, þess rélt- ar að lifa sínu eigin lifi og fá því sem fvlstan þroska, og þess að vera móðir. Hvort sem liún velur, má segja, að líf hennar sé þá hlutað í sundur og geti aldrei náð svo hátt, sem því var ætlað. Móðurinni er nú á dögum sungið lof i há- um tónum. Þó hefir löggjafinn og almennings- álitið ekki enn þá komið auga á þann sjálf- sagða hlut að bæta henni upp með ýmsum rétt- látum hlunnindum þann mikla aðstöðumun í lífsharáttunni, sem hún lekur á sig með því að verða móðir. Og hvar væri þá þjóðfélagið statt, ef móðirin brygðist sínum skyldum? í öðrum greinum í blaði þessu er staða konunnar sem móður og húsfreyju nánar rædd. Aðalbjörg Sigurðardóttír. f byrjun júlí kemur hingað til höfuðstaðarins all-stór flokkur hjúkrunarkvenna víðsvegar frá Norðurlöndum til að sitja hjúkrunarkvennamót með hinum íslensku stallsystrum sínum. Vonandi verða veðurguðirnir náð- ugir, svo að landið okkar fái að skarta í allri sinni dýrð. Móttökurnar annast Félag íslenskra hiúkrunar- kvenna, og hefir verið unnið að því með mikilli alúð að gera þær sem veglegastar. Eitt af því, sem hefir vakið mikla eftirtekt í skála íslendinga á heimssýningunni í New York er lnð saum- aða teppi af haðstofulifi, eftir listakonuna Þórdísi Egils- dóttur frá ísafirði. Teppi þetta var sýnt hér i borginni í vetur og hlaut almenna aðdáun þeirra er sáu. Á eg að gifta mig? Spurningin þessi: „Á eg að gifta mig“, fylgir mér við störf mín á daginn og lieldur fyrir mér vöku á nóttunni, svo að nú held eg að eg verði að skrifa niður heilabrot mín og leita ráða hjá kynsystrum mínum, sem staðið liafa í sömu sporum. Eg er 23 ára gömul og hefi sæmilega atvinnu við íyrirtæki eitt hér i bæ. Eg get því lifað ó- háðu, sjálfstæðu lífi, án þess að sækja nokkuð til aunara, og veitt mér ýms smáþægindi og skemtanir. Eg liefi sem sagt unað lifi mínu vel. En svo varð eg fjarska „skotin“ í ungum og Iiraustum sjómanni, og nú langar okkur til að giftast. Það var meira að segja komið að ]ivi að við gerðum það i fyrrahaust, en þá frétti eg hjá vinstúlku minni, sem vinnur liti eins og eg, og hafði gift sig liaustið áður, að skattur og úlsvar á bónda liennar hafði hækkað um 1800 kr. þetta árið, af því að þau giftu sig að haustinu, en geymdu það ekki fram yfir nýár. Hennar tekjur voru sem sé lagðar við hans tckj- ur, og við það komst maðurinn upp i svona háan launa-„skala“, að þau urðu að borga mörg- um sinnum meira en þau böfðu borgað hvort í sínu lagi. Eg fór nú að reikna út tekjur mínar og pilts- ins míns og komst að þeirri niðurstöðu, að ef við giftumst, eins og við höfðum hugsað okkur, þá færu þessar fáu lumdrað krónur, sem við ætluðum að kaupa búsáhöld fvrir, í viðbótar- skatt og útsvar. Þvi timdi eg blátt áfram ekki, giftingunni var frestað. Nú er komið vor og við erum ennþá ógift. En þetta varð til þess, að eg fór að athuga betur, bver kjör biðu mín sem giftrar konu. Eg bafði satt að segja ekki Iiugsað mér að bætta að vinna úti, þó að eg gifti mig.Mannsefnið mitt hefir nokkuð stopula vinnu, svo að þó að hann hafi allgott kaup annað slagið, þá er bann vinnn- laus nokkurn hluta ársins. Það kemur sér því vel, að eg hafi mína föstu vinnu, auk þess sem eg veit, að mér myndi dauðleiðast, þegar hann er úti á sjónum, ef eg gæti eklci haldið áfram með mína gömlu vinnu. En fyrirtækið þar sem eg vinn er nýtekið upp á því að amast við vinnu giftra kvenna. Eg má því búast við að mér verði sagt upp vinnunni, ef eg gifti mig, og enda þótt piltinum mínum tækist að vinna fyrir mér, svo að mig kannske skorti ekki neitt, þá er hér i 10 KVENNABLAÐIÐ

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/836

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.