Kvennablaðið - 19.06.1939, Blaðsíða 13

Kvennablaðið - 19.06.1939, Blaðsíða 13
MÆÐRADAGURINN Alþjóðafundur kvenréttindakvenna er nú orðinn nokknrn veginn fastur dagur i meðvitund fólksins, Reykvíkinga að minsta kosti. Þó liann sé livað nafnið snertir ckki ís- lenskur að uppruna, þá er hann þó liér með nokkuð öðru sniði en tíðkasl víða erlendis. Það er Mæðrastyrksnefndin, sem hefir geng- isl fyrir lionum hér og safnar hún þann dag fé, sem hún vcr lil hvíldarviku fyrir mæður og svo til lengri sumardvalar fyrir mæður og hörn. í fimm undanfarandi suinur hefir nefndin haft slíka livíldarviku á Laugarvatni og í þrjú sum- ur sumardvöl fvrir mæður og börn. Hafa mæð- ur og hörn, sem skifta hundruðum, notið þess- arar sumardvalar undanfarin sumur. Að þessu sinni var Mæðradagnrinn haldinn 21. maí. Hafði nefndin merkjasölu og skemtanir á nokkrum stöðum i hænum. Um kvöldið fluttu ræður í útvarpið: Laufey Valdimarsdóttir, Martha Ind- riðadóttir, Inga Lárusdóttir og Katrín Thorodd- sen. Var útvarpið sérstaklega helgað móðurinni til sveita og i bæjum. Þrátt fyrir óhagstætt veð- ur komu inn rúmlega 1700 krónur fyrir merki. Minni tekjur urðu af skemtunum dagsins, en það bætti mikið upp tekjurýrnunina, að Leik- félagið sýndi ])á rausn að gefa sýningu á Tengda- pabba i vikunni á eflir, og kvikmyndahúsin ætla að gefa eina sýningu livort scinna. Þegar öll kurl koma til, mun fjárhagslegur árangur af deginum verða svipaður og hesl hefir orðið áður. Þetla starf Mæðrastyrksnefndarinnar er eitl- hvert hið vinsælasta hjálparstarf, sem fram- kvæmt hefir verið, enda er þörfin fvrir stíkt nærri ótæmandi. Konur á Siglufirði og Akure' ri og jafnvel við- ar liafa nú stofnað mæðraslvrksnefndir og munu þær meðal annars hugsa sé’ að koma á sér- stökum mæðradegi með líku fyrirkomulagi og markmiði eins og Mæðrastyrksnefndin i Reykja- vik. — ella hljótum við að freista gæfunnar og setja upp kvennalista. Kjörgengið er í raun og veru stærstu rétt- indin, sem við höfum fengið. Guðrún Stefánsdóttir, Allijóðasamband kvenréttindafélaganna — Internatio- nal Alliance for Suffrage and Equal Citizenship — held- ur þing í Kaupniannahöfn í júlimánuði, frá 8.—14. júl. Sækja fund þann fulltrúar frá flestum menningarlönd- um heimsins, sem ekki hafa kastað lýðræðinu fyrir borð. En í löndum fasismans og nazismans hafa kven- réttindafélögin verið biinnuð og leyst upp. Það er þvi ekki furða, þótt þetta þing leggi aðaláherslua á vernd- un lýðræðisins. Aðal dagskrármálin eru ])essi: 1. Konan í framleiðslunni, á atvinnusviðinu, i félags- málum, sem húsmóðir, sem neytamli. 2. Konan og lýðræðið, skyldurnar við þjóðfélagið. — Hvernig eiga konurnar að ná meiri áhrifum í þjóð- lífinu? v 3. Alþjóða kvenréttindasambandið á vegamótum. 4. Kvenréttindamál: Sömu siðferðiskröfur til beggja kynja. Jöfn vinnuskilyrði. Rikisborgararéttur. Kröf- ur einstæðra mæðra. Sérstakir æskulýðsfundir verða haldnir. Fundarefni: Þjóðfélagshugsjónir æskunnar. Viðhorf hennar til al- alþjóðlegra vandamála. Viðhorf hennar til sálfræði- legra, siðferðis- og atvinnulegra vandamála. Noröurlandaríkin halda einn sameiginlegan kveldfund, Verður þar rætt um það, hvað kosningarétturinn hafi fært konunum og hvað enn sé ófengið. Opinber fundur verður haldinn um friðun og vernd- un manngildisins. Fundurinn verður settur i ráðhúsinu. Heldur Stauning forsætisráðherra Dana, þar ræðu fyrir hönd ríkisstjórn- arinnar, og fulltrúar Kaupmannahafnarborgar bjóða aest- ina velkomna. Verða þar einnig fluttar kveðjur frá full trúum hinna ýmsu lamla. K.R.F.Í. l)ýst við að senda sendinefnd á þing þetta. Ekki er enn fullráðið, hverjar konur fara. cnda er ferð- in nokkuð komin undir því, hvaða velvild rikisstjórnin sýnir þvi máli. Konur, sem eiga leið til útlanda í sumar, ætlu að sækja þenna fund, og gefur skrifstofa K.R.F.Í. i Þing- lioltsstr. 18, upplýsingar um hann. í sambandi við slika fundi er æfinlega tækifæri til ]>ess að kynnast margs- konar þjóðfélagslegri starfsemi og stofnunum, og ýms- ar skemtanir, sem fleiri geta tekið þátt í en fulltrú- arnir einir. Áhrif slikra funda geta verið djúp og ó- gleymanleg. Við íslendingar, sem heyrum bergmál heims- viðburðanna í fjarska, öðlumst nýjan skilning, þegar við stöndum augliti til auglitis við þá, sem standa mitl i þeim bardaga. Merki það, sem fundur þessi hefir valið sér, cr sjálft lifsins tré, öðrumegin ljósgrænt, með þéttsettum hjarta- hlöðuin, hinumegin blaðlaust, kalið. Við ræfur þess eru öðru megin lijarta, en hinu megin gasgrima. Það er har- ist um lif og dauða í heiminum, um alt það. sem kon- unni er dýrmætast ,og hefir konan ekki alltaf verið vörður og verndari lífsins? IÍVENNABLAÐIÐ 13

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/836

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.