Eining - 01.06.1948, Blaðsíða 5

Eining - 01.06.1948, Blaðsíða 5
t' E I N I N G Bindindismálavikan Viðvíkjandi öllu því aðkasti, sem bindindismenn í landinu hafa orðið fyr- ir í sambandi við hið marg umrædda ölfrumvarp, er gaman að rif ja upp vitn- isburð liðinna ára, þá engin æsing var á ferðinni og menn hugsuðu rólega og rökrétt. Eining leyfir sér að endur- prenta hér ritstjórnargrein úr Vísi, 5. október 1939. Ritstjóri Einingar var þá formaður þeirrar nefndar, sem sá um bindindismálavikuna, en þá var Eining ekki fædd. „Líklega er óvíða unnið jafn ósleiti- lega gegn áfengisnautn og hér á landi. Hvað sem segja má um tómlæti íslend- inga, verða góðtemplarar og aðrir bind- indissinnar ekki sakaðir um áhugaleysi og deyfð. Þeir eru vakandi í því starfi að hvetja þjóðina til umhugsunar um 1 skaðsemi áfengisins, allt það fjárhags- lega og siðferðilega tjón, sem hlýzt af drykkjuskap og hvers konar óreglu, all- an þann hamingjumissi og heilsuspilli, sem af því leiðir. Hin síðustu misseri hefur baráttan gegn áfenginu færst mjög í aukana. Útbreiðslufundir eru haldnir víða um land. Fræðslustarfsem- in hefur aldrei meiri verið. En þrátt fyrir allt þetta öfluga og virðingarverða starf, fer því fjarri, að unninn sé bug- ur á áfengisbölinu. Þess vegna er sókn- in enn efld og mögnuð. í kvöld hefst bindindismálavika. Góð- templarar hafa haft forgönguna í því máli en leitað samstarfs við mörg fjöl- menn félög, sem eru utan við regluna. Er ætlunin sú, að sameina sem bezt alla krafta þjóðarinnar í baráttunni gegn áfenginu. Auk bindindisstarfseminnar er séð fyrir óvenju fjölbreyttum skemmtiatriðum. Öllum er heimill ó- keypis aðgangur að þessum samkomum, t og þarf ekki að efa, að mikil aðsókn verður. Athöfninni í kvöld verður út- varpað úr Fríkirkjunni. Hefst hún með því að biskup landsins, Sigurgeir Sig- urðsson, flytur ávarp. Þá talar fjár-' málaráðherrann, Jakob Möller, fræðslu- málastjórinn, Jakob Kristinsson, og loks Dr. Helgi Tómasson. Karlakór Reykjavíkur syngur, en Páll Isólfsson leikur á orgel. Öllum má ljóst vera, að þótt alltaf , sé þörf fyrir öfluga bindindisstarfsemi, þá á það ekki sízt við nú. Miklir erfið- leikatímar ganga yfir og þjóðinni er það höfuðnauðsyn, að hver maður geri skyldu sína. Daglega er þjóðin hvött til þess að sýna sjálfafneitun í ýmsum greinum. Þess vegna ætti að vera betra tækifæri nú en oftast nær að ná eyrum hennar um bindindisfræðsluna og vekja 1 áhuga hennar í bindindismálum. Áfeng- inu verður ekki útrýmt fyrr en almenn- ingsálitið tekur skarið af. Tilgangur bindindisvikunnar er að rumska við al- menningsálitinu rækilegar en nokkru sinni hefur verið gert. Það er vafalaust vel ráðið af góð- templurum, að leita samstarfs við fé- lög utan reglunnar. Því hvort sem menn hafa unnið bindindisheit eða ekki, á það að vera sameiginlegt áhugamál allra þjóðrækinni manna, að unnið sé gegn áfengisbölinu. Bindindismálavikan, sem nú hefst, er öflugasta sóknin, sem hafin hefur verið gegn áfengisnautn hér á landi. Þeir menn, sem hafa undirbúið þessa sókn, eiga þakkir skilið. Ef árangurinn verð- ur eins og til er stofnað er fullkomin ástæða til að gleðjast. íslenzka þjóðin þarf á öllu sínu þreki að halda. Hún nýtur þess ekki að fullu meðan áfeng- isnautnin heggur slíkt skarð í fylking- ar, sem nú er. a Ólafur Ólafsson Rósinkranz fæddist 26. júní 1852 á Miðfelli í Þing- vallasveit. Foreldrar hans voru hjónin Ólafur Rósinkranz Guðmundsson, bóndi á Miðfelli, og Sæunn Sigmundsdóttir. Ólafur ólst upp í Reykjavík hjá föður- bróður sínum, Jóni ritstjóra Guðmunds- syni, gekk í Lærða skólann og lauk stúdentsprófi árið 1874, en lagði ekki stund á frekara nám. Hann var leik- fimiskennari í Lærða skólanum (Menntaskólanum) 1877—1919 og um- sjónarmaður háskólans og háskólaritari 1917—1929. Auk þessa aðalstarfa gegndi hann ýmsum öðrum störfum, fékkst við verzlunarstörf, biskupritari um hríð, bókhaldari við blaðið „Isafold" í mörg ár og lengi umsjónarmaður við prestaskólann, þangað til sá skóli var lagður niður. Ólafur Rósinkranz var félagslyndur maður og vann að mörgum nytjamál- um sína löngu ævi. Þó voru það tvenn málefni, sem hann beitti sér fyrir lengst og bezt: bindindisstarfsemi og íþróttir. Ólafur mun hafa gerzt bindindismað- ur á tóbak og áfengi um þrítugsaldur, og var það alla ævi síðan. Þegar Góð- templara-reglan var stofnuð, gekk hann í þann félagsskap og starfaði þar af miklu kappi. Varð hann brátt einn af forustumönnum Reglunnar og gegndi þar lengi mikilvægum trúnaðarstörfum. Stórtemplar var hann 1891—1897. I rúmlega fjóra áratugi kenndi Ólaf- ur Rósinkranz leikfimi í Lærða skólan- um. Lengi framan af mun hann hafa verið eini fimleikakennarinn á landihér, og áreiðanlega hefur enginn kennt fim- leika í stórum skóla jafnlengi. Að þess- ari kennslu gekk hann með fjöri og ákafa. Hann var ágætur kennari, nokk- uð kröfuharður, en ástsælli flestum kennurum af nemendum sínum. Auk skólaleikfiminnar beitti hann sér fyrir ýmsum öðrum íþróttum, en líkamsí- þróttir voru þá næsta fábreyttar og áttu erfitt uppdi’áttar. Vann hann einkum að viðgangi knattspyrnunnar í upphafi þessarar aldar, og má hann teljast að- albrautryðjandi hennar í Reykjavík, þó Ólafur Uósinkranz. að ekki muni hann hafa verið frum- kvöðull hennar. Leiðbeindi hann knatt- spyrnumönnum af mikilli óeigingirni árum saman og var dómari á kappleikj- um. Elztu knattspyrnufélögin í Reykja- vík, Knattspyrnufélag Reykjavíkur og Fram, kusu hann heiðursfélaga sinn. Ólafur Rósinkranz var kvæntur Hólmfríði Björnsdóttur prests í Holti undir Eyjafjöllum Þorvaldssonar, á- gætri konu, er var honum mjög sam- hent um öll hans áhugamál. — Hann andaðist 14. nóvember 1929. Pétur Sigurðsson, háskólaritari. Á að afnema brotin lög Oft kemur það fyrir að landhelgislög- in séu brotin. Fregnir um slíkt koma stundum með stuttu millibili. Við þess- um lagabrotum liggja geysiþung sekt- arákvæði, en samt eru lögin þráfald- lega brotin. Aldrei heyrist samt, að menn telji sjálfsagt að afnema þessi lög sökum þess að þau eru brotin. Nei, lögin eiga að vernda rétt landsins, lögbrjótunum er hengt þunglega. Áfengisbannið átti að vernda íslenzku þjóðina fyrir hinum skæðasta skemmd- arvargi. Ýmsir gátu grætt á því að brjóta þau lög og þess vegna voru þau brotin, en samt reyndust þau hin sterk- asta vörn, sem íslenzka þjóðin enn hef- ur reynt, gegn miklu þjóðarböli. En sökum þess, að þau voru brotin, töldu óvinir þeirra sjálfsagt að afnema þau, og við slíkt áform höfðu þeir sér til stuðnings ágirnd og nautnasýki manna. En því að níðast á þeim lögum fremur en öðrum þýðingarmiklum lögum, sem brotin eru þráfaldlega?

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.