Eining - 01.06.1948, Blaðsíða 12

Eining - 01.06.1948, Blaðsíða 12
12 E I N I N G s, Ævmtýn Collins Framhald. Nú var úr vöndu að ráða, en eitt- hvað varð ég að gera. Ég labbaði inn á veitingahús og bauð veitingamann- inum til sölu tryggðagjöf frá ekkjunni í Coldstream, dýrindis silkiklút og fór fram á að fá fyrir hann gistingu og eina mörk af bjór. Veitingamaðurinn renndi girndarauga til klútsins og hefði gert þetta, ef lögregluþjónn, sem sat þar að drykkju, hefði ekki hindrað hann í því. Ég bað pilt þann að hafa sig hæg- an, honum kæmi þetta mál ekki við, en eflaust hefði það betur verið ótalað hjá mér, því hinn byrsti sig heldur við þá ádrepu, og kvaðst hafa fullt vald til þess að reka mig á brott úr borg- inni, þá um kvöldið. Gæti hann kvatt menn sér til hjálpar, hefði hann ekki í fullu tré við mig. En það var sízt hætta á því, að hann væri ekki einfær um að ráða við mig, því að mjög var af mér dregið, vegna þreytu og hungurs, og þrjóturinn þreif í öxl mér og rak mig á undan sér og skyldi ekki við mig, fyrr en fyrir utan borgarhliðið. Ég reyndi að missa ekki kjarkinn, þótt svona óbyrlega blési og spurði hliðvörð- inn, hvort hann hefði ekki ráð á ein- hverju skýli þar, sem ég gæti fengið að hýrast í yfir nóttina, en ekki sagði hann að þ^í væri að heilsa. Þá spurði ég hann, hvort ekki byggi friðdómari þar í grend- inni. „Ó jú“, sagði hann, ,,Mr. Nisbet býr um það bil mílu vegar hér frá upp með veginum". Ég tók fyrir að leita á fund hans og biðja hann ásjár. Það var kalt í veðri og regnið helltist úr loftinu, svo að ekki var þurr þráður á mér. Ég hefði naumast afborið nóttina und- ir berum himni. Hús friðdómarans fann ég eftir tilvísan hliðvarðarins og hringdi dyrabjöllinni við framdyr hússins, en enn ætlaði ég að reynast framur um of. Einkennisbúinn þjónn kom til dyra, en svo varð honum skapfátt er hann sá útlit mitt, að hann hrækti á andlit mér og skútaði mig fyrir að hafa ekki held- ur farið að eldhúsdyrunum. Ætlaði hann svo að skella hurðinni í lás við nefið á mér, en ég var þá fljótari til og ruddist inn í forstofuna. Þar mætti ég öðrum þjóni, sem spurði hvað á gengi. Ég kvað mér bráðliggja á því að ná tali af friðdómaranum. Þjónn- inn kvað hann í önnum og mætti ekki ónáða hann. „Hér er um líf eða dauða að tefla“, sagði ég, „og fái ég ekki náð fundi hans, þá mun ég liggja dauður við húsdyr hans að morgni“. Þetta hreif. Þjónninn hvarf á brott og litlu síðar stóð Mr. Nisbet frammi fyrir mér. Hann spurði, hvað mér væri á höndum og sagði ég honum hið gleggsta af bágind- um mínum og bað hann ásjár. Skrifaði Mr. Nisbet þá nokkur orð á miða og rétti mér hann ásamt hálfkrónu með þeim ummæluni, að hann myndi bæta úr bráðustu þörf minni. Miðinn var til veitingamannsins, sem ég hafði orðið að hrökklast frá með þeim tilmælum að hann skyti skjólshúsi yfir mig. Frið- dómarinn sagði mér, að morguninn eftir yrði hann staddur í dómsalnum í ráðhúsinu í Richmond og skyldi ég þá mæta þar ásamt veitingamanninum Mr. Cook og lögregluþjónninn Harper, mein- vættur minn, yrði þá líka staddur þar. Mr. Nisbet tók skilríki mín í sína vörzlu og sagðist mundi afhenda mér þau í réttinum morguninn eftir. 1 léttara skapi hélt ég aftur inn í borgina og til veitingahúss þess, sem áður er getið. Klukkan var tíu, er ég kvaddi þar dyra í annað sinn. Mr. Cook hótaði að setja mig í varðhald, er hann leit mig aug- um, en miðinn frá Mr. Nisbet opnaði mér þar allar gættir. Eldur var kveiktur á arni og gest- gjafinn kom með þurr föt handa mér að klæðast í. Heit súpa var á borð bor- in ásamt volgum bjór, hitaflaska var sett í rúm það, sem mér var ætlað og föt mín voru þurrkuð við eldstæði. Lög- regluþjónninn var þarna fyrir og vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Hann spurði Mr. Cook, hvort ég ætti einhverja vini í borginni og fékk það svar, að valdamesti maðurinn í borginni væri vinur minn og myndi hann fá smjör- þefinn af því í fyrramálið. Lögreglu- þjóninum féll nú allur ketill í eld og vildi hann feginn hafa friðmælzt við mig, en vinmæli hans mat ég að engu. Ég galt Mr. Cook greiðann og gisting- una með hálfkrónunni og gékk síðan til sængur. Brátt var ég fallinn í væran svefn og vaknaði hress og endurnærð- ur á sál og líkama morguninn eftir. Að loknum ágætum morgunverði, fór ég ásamt Mr. Cook til ráðhússins, en þar urðum við að bíða í þrjá klukku- tíma, áður en röðin kæmi að okkur, en þá fékk ég líka fulla uppreist. Veitinga- maðurinn bar vitni með mér í málinu gegn Harper. Dómstjórinn sagði, að þetta væri ekki í fyrsta skipti, sem hann áreitti menn, sem líkt væri á- komið fyrir og mér og ég hefði haft jafnmikinn rétt til að selja af fötum mínum mér til bjargar og dómari til að selja hluta af fasteign sinni. Var Harper svo tilkynnt, að honum myndi verða vikið frá starfi og annar skipaður i stað hans. Dómarinn innti mig eftir því, hvað ég hyggðist nú taka mér fyrir hendur, og sagði ég þeim, að hugur minn stæði til þess að fara til Lancashire, þar sem ég hafði áður unnið. Ég var þá beðinn að ganga út úr dómsalnum, en hálfri klukkustund seinna var ég kvaddur inn í hann aftur og afhenti dómstjórinn mér þá 30 shill- inga, sem dómararnir gáfu mér sam- eiginlega og fylgdu þau tilmæli, að ég eyddi þeim ekki í drykkjarföng. Ég þakkaði þeim veglyndi þeirra og hélt síðan ásamt Mr. Cook til veitingastofu hans, þar sem ég drakk mig fullan á '■* kostnað hinna góðgjörnu en grunn- hyggnu dómara. Morguninn eftir fór ég af stað til Lancashire. Á leiðinni þangað fékk ég vinnu í smáþorpi, sem heitir Ingleton og dvaldist ég þar það, sem eftir var vetrarins. Ekkert mark- vert dreif á dagana, meðan ég dvald- ist þar, nema hvað ég veðjaði einu sinni um það við húsbónda minn, að ég gæti haldið mér frá neyzlu áfengra drykkja í vikutíma. Veðmálið nam einu pundi og það féll í minn hlut að greiða það. * , Á fjórða degi var mér öllum lokið. Ég taldi mér trú um, að svona langt bind- indi væri til stór tjóns fyrir heilsu mína, og hleypti svo fram af mér taunm- um og drakk mig dauðadrukkinn. Hús- bóndi minn dró eitt pund af kaupi mínu og lét það renna til þurfamanns þar í þorpinu. Þrátt fyrir allt, var ég gram- ur sjálfum mér fyrir staðfestuleysið og var það helzta orsök þess, að ég sagði upp vinnunni og fór frá Ingleton. Lancaster, Preston og Liverpool voru næstu áfangar mínir, en hvergi var * vinnu að fá. Tók ég því til bragðs að ferðast til Wales og varð þar að selja af fötum mínum til þess að fá mat og makkaskjól. En sumarið var að byrja, svo að ég mátti vel við því, að losa mig við eitthvað af fötum mínum. Dolgelln heitir smáborg í Wales. Þar var ég næt- ursakir og var svo óheppinn að hvíla í rúmi, sem moraði í fló. Hún rændi mig svefnfriði og ekki nóg með það, sjálfur var ég kvikur af henni eftir *' nóttina. Reyndist hún svo harðleikinn við mig, að illfært var við að búa. Lækur var á leið minni fyrir utan borgina nálægt alfaraleið. Klæddi ég mig þar úr hverri spjör og þvoði mér rækilega og skolaði síðan skyrtu mína upp úr læknum. Breiddi ég hana síðan á stein til þerris, því sól skein í heiði, en lagðist sjálfur til svefns. Ég svaf góða stund, en skyrta mín var horfin, .» þegar ég vaknaði. Einhver hafði geng- ið þar um götu, meðan ég svaf og stol- ið henni og skyrtulaus varð ég að labba leiðar minnar. Tveimur dögum seinna kom ég til Merthyr Tydvil, þar sem mér tókst loksins að klófesta mér vinnu. Einn vinnufélaga minna þar vorkenndi fátækt minni og lánaði mér þau föt, sem ég gat sízt án verið, þangað til ég < ' fékk aflað þeirra af eigin rammleik. Sunnudagskvöld eitt ranglaði ég þétt- kendur til veitingahúss, þar sem nokkr- ir Walesbúar voru fyrir og varð mér á að tala til þeirra nokkrum lítt vin- gjarnlegum orðum. Margar hendur voru óðara á lofti og var ég tekinn og bor-

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.