Eining - 01.06.1948, Blaðsíða 1
6. árg.
Reykjavík, júní—júlí 1948.
6.-7. tbl.
Þáttur Góittemplara í leikstarfsemi Reykjavíkur
I Þjóðvinafélagsalmanakinu 1948 er
löng ritgerð eftir Lárus Sigurbjörnsson
og heitir hún, íslenzk leiklist eftir 1874.
Þar koma templarar allverulega við
sögu. Um þátttöku þeirra er þar sagt
meðal annars þetta:
„Eftir dauða Sigurðar Guðmundsson-
ar málara 1874 dofnar mjög yfir leik-
listarlífi í Reykjavík. Má heita, að skóla-
piltar setji langhelzt svip á þessa hlið
bæjarlífsins á árunum 1875 til 1888,
þegar farið er að leika í Góðtemplara-
húsinu, fyrsta leikhúsinu í Reykjavík
með „fastri scenu“ (1891) . . .
Bindindisfélag skólapilta var stofnað
veturinn 1884—85 og beitti sér tvo
næstu vetur fyrir sjónleikasýningum.
Þaðan kom Sigurður Magnússon cand.
theol., sem setti svip á leikarahópinn,
meðan hans naut við. Þá er þess að
minnast, að ýmsir þeir skólapiltar, sem
léku í Nýársnóttinni 27. desember 1871,
tóku meira og minna þátt í sjónleika-
sýningum þessi árin. Auk Indriða Ein-
arssonar, sem þarna lék, ber næst að
nefna Guðlaug Guðmundsson, en hann
tók mikinn þátt í sjónleikum Gleði-
leikafélagsins í Glasgow 1885—87 og á
Akureyri, eftir að hann var orðinn
bæjarfógeti þar . . .
Þeir sem stóðu fyrir sjónleikum bæj-
armanna fram til 1897 voru þessir
helztir: Helgi E. Helgason barnaskóla-
stjóri 1874—81, Indriði Einarsson 1881
—86, Guðlaugur Guðmundsson 1886—
89, Ólafur Rósenkranz í leikfélaginu
Thalía 1888—90, Indriði Einarsson í
leikfélögunum í Góðtemplarahúsinu og
Breiðfjörðshúsi veturinn 1890—95,
Einar Benediktsson í Breiðfjörðshúsi
veturinn 1895—96 og oftar . . .
Veturinn 1885—86 hefst nýr þáttur
í leiklistarlífi höfuðstaðarins. Þá bind-
ast Góðtemplarar félagi til að koma af
stað sjónleikum, þenna vetur og hinn
næsta, nokkrir menn úr stúkunni Ein-
ingin, og tóku þeir á leigu stóra sal-
inn í verzlunarhúsinu Glasgow og sýndu
þar leika sína. Fyrir þessu var mest
Guðlaugur Guðmundsson, og lék hann
sjálfur aðalhlutverkið í „Hinn ímynd-
unarveiki“ eftir Moliere, en Toinette
lék ungur piltur, Árni Eiríksson . . .
Þáttur Góðtemplara hefst fyrir al-
vöru, þegar Góðtemplarahúsið var reist.
Vorið 1889 voru 4 enskir „gáskaleikar“
(farcer) sýndir þar í 11 kvöld, og skrif-
aði Gestur Pálsson í ísafold meinleysis-
lega um leikana. Um skeið starfaði þar
reglulegt leikfélag, Leikfélagið Thalía,
eða Leikfélagið í Góðtemplarahúsinu,
eins og það var kallað út í frá. Þegar
fram í sótti, seig félagið meir og meir
á þá hliðina að sýna ómerkilegt létt-
meti, skrípaleika og söngleika. Voru
einkum eftirsóttir söngleikar eftir Erik
Bogh eða Eirík Bauk, eins og fólkið
nefndi þenna danska söngleikahöfund.
Tvö ár valdi félagið samt virðulegri við-
fangsefni, „Nýársnóttina“ 1891 og
„Víkingana á Hálogalandi“ eftir Ibsen-
1892. Var það fyrsta sýning hér á landi
á leikriti eftir norska skáldjöfurinn, og
var mjög vel vandað til hennar. Indriði
Einarsson var leiðbeinandi og hafði þýtt
leikinn ásamt Eggert Ó. Briem“.
Nokkru síðar í þessari ritgerð er svo
vikið aftur að þátttöku Góðtemplara í
leiklistarlífinu. Þar segir:
„Leikfélögin í bænum voru þá orðin
tvö og leikhúsin tvö. Hlaut nú að draga
til tíðinda, enda fór svo. Bæði leikfé-
lögin höfðu góðum kröftum á að skipa.
Hjá leikfélaginu í Góðtemplarahúsinu
hafði kornung stúlka, Stefanía Guð-
mundsdóttir, byrjað að leika 1893 í ein-
um af þessum smáleikum, sem félagið
var svo iðið við. Þar lék líka Helgi
Helgason verzlunarmaður í Hafnar-
firði. Stúlkan varð háa spilið á hendi
Góðtemplaranna, leikkonan tilvonandi,
sem lengst komst í list sinni hér á landi.
Annars hafði leikfélagið í Breiðfjörðs-
húsi vinninginn, því að það náði bæði
Kristjáni Ó. Þorgrímssyni og Árna
Eiríkssyni frá Góðtemplarafélaginu, en
hafði auk þess á að skipa mönnum eins
og Sigurði Magnússyni og Ólafi Hauk
Benediktssyni, og loks kom þar fram
önnur stúlka, sem skipað hefur með
sóma sinn sess í íslenzkri leiklist, Gunn-
þórunn Halldórsdóttir . . .
Fór því nú fram um sinn, að leik-
félögin voru tvö í bænum og kapp á
milli, en þá var fyrirhuguð bygging
Iðnaðarmannahússins og gert ráð fyrir,
að þar yrði leiksvið stærra og hentugra,
en áður hafði þekkzt í bænum. Var það
þá góðra manna ráð að sameina félögin,
og tókst það að mestu fyrir milligöngu
Þorvarðs Þorvarðssonar. Hið nýja fé-
lag hlaut nafnið Leikfélag Reykjavíkur.
Leikfélag Reykjavíkur var stofnað
11. janúar 1897. Þann dag voru félags-
lögin undirrituð á stofnfundi af 19 kon-
Frú Stefanía Guðmundsdóttir, sem Magda í „heimilið",
eftir Hermann Sudermann.