Eining - 01.06.1948, Blaðsíða 9

Eining - 01.06.1948, Blaðsíða 9
EINING 9 V » x Ég vil kveða kvæði um ástvin minn, ástarkvæði um vín- garð hans. Ástvinui’ minn átti víngarð á frjósamri hæð. Hann stakk upp garðinn og tíndi grjótið úr honum, hann gróðursetti gæðavínið í honum, reisti turn í honum miðj- um og hjó þar einnig út vínlagarþró, og hann vonaði að garðurinn mundi bera vínber, en hann bar muðlinga. Og dæmið nú, þér Jerúsalembúar og Júdamenn, milli mín og víngarðs míns. Hvað varð meira aðgert við víngarð minn en ég hafði gert við hann? Hví bar hann muðlinga, þegar ég vonaði, að hann mundi bera vínber? En nú vil ég kunn- gera yður, hvað ég ætla að gera við víngarð minn: rifa þyrnigerðið, svo að hann verði etinn upp, brjóta niður múrvegginn, svo að hann verði troðinn niður. Og ég vil gera hann að auðn, hann skal ekki verða sniðlaður og ekki stunginn upp, og þar skulu vaxa þyrnar og þistlar, og skýjunum vil ég um bjóða, að þau láti enga regnskúr yfir hann drjúpa. Því að víngarður drottins hersveitanna er ísraels hús, og Júdamenn ástkær platan hans. Og hann vonaðist eftir rétti, en sjá: manndráp, eftir réttvísi, en sjá: neyðarkvein. Jesaja, 5, 1—.. . bera uppeldi og framtíS þjobarinnar ^ fyrir brjósti. Hún er ekki hlutlaus að því, live ört tala afbrotabarna í Reykja- vík hækkar. I böfuðstaðnum ná blöðin sterkustum tökum á fólkinu. bér eru þau daglega lesin og móta að nokkru hugsunarhátt foreldranna. I ræðu og riti kyr.nast því foreldrar óbeilindum og rangsleitni í liugsun. sjá skort á alvöru og óblutdrægni. og þeim lærist smám saman, að þessi meðul séu ómiss- andi í lífsbaráttunni. Þannig gagnsýr- ast heimilin af þeim anda, sem þau draga að sér, og kemur það fyrsl og fremst fram í uppeldisáhrifum þeirra. Auk þess byrja unglingar -— og jafnvel börn! — snemma að lesa blöðin, og dregst atbygli þeirra þá eðlilega að þeim greinum, sem ..fletta ofan af“ — „svikum“, „lygum“, ..Iubbaskap“ ein- In erra manna, sem þau þekkja, eða V bafa heyrt nefnda. MeS fullum skiln- ingi á starfi og baráttu ýmsra dugandi stjórnmála- og bldóamanna er ekki hœgt að líta á þessa spillingu öóruvísi en sem hjó'Sarböl. Hún veikir si'öfer'Sis- styrk þjóöarinnar og þar meö fjölskyld- unnar sjálfrar. Hún er runnin af rótum þess rangmats andramna hœfileika, sem . , vér minntumst á. Hér er brandarinn á leið að verða rökunum yfirsterkari, slagorðin dylja staðreyndirnar, og hags- munir einstaklinga og flokka ganga fvrir almennri nauðsyn. I slíku and- rúmslofti örmagnast heimilið gagnvart uppeldisstarfi sínu, enda er þýðingu þess aðeins játað í orði kveðnu. Krafan um bætta uppeldismenntun kennara og foreldra er því í dýpsta skilningi jafnframt krafa um bættan hugsunarhátt þjóðarinnar og aukna prúðmennsku í afskiptum opinberra mála. Þjóðlíkami vor er sa o smávaxinn og veikbvggður. að bann þarf að eiga heilsu og hreysti í hverri frumlu, ef bann á að geta viðhaldizt og þróazt. Vér eigum þess völ. að lifa sem barðger, sjálfstæð smáþjóð, í ást á menningu sinni og siðgæðisanda, eða veikjast æ meir í innbyrðis upplausn og hnignun og týnast sem brot í voldugu ríki. Skyldan við þjóðina sýnir oss starfs- svið vort. Einn þáttur í þessu starfi er uppeldið. — en aðeins einn þáttur. Árangur þess er báður framkvæmd heildarstarfsins. Umbótaviðleitnin á uppeldissviðinu befur þýðingu og markmið í víðari merkingu aðeins í sambandi við gagngerða umbótavið- leitni á öllum sviðum þjóðlífsins. Hættulegasti drykk- urinn Á borðinu hjá mér liggur ofurlítið danskt rit. Á forsíðu er mynd af dauða- drukknum manni og ölflösku. Á flösk- unni stendur, að árið 1933 hafi Danir drukkið 348 milljónir Bajara (flöskur Bajerskt öl). En á einum stað í ritinu eru feitletraðar þessar setningar eftir hinn fræga eðlisfræðing von Bunge: „Ölið er hættulegra en nokkur annar Vansköpuð menning Ef barn fæðist með annan fótinn miklu styttri en hinn, þá er það talið vanskapað. Barnið verður halt. Ef annar fótur menningarinnar þroskast ört á kostnað hins, sem verð- ur rýr og visinn, þá er það vansköpuð menning. Það verður hölt heimsmenn- ing og ef til vill ósjálfbjarga. Árið 1943 valdi Harvard háskólinn nokkra mikilhæfa menn, í ýmsum fræði- og vísindagreinum, til þess að skyggn- ast sem bezt inn í menningarástand heimsins, og þá fyrst og fremst Amer- íku. Nefndin hafði oft vikulega fundi um tveggja ára tímabil, og stundum stóð fundur hennar dögum saman. Það sem þeim fannst mest bera á, voru hinar tæknilegu og vísindalegu framfarir, en samfara þeim töldu þeir það alvarlegast, hversu hrakað hefði hollustu manna við þær hefðbundnu lifnaðarvenjur, sem fram að þessu hefðu verið leiðarljós og aflvaki manna meðal frjálsra og frelsiselskandi þjóða, og þá sérstaklega í því, er snertir fjölskyldu- lífið og trúarlíf. ,,Þau leiðarljós, sem hingað til hafa vísað mönnum til vegar, daprast nú hvarvetna, og allur þorri manna virð- ist láta sig það engu skipta“, segir í skýrslu þessara ágætu manna. Og enn fremur: „Lýðfrelsið hefur grundvall- ast á mannréttindum og sannindum, sem standa djúpum rótum í hinum kristilega menningararfi. Það er því mál komið, að menn átti sig á þessu og hagi þannig öllu uppeldis- og menning- arstarfi sínu, að gætt sé sem bezt þeirra verðmæta, sem lýðfrelsi og mannrétt- indi grundvallast á . . . Það jafnvægi verður að fást í menntun kynslóðarinn- ar, er svari til kröfu tímans, og sál mannsins má ekki afrækja af umhyggju fyrir líkamanum". Þetta eru stillileg orð, töluð eftir ítar- lega athugun margra hámenntaðra og greindra manna. Mundu ekki flestir frjálsir menn telja, að þeir hafi rétt að mæla? Þetta segja þeir Joseph Cook: ,,Þa‘ð er eins um áfeng- isverzlunina og þrælasöluna. Hún er hið illa, sem ekki er unnt að bæta, og þarf þess vegna að upprætast“. Sir George White, þingmaður: „Á- fengisnautnin er svartasti bletturinn á siðmenningunni“. David Lloyd George, forsætisráðherra Breta: „Drykkjuskapurinn er þjóðinni hættulegri, en allir lcafbátar Þjóðverja“. John Wesley: „Áfengið er foringi eiturlyfjanna, sem rekur menn líkt og sauðahjörð út í glötun". Bismark: „Áfengið gerir menn aula- lega og auðvirðilega“. áfengur drgkkur, þótt ekki vœri nema af því, að enginn annar drykkur er eins afvegaleiðandi“.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.