Eining - 01.06.1948, Blaðsíða 4
4
E I N I N G
f
Séra Þórður Ólafsson
pséfasfus-
Einn af mætustu klerkum landsins,
séra Þórður Ólafsson, fyrrv. prófastur
að Söndum í Dýrafirði, er nýlega héðan
genginn. Hann var einn af stonefndum
Stórstúku íslands og jafnan hinn ör-
uggasti stuðningsmaður Reglu Góð-
templara og bindindismálsins.
Séra Þórður fæddist 24. apríl 1863
að Hlíðarhúsum í Reykjavík. Foreldrar
hans voru Ólafur Guðlaugsson og kona
hans Sesselja Halldóra Guðmundsdóttir.
Hann tók stúdentspróf 6. júlí 1885, en
embættispróf í guðfræði við prestaskól-
ann í Reykjavík 24. ágúst 1887 og vígð-
ist sama haust til Dýrafjarðarþinga.
1904 fékk hann veitingu fyrir Söndum
í Dýrafirði og þjónaði þar sem prestur
og prófastur Vestur-ísaf jarðarprófasts-
dæmis, unz hann lét af því starfi og
fékk lausn frá embætti, en það var 23.
janúar 1929. Fluttist hann þá til Rvk
og gerðist þar starfsmaður hjá stjórn-
arráðinu um árabil.
Kona séra Þórðar var María ísaks-
dóttir. Þeim varð 7 barna auðið. Tvö dóu
í bernsku, en á lífi eru: Vilborg og
Sesselja, báðar giftar og búsettar í
Reykjavík, Katrín, gift og búsett í Flat-
ey á Breiöafirði, Sigurður tónskáld og
skrifstofustjóri, og Óskar læknir.
Séra Þórður Ólafsson andaðist 28.
apríl s. 1., fjórum dögum eftir að hann
varð 85 ára. Eins og ráða má af líkum
um svo mætan mann, hafði hann gegnt
ýmsum trúnaðarstörfum um dagana og
verið góður liðsmaður menningarmála
á ýmsum sviðum. Sem prestur í Dýra-
firði vann hann lengi af mestu kost-
gæfni og alúð að kristilegu félagsstarfi
meðal æskumanna, og heilhuga liðsmað-
ur í sveit bindindismanna var hann alla
tíð. Hann flutti einmitt ræðuna við
guðsþjónustu, þegar Stórstúka Islands
var stofnuð í Alþingishúsinu í Reykja-
vík, 24. júní 1886, og var eins og áður
er sagt, einn af stofnendum hennar.
Er nú aðeins einn af stofnendunum á
lífi, Magnús Bjarnason fyrrv. próf. að
Prestbakka á Síðu, V-Skaftafellssýslu.
Séra Þórður var allt í senn, hið mesta
ljúfmenni, drenglundaður og heill í
hverju máli, fyrirmannlegur að vallar-
sýn, mannvinur og traustur liðsmaður
framfara- og menningarmála.
Guðshyggja og vel-
gengi
Enski siðbótarmaðurinn John Wesley
hélt því fram, að engin trúarhreyfing
mundi halda áfram í fullu fjöri lengur
en 30 ár, því að hlýðni við vilja Guðs,
svo sem krafizt er af kristnum manni,
mundi á þeim tíma leiða slíka velgengni
yfir menn, er leiða mundi til þess að
þeir gleymdu Guði sínum.
(Heimild: Christian Science Monitor,
15. okt. 1937).
Dómarabókin í biblíunni er ekki nema
30 blaðsíður, en margsinnis koma fyrir
í bókinni þessar setningar:
„En Israelsmenn gerðu enn af nýju
það, sem illt var í augum drottins", og
í hvert skipti fylgir sú saga, að þá hafi
Israelsmenn verið ofurseldir óvinaþjóð
og kúgaðir. En alltaf kemur fyrir aftur
og aftur þessi setning: „Þá hrópuðu
Israelsmenn til drottins“.
Þótt hér væri ekki um sanna þjóðar-
sögu að ræða, heldur aðeins skáldsögu,
þá væri sannleikur hennar jafn mikil-
vægur, nefnilega þessi: að alltaf, þegar
þjóðir snúa sér frá því, að ástunda það,
sem er gott og fagurt, satt og rétt, þeg-
ar þær gleyma Guði sínum og aðhafast
það, sem illt er fyrir augum hans, þá
rata þær í raunir, styrjaldir og alls kon-
ar ófarnað. En réttlátri breytni og
dyggðugu líferni þjóða, fylgir velmegun
og farsæld.
Viðburðir síðustu áratuga sanna
þetta, ef til vill bezt. Þjóðirnar gerðust
fráhverfar allri guðshyggju, ýmist af-
neituðu voldugar þjóðir guði algerlega,
eða hinar afneituðu honum í verki, með
því að gefa sig á vald léttúð, svalli og
munaði, rangsleitni í viðskiptum,
ódyggðum í fjölskyldulífi, embættis-
störfum og vinnubrögðum, sviksemi í
öllum myndum. Og hvernig hefur svo
farið? Allir ætluðu að rífa allt til sín,
en allir hafa svo misst allt. Hinar ægi-
legustu þjáningar hafa farið í kjölfar
fávizku þjóðanna og ókristilegs lífernis
þeirra. Þar sat efnishyggja og nautna-
hyggja að völdum í stað guðshyggju.
Þjóðirnar afræktu Guð, og guðvana
hafa þær lent í svaði eymdarinnar.
Trú og frjálslyndi.
Ef ég ætti um tvennt að velja, vildi ég
heldur eiga efnilegan svein í þröngum stakki,
en víðan stakk og ekkert í honum.
Ef um aðeins tvennt er að velja, vil ég
heldur búa við þróttmikið og siðbætandi trú-
arlíf í fremur þröngu kenningakerfi, en inn-
antómt og kallt frjálslyndi.
f
Séra Guðmundur Ein-
arSSOn, prófasfatr
Séra Guðmundur Einarsson prófast-
ur var fæddur 8. sept. 1877 í Flekkudal
í Kjós. Foreldrar hans voru Einar Jóns-
son bóndi í Flekkudal og kona hans Úlf-
hildur Guðmundsdóttir. Séra Guðmund-
ur varð stúdent 1901, kandidat frá
Kaupmannahafnarháskóla 1907. Hann
var sóknarprestur í Ólafsvík, á Þing-
völlum og á Mosfelli í Grímsnesi og
prófastur bæði á Snæfellsnesi og Árnes- J
sýslu.
Séra Guðmundur bar það með sér að
hann var kominn af þróttmiklu, mynd-
arlegu og góðu fólki. Hann var stór
maður og myndarlegur með fyrirmann-
legt yfirbragð. Hann hafði góðar gáfur,
ágæta menntun, meiri en títt er um
presta, ágætt vit á bústörfum og at-
vinnuháttum þjóðarinnar til lands og
sjávar. Kom það skýrt fram í búrekstri
hans sjálfs, hvar sem hann var.
Hann var agætur og skyldurækinn
prestur, einlægur og sívakandi þjónn
heilagrar kirkju, og rækti öll embættis-
verk með þeirri reglu og röggsemi, sem
af bar.
Hann var ágætur og virðulegur full-
trúi í bindindismálum þjóðarinnar og
prýði sinnar stéttar þar, eins og á öðr-
um sviðum. En bezta og fegursta ein-
kenni hans var það, hve góður maður
hann var, hjartahreinn með óvenjulega f*
miklum hæfileikum til þess að sameina
stéttarbræður sína í sérhverju góðu og
göfugu starfi, og á þeim dýrmæta vett-
vangi hefur íslenzkt trúarlíf og þjóð-
kirkjan orðið við fráfall hans, fyrir því
skarði, sem seint mun fyllast jafnvel
aftur.
Blessuð sé minning hans.
Jón Thorarensen. t *
Á dögum þrælahaldsins máttu svert-
ingjarnir sums staðar ekki fara með
bænir upphátt. Þeir tjáðu þá tilfinn-
ingar sínar í angurblíðum lögum. Kúg-
arar þeirra þóttust vera kristnir.