Íþróttablaðið - 01.01.1925, Qupperneq 7
y 7^'
Jþróttablaðið
K
Gefið út af Iþróttasambandi Islands.
I. árgangur.
]anúar 1925.
1. tölublað.
Á [/ARP.
Það hefir verið á döfinni nú um hríð, að íþróttasamband íslands héldi úti blaði um íþróttamál.
Var þessu máli hreyft á aðalfundi Sambandsins 1922, og samkvæmt ákvörðun þess fundar Ieit-
aði sambandsstjórnin álits félagsmanna í þessu efni. Undirtektir manna urðu á einn veg, að hin mesta
nauðsyn væri á slíku blaði. Á aðalfundi 1923 var því samþykt að fela stjórninni framkvæmdir
þessa máls.
Stjórnin reyndi í upphafi að fá samvinnu við þau blöð, sem hafa íþrótta- og uppeldismál á stefnu-
skrá sinni, Þrótt, Skinfaxa og Skólablaðið. Þau málalok hafa orðið, að Sambandið hefir keypt Þrótt
af íþróttafélagi Reykjavíkur. Verður íþróttablaðið sent öllum kaupendum Þróttar, og er þess fastlega
vænst, að þeir séu eigi síður fúsir að styðja þetta blað og telji sig kaupendur þess framvegis. En um
öll gömul viðskifti Þróttar er íþróttafélag Reykjavíkur aðili.
Stefnu blaðsins má marka af nafni þess. Það á að fjalla um allar íþróttir, sem Sambandið hefir
á stefnuskrá sinni, og öll áhugamál íþróttamanna. Verður reynt að gera það svo úr garði, að efni
þess verði sem fjölbreyttast, bæði fræðandi greinir um íþróttaiðkanir, íþróttafréttir og myndir.
Um leið og íþróttablaðið hefur göngu sína, heitir Sambandsstjórnin á alla góða drengi, sem
láta sig heilsu og atgervi íslenzkra æskumanna einhverju skifta, að veita því eindreginn stuðning. Allir
íþróttamenn og íþróttaunnendur verða, sjálfra sín og sinna vegna, að gerast kaupendur þess, senda
því fréttir og fræðandi greinir hver úr sínu bygðarlagi. Það væri ómetanlegt tjón því málefni, sem
blaðið á að vinna fyrir, ef þessi tilraun yrði að engu fyrir deyfð og áhugaleysi íþróttamanna sjálfra.
En geri allir skyldu sína, er það vafalaust, að halda megi úti góðu mánaðarriti um íþróttamál, og
þá mun ekki líða á löngu, áður en auðið verður að stækka blaðið að mun.
í því trausti að þetta megi rætast og að árið 1925 megi verða íþróttunum farsælt og heilla-
ríkt ár, bjóðum vér öllum íþróttamönnum
GLEÐILEGT NÝÁR.
Stjórn íþróttasambands íslands, I. janúar 1925.
A. V. Tulinius, Ben. G. Waage. Guðmundur Kr. Guðmundsson.
forseti.
Halldór Elansen. Pétur Sigurðsson.