Íþróttablaðið - 01.01.1925, Qupperneq 10
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ
4
Siglufjörður (frá Hvanneyrarskál
skipabryggjum og síldartorgum. Þaðan sést og til
Grímseyjar. Var mikið tekið af myndum í þessari
fjallgönguför. Hér í Hvanneyrarskálinni, hefir
Skíðafélag Siglufjarðar aðalbækistöð sína á vetrum.
Eru skíðamót félagsins haldin þar árlega — þegar
gefur. Félagið hefir gefið vandaðann silfurbikar,
er ber nafnið Skíðabikar Islands, og keppa skal
um árlega, frá tímabilinu 15. febrúar til 15. apríl.
Hefir stjórn I. S. I. samþykt reglur fyrir hann;
og er öllum félögum innan I. S. I. heimil þátttaka.
Keppendur mega ekki vera yngri en 18 ára. Eins
og menn vita eru þarna orðlagðir skíðamenn, sér-
staklega Fljótamenn. Sagt var mér að flestir stæðu
á skíðum ofan úr Hvanneyrarskál (sem er 300 stik-
ur yfir sjó), og nokkrir ofan af Strákahyrnu; er
það afarvel gert, og þarf mikla æfingu. Nú í vetur
hefir Skíðafélagið í hyggju að halda þarna skíða-
mót, fyrir alt land. Og væri þá mjög æskilegt að
Skíðafélag Reykjavíkur gæti sent menn á það
mót; því efalaust yrði mikið gagn af því. Skíða-
íþróttin er ein af hinum nytsömu íþróttum, sem
flestir ættu að nema og iðka. Og þó Sunnlendingar
eigi erfitt með að iðka þessa ágætu íþrótt, vegna
óstöðugrar veðráttu, þá verðum við að leggja rækt
við þessa þjóðlegu og gagnlegu íþrótt Vona ég
að Skíðafélag Rvíkur taki þetta til athugunar, og
komi því í framkvæmd að skíðamenn verði sendir
héðan, á þetta næsta allsherjar skíðamót.
IV.
Þann 14. júlí (um kvöldið) fórum við frá Siglufirði
með e.s. »Síríus« til Akureyrar. Komum þangað
kl. 3 um nóttina, eftir ágætissjóferð og mjög gott
útsýni. Línur og litir voru svo dásamlegir um
nóttina, að mönnum var ekki svefnsamt á sigling-
unni inn hinn fallega og langa Eyjafjörð, sem mér
þótti vera fallegastur fremst, að Hrísey. Myndin
sem hér er birt af Ólafsfjarðarmúla, var tekin um
nóttina. Mjög var gaman að sjá síldartorfurnar á
leiðinni, og skemti bæði rauði kardínálinn og aðrir
farþegar sér við þá sjón. Eins og áður er sagt var
síldveiðin nýbyrjuð og lágu veiðiskipin á víð og dreif,
bæði fyrir utan Siglufjörð og Eyjafjörð. Þó við •
kæmum ekki fyr en kl. 3 um nóttina til Akur-
eyrar, var þar fjöldi fólks á Hafnarbakkanum, og
hópur íþróttamanna að taka á móti okkur.
A Akureyri sýndum við svo daginn eftir, í sam-
komuhúsi bæjarins. Var þar gott að sýna, því
húsið er stórt og rúmgott. Sýndum við þar í miðj-
um salnum, en ekki á leiksviðinu; en áhorfendur
voru þar alt í kring, bæði niðri og uppi á vegg-
svölunum. Ahorfendur tóku okkur afarvel, og virt-
ust kunna að meta það sem vel var gert. I þessu
sambandi skal ég geta þess um fimleikasveitina, að
allir fimleikamennirnir fóru t. d. heljarstökk í straum.
Þegar fimleikasýningunni var lokið, komu ýmsir
bæjarbúar og þökkuðu okkur fyrir sýninguna.
Létu sumir þeirra svo ummælt, að þessi sýning
hefði ekki staðið að baki fimleikasýningu Norðmanna
(Christiania Turnforening) á Akureyri árið 1921.
Sýningarskrá okkar var sú sama og á Siglufirði;
eftir staðæfingarnar, var þreytt: hástökk yfir snúru,
svo ýms stökk yfir hestinn (stóra), þá ýmsar dýnu-
æfingar og síðastýmiskonarsveiflurásvifslá. (Frh.)
Ólafsfjarðarmúli.