Íþróttablaðið - 01.01.1925, Qupperneq 14
8
IÞROTTABLAÐIÐ
YFIRLÝSING.
íþróttafélag Reykjavíkur hefir selt íþróttasam-
bandi íslands blaðið „Þrótt“, sem það hefir haldið
úti í nokkur ár. Um leið og í. R. þakkar kaup-
endum „Þróttar11 stuðning þann, sem þeir hafa
sýnt btaðinu, vœntir félagið þess, að þeir sýni
„íþróttablaðinu“ sama vinarhug með því að kaupa
það og Iesa. íþróttafélag Reykjavíkur.
haustið eftir ferðina. Hefir hvergi áður verið skýrt
frá þessari merkilegu ferð á prenti.
Álfadans. Stjórn íþróttavallarins í Reykjavík
gekkst fyrir álfadansi á íþróttavellinum sunnudags-
kvöldið 4. þ. m. Höfðu íþróttamenn mikinn við-
búnað enda fór dansinn prýðilega fram. Áhorfend-
ur voru geysimargir og skemtu sér ágætlega.
íþróttafréttir.
Aðalfundur íþróttavallarins í Reykjavík
verður haldinn miðvikudaginn 11. febr. næstk. kl.
8V2 síðdegis á lesstofu íþróttamanna í Nýja Bio.
Fulltrúar mæti með kjörbréf.
Skjaldarglíma Ármanns. Svo sem siour
hefir verið á undanförnum árum, gengst Glímufé-
lagið Ármann fyrir kappglímu um Ármannsskjöld-
inn 1. febr. næstk. Þess er að vænta að beztu
glímumennirnir í bænum sitji nú ekki heima, held-
ur gefi sig fram til þátttöku í glímunni. Sú var
tíðin, að Skjaldarglímann var einn merkasti íþrótta-
viðburður hvers árs, þegar þeir áttust við kapp-
arnir Sigurjón, Hallgrímur og Guðmundur Stefáns-
son og enn fleiri. Og jafnan síðan hafa beztu
glímumenn í Reykjavík kept um skjöldinn. Ekki
mun vera að efa, að bæjarbúar fjölmenni á glím-
una, enda er þar vel varið einni kvöldstund.
Lesstofa íþróttamanna. Á síðasta aðalfundi
íþróttavallarins í Reykjavík var samþykt að koma
upp lesstofu fyrir íþróttamenn. í haust var lesstof-
an opnuð í Nýja Bio uppi. Hún er opin á hverju
kvöldi kl. 8—10 og á sunnudögum kl. 4—6 og
liggja þar frammi ýmis íþróttablöð og bækur. Les-
stofan er kostuð af eigendum íþróttavallarins, sem
eru 7 íþróttafélög í Reykjavík og í. S. í. Hvert
félag um sig hefir vörð í lesstofunni einn dag í viku.
Fyrsta för í. R. Grein sú eftir Ben. G.
Waage, um norðurför í. R., sem hefst nú í blað-
inu, er ágrip af fyrirlestri, sem fluttur var í I. R.
Eggert Kristjánsson & Co.
Heildsölu- og Umboðsverslun.
Símnefni Eggerts. Rvík. Talsími 1317.
Höfum venjulega fyrirliggjandi:
Ávexti, þurkaða og nýja.
Osta, allskonar.
Dósamjólk.
Chokolade, fl. teg.
Bökunarefni og Krydd.
Krystalssápur, Stangasápur.
Handsápur, í miklu úrvali.
Umbúðapappír, stórt úrval,
og fl. og fl.
LJtvegum kaupmönnum og kaupfélögum
allskonar vörur beint frá útlöndum með
lægsta verði.
Fljót afgreiðsla. Fljót afgreiðsla.
^WWWWV
W
&
ÍÞRÓTTADLAÐIÐ
kemur út einu sinni í mánuði fyrst um
sinn. Árgangurinn kostar 5 krónur. Ðlaðið
vill fá útsölumenn í hverri sveit á landinu.
Sölulaun 20°/o. Umafgreiðslublaðsinsoginn-
heimtu sér hr. Steindór Björnsson, frá Gröf;
Grettisgötu 10. — Gjalddagi blaðsins er
1. júlí ár hvert. — Utanáskrift blaðsins er:
íþróttablaðið, Pósthólf 546, Reykjavík.
jffi
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Pétur Sigurðsson.
Prentsmiðjan Gutenberg.