Eining - 01.02.1949, Qupperneq 1
7. árg.
Reykjavík, febrúar 1949.
2. tbl.
Bjarta hliðin
Þeim mönnum, sem vilja að vel fari
á með mannskapnum, vex að vonum
mjög í augum margt, sem miður fer í
lífi þjóðanna. Eitt af því, sem oft er
nefnt í því sambandi, er hrun heimila
og hjónaskilnaðir. Þá er og oft vitnað
í Ameríku, því breitt er bakið á þeirri
^ ágætu þjóð og er því oft óspart notað
■ í ræðu og riti að þylja ýmislegt henni
til lasts.
Reader’s Digest birti í desemberheft-
inu 1948 grein, sem heitir: Sannleikur-
inn um hjúskaparlíf Ameríkumanna.
Samkvæmt henni er giftingatalan hærri
þar en i nokkru öðru landi. Árið 1947
voru hjónavígslur tvær milljónir — 14
hjónavígslur á hvert þúsund íbúa. Næst
kemst Nýja Sjáland og Tékkóslóvakía
með tæpar 11 vígslur á hvert þúsund.
» Hæst var giftingatalan í Bandaríkjun-
um árið 1946, er hún var 2,250,000, eða
60% hærri en 1939.
„Ekki aðeins giftir sig fleira af ungu
fólki, heldur giftir það sig einnig yngra
í Bandaríkjunum en nokkurs staðar
annars á vesturhveli jarðar“, segir í
greininni. „Helftin ungra karlmanna í
landinu eru kvongaðir innan 24 ára
aldurs og helmingur ungra kvenna eru
giftar innan 22 ára, og meira en þrír
fjórðu beggja kynjanna innan 30 ára
aldurs. Til samanburðar má benda á,
að á írlandi er aðeins þrír fjórðu karl-
manna giftir á því aldursskeiði og um
helftin kvennanna.
Engin efar, að börnin eru tengiafl
fjölskyldulífsins. Því fyrr sem þau
koma, því betra. Helmingur kvenþjóð-
arinnar í landinu fæðir fyrsta barn sitt
' innan 23 ára og helmingur allra barna
í þjóðfélaginu fæðast af mæðrum, yngri
en 28 ára. Er þetta hvort tveggja að
þakka giftingum á ungaaldri.
Miklir kostir fylgja því, að foreldr-
ar barnsins séu ung. Þá eru meiri lík-
ur en ella til þess, að barnið alist upp
við hamingju og heilbrigt jafnvægi og
minni hætta á að það verði munaðar-
laust við fráfall foreldra. Það eykur
bæði ánægju og þroska hinna ungu for-
eldra að umgangast börn sín, og allar
líkur eru til þess, að slíkum foreldrum
veitist sú ánægja að sjá barnabörn sín
vaxa upp. Allt auðgar þetta og styrkir
fjölskyldulífið".
Þá bendir greinarhöfundur á, hversu
aukin heilsuvernd og læknishjálp hafi
dregið úr dauðsföllum, lengt mannsæv-
ina, gersigrað, að heita má, ýmsar sjúk-
dómsplágur og stuðlað þannig að vel-
ferð heimilanna. Ung hjón, sem taki
saman, geti því gert ráð fyrir um 40
ára samvistum, og með betra heilsu-
fari og heilsuvernd, og bættum ýmsum
lífsskilyrðum, sé frá upphafi lagður
betri grundvöllur að velferð barnsins.
Mat þjóðarinnar á gildi fjölskyldu-
lífsins komi einna bezt í ljós í hinni
sérstöku barnavernd á mörgum svið-
um, 95 prósent barna, sem fæðist nú
á dögum, eigi að geta náð þeim aldri,
er þau geta séð fyrir sér sjálf, barna-
dauðinn sé meira en fjórum sinnum
minni, en hann hafi verið í byrjun ald-
arinnar, sigrast hafi verið að mestu á
mörgum skæðum barnasjúkdómum, og
bætt uppeldi og viðurværi hafi gert
börnin og unglingana hraustari og hæf-
ari til að verjast sjúkdómum.
Þá sé skilningur bæði foreldra og
kennara á ýmsum sálfræðilegum vanda-
málum barnsins stöðugt að aukast og
komi sú nútímaþekking að góðu liði. —
„Yfirleitt öfundar allur heimurinn okk-
ur af góðum og farsælum kjörurn barna
okkar“, segir þar.
„Umönnun amerískra foreldra fyrir
börnum sínum, sézt glöggt á því, hversu
kostað er til uppeldis þeirra. Að meðal-
tali ver fjölskyldan þremur árstekjum
til þess að ala upp barn til 18 ára ald-
urs. En auk þess beina kostnaðar, koma
skattar í sambandi við skólamál,
skemmtistaði og margvísleg hlunnindi.
Næstum öll börn á aldrinum 7—13 ára
njóta barnaskólakennslu, fjórir fimmtu
hlutar á aldrinum 14—17 eru í skóla,
og einn fjórði unglinganna á aldrinum
18—19 ára stunda nám við mennta-
skóla.
Þá sýna líftryggingarnar fúsleik
manna til þess að fórna miklu í þágu
öryggis og velferðar heimilanna. Næst-
um fjórir fimmtu hlutar heimilanna í
Bandaríkjunum hafa einhverjar slikar
tryggingar. Meira en 75 milljónir
manna eiga hlut í einkafyrirtækjum,
er nemur til samans um 200 milljörð-
um dollara. Hér við bætast svo um 50
milljarðar dollara ýmissa trygginga
bæði félaga, samtaka og hins opinbera,
í þágu heimkominna hermanna og ann-
arra manna. Með þessu og öðrum al-
mennum tryggingum, erum við hið bezt
tryggða fólk í heimi og förum þar langt
fram úr Englendingum“.
Einnig er hér á það bent, að færri
börn séu að meðaltali í hverri fjöl-
skyldu, en áður hafði verið. Þetta gefi
hverjum ungling betri skilyrði til
menntunar, betra heilsufars, betri að-
hlynningar að öllu leyti og lífskjara,
sambúð foreldra og barna verði betri,
og sökum ýmissa nútímaþæginda fái
móðirin meiri tíma en ella, til þess að
hlúa að hamingju og velferð heimilis-
ins. Tveir þriðju allra fjölskyldna i
landinu eigi bifreið og slíkt geri fjöl-
skyldunni fært að lyfta sér upp um
helgar,foreldrum og börnum saman.
Þrátt fyrir allt þetta eru meinsemd-
irnar augljósar. Mörg heimili sundrast.
Árið 1946 voru hjónaskilnaðirnir 613,
000, en 1947 voru þeir 450,000. Hjóna-
skilnaðirnir eru ekki alltaf til ills eins,
en koma oft sem leiðrétting á flausturs-
lega og illa stofnuðu hjúskaparlífi, og
mest er það slíkt ungt fólk, sem skilur,
hefur verið gift aðeins stutt og á eng-
in börn. Flest giftir þetta fólk sig aftur
og fer þá oft vel.
Greinarhöfundur telur það meira bölr
hversu margir foreldrar hlaupa frá
heimilum sínum. Þannig höfðu 750,000
eiginmenn hlaupið frá heimilum sínum
1947, en 300,000 húsmæður. Þetta eru
hér um bil helmingi fleiri heimili, en