Eining - 01.02.1949, Blaðsíða 9
E I N I N G
9
vA
Styrkizt nú héðan frá í samfélaginu við drottin og í
krafti máttar hans; klæðist alvæpni Guðs, til þess að þér
getið staðizt vélabrögð djöfulsins. Því að baráttan, sem
við eigum í, er ekki við blóð og hold, heldur við tignirnar
og völdin, við heimsdrotna þessa myrkurs, við andaverur
vonzkunnar í himingeimnum. Fyrir því skuluð þér taka
alvæpni Guðs, til þess að þér getið veitt mótstöðu á hin-
um vonda degi, og getið að öllu yfirunnu staðizt. Stand-
ið því gyrtir sannleika um lenclar yðar og klæddir brynju
réttlætisins og skóaðir á fótunum meö fúsleik til a8 flytja
fagnaóarboóskay friðarins, — og takið ofan á allt þetta
skjöld trúarinnar, sem þér getið slökkt með öll hin eld-
legu skeyti hins vonda, takið hjálm hjálpræóisins og sverð
andans, sem er Guðs orð. Með alls konar bæn og beiðni
skuluð þér biðja á hverri tíð í anda, og verið árvakrir
til þess með hinni mestu kostgæfni“.
Efesubréfið 6, 10—18.
, Avarp ritstjóra
Einingar
Kæru samherjar, systur og bræður.
Þótt vængjuð farartæki hafi nú gert
flestar fjarlægðir að litlu sem engu, þá er
þó enn svo, að fótur margra er fastur, þá
fljúga vill önd.
Svo er um mig að þessu sinni. Ég er
staðbundinn á skrifstofu minni í Reykja-
vík, en nú leitar hugurinn vestur yfir
t Atlandsála, inn á hina miklu Vesturmörk,
þar sem er „háskóli lífs fyrir manntápsins
vor“, leitar á slóðir sælla og ljúfra endur-
minninga. Nú vildi ég vera horfinn á
hátíðarfund stúknanna Heklu og Skuldar,
cr þær minnast sextíu ára starfstímabils.
Á fundum þessara stúkna átti ég marga
hlýja og ánægjulega kvöldstund, og þar
kynntist ég góðu fólki, sem hefur orðið mér
minnisstætt og kært. Og f jarlægðin gerir nú
^ sitt til að varpa á þetta forna félagslíf ljóma
minninganna. Verið viss, kæru bræður og
systur, að ég hef oft látið hugann reika
til ykkar á þessar slóðir, varðveiti mjög
ljúfar endurminningar um félagslíf okkar
og samstarf og alla dvöl mína yfirleitt í
landinu sólar, blóma og bjartviðris. Ég
vildi hjartansfeginn vera horfinn til ykkar
sem snöggvast og geta rétt fram bróður-
, ^ hönd með hamingjuóskum og þakklæti fyrir
liðinn tíma. Ég óska ykkur innilega til
hamingju í tilefni 60 ára afmælisins og flyt
ykkur beztu kveðjur konu minnar og heilla-
óskir. Beztu þakkir fyrir allt gamalt og
gott. Leggi drottinn blessun sína yfir unnin
störf og baráttuna framvegis og geri hana
sigursæla.
Tveir eru óvinir mannkynsins, sem mest-
um þjáningum valda. Það eru styrjaldirnar
og áfengið. Gegn þessum óvinum mann-
legrar velferðar, verða allir mannvinir og
friðelskandi menn að sækja, klæddir her-
týgjum ljóssins og brennandi í anda og trú
á þann Guð, sem sigurinn veitir. Óvinur-
inn er máttugur, hann verður ekki sigrað-
ur með sljóvum vopnum, né af hálfvolgum
mönnum. Þar þarf til heilhuga menn, heita,
sterka og vel vopnum búna, vopnum and-
ans og mannkærleikans. Og aðeins hinn
æðsti máttur getur veitt mönnunum nægi-
legt fulltingi í slíkri sókn og baráttu.
Um allan heim er ágirndin enn rót alls
hins illa. Hún stendur á bak við áfengis-
bölið og styrjaldarbrjálæðið. Betra hlut-
skipti getum við ekki kosið okkur en að
vinna gegn þessu og að eflingu bræðralags,
friðar og guðsríkis á meðal mannanna. Ég
fagna því, fyrir mitt leyti, að hafa átt þess
kost síðast liðin 18 ár, að vinna hér á landi
að bindindi og öðrum menningarmálum,
ferðást um landið, kynnast góðu fólki og
sjá ýmislegt gerast til heilla fyrir land og
lýð. Enn ógnar áfengisbölið heill og velferð
þjóðarinnar, og ekki sízt æskulýðsins, en
stöðugt fjölgar þeim mönnum, körlum og
konum, sem leggja vilja lið hinu góða mál-
efni og styðja að úrslitasigri þess.
Hjartanlegustu kveðjur til ykkar allra og
annarra vina þarna í vestrinu. Blessun
drottins fylgi störfum ykkar á komandi
tímum til heilla fyrir land og lýð og allt
mannkyn.
í trú, von og kærleika.
Pétur Sigurðsson.
Ræða próí. Richards
Beck
i
Enginn félagsskapur lifir og dafnar um
áratuga skeið, nema hann eigi sér veru-
legan tilverurétt, flytji lífrænan boðskap
og vinni að tímabæru og þörfu hlutverki.
Annars fellur hann skjótt að velli, því að
tíminn, hinn óvægi dómari, skilur hveitið
frá hisminu í félagslegum efnum eigi síður
en öðrum, og það eitt þróast til langframa
á því sviði, sem ekki er fúið í rót, en nær-
ist við lífstrauma vakandi hugsjóna í verki.
Þegar þetta er í minni borið, og allar að-
stæður teknar til greina, verður það aug-
ljósara en ella, hversu merkur atburður 60
ára afmæli íslenzku Góðtemplara stúkn-
anna er- í félagsmálasögu íslendinga í
Vesturheimi. Teljandi eru þau félagsleg
samtök þeirra, sem eiga sér að baki jafn
langan, óslitinn starfsferil. Dr. Sigurður J.
Jóhannesson, hinn ótrauði íorystumaður
bindindismálsins austan hafs og vestan,
komst því réttilega að orði, er hann sagði
í afmælisgrein um íslenzku stúkurnar:
„Annars er vert að geta þess, að sá félags-
skapur, sem hér er um að ræða, á hreinni
braut að baki sér en flest önnur félög, sem
fæðst hafa og starfað í vestur-íslenzku fé-
lagslífi". Maklega bætti hann við þessum
orðum: „í Góðtemplara reglunni hafa
staðið og starfað mætir menn og kærleiks-
ríkar konur úr öllum flokkum vor á meðal“.
Vel er því og meir en verðugt, að hátið-
legt sé haldið 60 ára afmæli íslenzku stúkn-
anna, og innilega þakka ég forstöðunefnd-
inni fyrir þá sæmd, sem hún hefur sýnt mér,
með því að óska þess, að ég mælti hér fyrir
Prófessor Richard Beck.
minni stúkunnar Heklu, minnar eigin stúku,
þó að mér finnist, hins vegar, að ég hafi
lítið til þess unnið.
Það liggur í augum uppi, að 60 ára starfs-
saga verður eigi, í tiltölulega stuttri ræðu,
rakin nema í nokkrum höfuðdráttum. Þeim,
sem frekar vilja fræðast um stofnun og
starfsferil stúkunnar Heklu, vísa ég til sögu
hennar í Minningarritinu, sem út kom í til-
cfni 25 ára afmælis hennar árið 1913, og
samin var af séra Guðmundi Árnasyni, ein-
um hinum ágætasta og áhugasamasta fé-
laga hennar, og til hins ítarlega erindis
„Hekla 50 ára“, sem Stefán Einarsson rit-