Eining - 01.02.1949, Blaðsíða 10

Eining - 01.02.1949, Blaðsíða 10
10 stjóri, einnig einn af einlægustu og dygg- ustu starfsmönnum stúkunnar, flutti á 50 ára afmælissamkomu stúknanna og prentuð var í Heimskringlu 12. janúar 1938. En eigi verður stúkunnar Heklu svo minnst, að stúkan Skuld komi þar eigi einnig við sögu, því að hin síðarnefnda er, eins og kunnugt er, beinn afspringur hinnar fyrrnefndu. Liggur það utan vébanda þess- arar ræðu að rekja þá atburði nánar, en hitt er ekki nema réttmætt að benda á, að stúkan Skuld kom ekki í heiminn fæðingarhríða- laust, enda voru tildrög stofnunar hennar á sínum tíma í spaugi nefnd „Heklugosið". Veit ég eigi getið um í annálum neitt „Heklugos", sem borið hafi jafn ávaxtarík- an eða þjóðhollan árangur, því að ég ætla að séra Guðmundur hafi rétt að mæla, er hann segir í sögu stúkunnar Heklu í Minn- ingarritinu: „Einmitt það að stúkurnar urðu tvær jók áhuga og starfsviðleitni Góð- templara um helming. Stúkurnar kepptu hvor við aðra. Báðar fjölguðu meðlimum. Samkeppnin efldi þær, en lamaði ekki“. Löngu langt er einnig síðan, að um heilt gréri þeirra í milli og hefur samvinnan að sameiginlegum áhugamálum verið hin ágæt- asta. Nú halda þær einnig, eins og sjálfsagt var og sæmandi bræðra- og systrafélögum, 60 ára afmælishátíð sína samtímis, enda þótt stúkan Hekla sé nokkru eldri, stofnuð 23. desember 1887. „Varðar mest til allra orða, undirstaðan rétt sé fundin“, segir hið spaka skáld. Eiga þau sannindi sérstaklega við um menningar- leg samtök. Rúmt 60 ára frjósamt starf stúkunnar Heklu — en það á vitanlega við um stúkurnar báðar — ber því vitni, að þeir menn og þær konur af íslenzkum stofni, sem þar lögðu grundvöllinn, beindu okkur brautina til núverandi áfanga, byggðu það félagslega umbótastarf sitt á traustum grunni, enda var það rótfest í jarðvegi göf- ugra og mannbætandi hugsjónar, mark- vissri baráttu gegn áfengisbölinu með öllum þess illu fylgifiskum. Þakklátum huga minnumst við því á þess- um söguríku tímamótum stofnenda stúk- unnar Heklu, er jafnframt voru brautryðj- endur Alþjóðareglu Góðtemplara meðal ís- lendinga vestan hafs. En þessir voru fyrstu embættismenn stúkunnar: Ólafur S. Þorgeirsson, æðsti templar. Guðm. Þórðarson, varatemplar. Einar Sæmundsen, ritari. Bjarni Lúðvíksson, fjármálaritari. Kristján Guðmundsson, gjaldkeri. Stefán Erlendsson, kapilán. Andrés Reykdal, dróttseti. Sigurður Árnason, vörður. Halldór Auðunnsson, útvörður. Halldór Oddsson, aðstoðarritari. Sigurlaug Bjarnadóttir, aðstoðardróttseti. W. J. Finney (Friðfinnur Jóhannesson), umboðsmaður. Margrét Skaftason, gæzlum. ungtemlara. Jón Júlíusson, fyrrv. æðsti templar. Auk ofantaldra fjórtán embættismanna, tóku þessir tíu aðrir einnig þátt í stofnun stiúkunnar: Guðm. Jónsson, Bjarni Jónsson, EINING Tómas Jóhannesson, Sigurður Sölvason, Níels M. Lambertsen, Þóra Sæmundsen, Jóna Magnúsdóttir, Jakobína Guðlaugsdótt- ir, Sarah Simons og Ingibjörg Thorgrimsen. Úr þessum hópi frumherja varanlegrar bindindisstarfsemi meðal Vestur-íslendinga er nú enginn ofan moldar, það ég til veit. Blessuð sé minning þeirra allra! Við ávörp- um þá fögrum orðum skáldsins: „Þökk sé öllum þeim, er stóðu þéttast, fastast merki hjá! Friður með þeim sé, er sofa Sæmdarverki dánir frá!“ Skylt er og að geta þess, að þræðina frá stofnun stúkunnar Heklu má rekja til Is- lahds, því að sumir þeir, sem þar voru að verki, höfðu kynnzt Góðtemplarareglunni og starfi hennar heima á ættjörðinni. Far- ast séra Guðmundi þannig orð um það atriði í sögu stúkunnar: „Var það slíkum mönnum að þakka, að íslenzk Góðtemplara stúka komst á fót í Winnipeg." Fór því ágætlega á því, að á afmælishátíð þessari hafa þegar fluttar verið bróðurlegar og faguryrtar kveðjur frá Stórstúku íslands og islenzkum templurum heima fyrir. Þá er stúkan Hekla hafði verið stofnuð, bættust henni svo brátt nýir félagar, svo að snemma í marz 1888 eru þeir orðnir 70 tals- ins, og fór þeim f jölgandi fram eftir vorinu og sumrinu; nokkur afturkippur kom þó í stúkuna og starf hennar um þær mundir, við klofning þann innan hennar, sem leiddi til stofnunar stúkunnar Skuldar, en furðu fljótt rétti Hekla við eftir það áfall, enda bættist henni á næstu árum mikill og góður liðsauki. Er ekki að efa, að bindindisáhugi hafi einkum ráðið hjá mörgum, er í stúkuna gengu, en félagslega þörfin vafalaust einnig átt sinn mikla þátt í því, hve margir leituðu þangað á þeim árum. Hér er aðeins unnt að geta sérstaklega örfárra þeirra félaga stúkunnar Heklu, sem bættust í hópinn á fyrstu starfsárunum og stóðu þar fremstir í fylkingu um langt skeið. Bergsveinn M. Long gekk í stúkuna 14. marz 1890 og var síðan til dauðadags (1937) einn af atþafnasömustu starfsmönn- um hennar og máttarstólpum. Þ. 11. marz 1892 gekk Guðrún Jóhannsdóttir Búason í stúkuna og varð brátt hin atkvæðamesta starfskona að bindindismálum bæði innan stúku sinnar og Stórstúkunnar; hún sat einnig allmörg hástúkuþing og var fyrsti íslendingur, sem kosinn var í framkvæmdar- nefnd hástúkunnar. Guðmundur Anderson, sem gekk í stúkuna árið 1890, var einnig einn af ágætustu félagsmönnum á fyrstu ár- um hennar, sat á mörgum stórstúkuþingum og var oftar en einu sinni kosinn stórtempl- ar. í sögu stúkunnar eftir séra Guðmund í Minningarriti hennar er getið f jölmargra fé- laga hennar frá því tímabili og þar eru einnig birtar myndir og æviágrip margra þeirra, sem gengu í stúkuna á fyrstu árum hennar og mjög koma við sögu hennar með mörgum hætti. Úr þessum hópi eru þessir enn starfandi í stúkunni eða hafa verið það fram á síðustíu ár: Helga og Lawrence Thomsen, Hreiðar Skaftfeld, Jódís Sigurðs- son, Sumarliði Matthews, Guðbjörg Sigurðs- son og Sigurbjörn Pálsson. Úr stúkunni ísland, er var starfandi um nokkur ár, bættust stúkunni Heklu einnig snemma á árum mætir og merkir félagar, svo sem Hjálmar Gíslason, sem enn er einn hinn tryggasti starfsmaður stúku sinnar. Af skiljanlegum ástæðum hef ég, á þess- um tímamótum í sögu stúkunnar Heklu, einkum dvalið við nöfn þeirra manna og kvenna, sem voru félagar hennar lengur eða skemur á því tímabili, og eigi allfáa úr hópi þeirra, sem víðkunnastir hafa orðið á ýms- um starfssviðum meðal íslendinga vestan hafsins. Hinu ber þó sérstaklega að fagna, að eftir því sem hópur hinna eldri forystúmanna og kvenna innan stúkunnar varð fámennari, hlupu aðrir í skörðin, tóku upp merkið og halda því enn drengilega á lofti, trúir stefnu_ skrá stúkunnar og Reglunnar og bindindis- hugsjón sinni. Þó ég hafi eigi, af fyrr- greindum ástæðum, nefnt nöfn þessara stúkusystkina minna, votta ég þeim ein- læga virðingu mína og þakka þeim hin góðu kynni á farinni leið og sérstaklega einlægt og ómælt bindindisstarf þeirra og trúfestina við hinn göfuga málstað okkar. Hvað er þá orðið okkar starf? Eða öllu heldur, ykkar starf? Hvað hefur stúkunni Heklu áunnizt á liðnum 60 árum? Fyrst er þar á blaði bindindisstarfið, sem vitanlega hefur, beint og óbeint, verið aðal- starfið, stúkan hefur, með ýmsum hætti, lagt sinn skerf til bindindisfræðslunnar, unnið að takmörkun vínsölu og látið sig varða lagasetningar bindindismálunum við- komandi, og tekið þátt í útbreiðslustarfinu, svo sem stofnun stúkna á ýmsum stöðum í Manitoba, sem íslenzkir templarar hafa staðið að. Ber þá að geta stærsta afreksins, sem stúkurnar hafa innt af hendi félagsstarf- semi sinni til stuðnings, en það var bygging samkomuhúss þeirrá, og átti stúkan Hekla að sjálfsögðu sinn drjúga hlut í því þarfa og þakkarverða fyrirtæki. Þessir menn voru í hinni sameiginlegu fulltrúanefnd stúkn- anna meðan húsbyggingin stóð yfir (árið 1906) og höfðu alla umsjón með henni: Kristján Stefánsson, Jóhannes Sveinsson, Bjarni Magnússon, Jón Tr. Bergmann, Gunnlaugur Jóhannsson, Ásbjörn Eggerts- son, Guðmundur Bjarnason, Sigfús Jóels- son og Magnús Jónsson. Þarf eigi að f jölyrða um það, hver hagur starfsemi stúknanna varð að hinu nýja fé- lagsheimili sínu, enda má segja, að það hafi, að kirkjunum íslenzku undanteknum, verið eini griðastaður íslenzkum félagssamtökum og samkomuhöldum í Winnipeg-borg, og er það íslenzkum templurum til ævarandi sæmdar, að þeir réðust í það stórvirki snemma á árum að reisa þetta myndarlega samkomuhús sitt. Hefur það með ýmsum hætti verið lagfært og endurbætt. Hafa við- hald þess og umbætur kostað ærið fé og út- heimt geysimikið starf og fórnfýsi af hálfu fulltrúanefnda stúknanna og annarra fé- laga þeirra, og skyldi það metið og þakkað að verðleikum. Hefur stúkan Hekla, sem vænta má, ekki látið sitt þar eftir liggja. * *

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.