Eining - 01.02.1949, Blaðsíða 5
s.
E I N I N G
5
Abraham Lincoln, fræg'asti for-
seti Bandaríkjanna, sameinaði
allra manna bezt, hina römmu
alvöru lífsins og ódauðlega
kímni og gamansemi.
Abraham Lincoln sem „humoristi“.
Abraham Lincoln er og verður senni-
lega sá af forsetum Bandaríkjanna,
sem hæst gnæfir í sögunni og mest á-
* hrif hefur haft á líf milljóna manna,
og mun verða einn þeirra ódauðlegu
manna og mannvina, sem verða munu
komandi kynslóðum skærustu leiðar-
ljósin.
Flestir, sem eitthvað hafa heyrt eðá
lesið um Abraham Lincoln, vita það, að
hann var maður harmkvæla og þján-
inga. Öll rangsleitni var honum kvöl
og hann þjáðist með öllum, sem bágt
áttu, og þeir eru jafnan margir. Færri
( munu vita það, að þessi einstaki alvöru-
maður var einnig um eitt skeið fræg-
asti „humoristi“ þjóðarinnar. Hann
sameinaði frábæra kímnigáfu og alvöru
hins ábyrga og grandvara manns. Hann
var máttugur í orðum og athöfnum.
Svör hans voru oft hnitmiðuð og hár-
beitt. Þegar hann var skóladrengur,
hreitti kennarinn eitt sinn ónotum í
hann og sagði: „Það er augljóst að þú
hefur fengið betra fóður en kennslu".
'+ „Já, það er sennilegt", svaraði Lincoln,
„því að ég fóðra mig sjálfur, en þú
kennir mér“.
sönnunar. Hann greinir það eins auð-
veltilega og illan þef. Sömuleiðis mun
menntaður maður, alveg, á eðlilegan
liátt. þekkja strax livað gott er, eins og
t, hann þekkir andlit vinar síns“.
Prófessor C. H. Dodd.
Leiðinlegt er að vera ólærður, óskóia-
genginn og ómenntaður, en leiðinlegra
er þó, að vera lærður, skólagenginn,
en ómenntaður.
Abraham Lincoln var stór og sterk-
ur, en hvorki fallega vaxinn né fríður.
Hann var sérlega leggjahár og hand-
leggjalangur, en kona hans var lágvax-
in. Þegar fyrsta barn þeirra, Robert
Todd, fæddist, hitti Lincoln nágranna
sinn á götunni, sem óskaði honum til
hamingju með erfingjann.
„Já, ég þakka“, sagði Lincoln, „en ég
var nú dálítið smeikur“.
„Nú, hvað olli þeirri hrellingu?“
spurði hinn.
„Jú, ég óttaðist að snáðinn kynni að
fá annan fótinn frá mér, en hinn frá
móður sinni“.
Eitt sinn kom Lincoln blautur, kald-
ur og hrakinn að veitingakrá og þráði
að komast að eldinum og geta yljað sér.
En umhverfis eldinn sat þá tvöfaldur
hringur manna. Lincoln bað veitinga-
þjóninn að færa hestinum sínum soðinn
steinbít.
„Steinbít“, hváaði þjónninn. „Hest-
urinn étur ekki steinbít".
„Ó, ekkert jafnast á við það að
reyna“, svaraði Lincoln.
Þjónninn tók þá steinbít á disk og
færði hestinum, en allir mennirnir um-
hverfis eldinn risu úr sætum sínum og
fóru út á eftir þjóninum til þess að
sjá, hvort hesturinn æti steinbít. Á með-
an hagræddi Lincoln sér við eldinn.
Þjónninn kom inn að vörmu spori og
sagði: „Það fór eins og mig grunaði.
Hesturinn étur ekki steinbít“. „Jæja“,
svaraði Lincoln, „þá get ég étið hann“.
Eitt sinn bað kunningi hans hann að
lána sér milliskyrtu.
„Ég á ekki til nema þá, sem ég er
í og þá, sem ég er nýfarinn úr. Hvora
viltu heldur?“ spurði Lincoln.
Þannig tala vitmenn
Jónas Jónsson, fyrrv. ráðherra, hef-
ur nýlega tekið til máls um Heilaga
ritningu. Jónas Jónsson er orðinn lífs-
reyndur maður, hann er bókmennta-
maður, einn hinn merkasti skólamaður
þjóðarinnar, meðal alli'a ritfærustu
manna hennai' fyrr og siðar, og í stjórn-
mála- og félagsmálasögu landsins mun
bera öllu meira á honum, en flestum
öðrum samtíðarmönnum hans, þegar
saga undanfarinna áratuga verður
skráð. Á það þarf ekki að minna, að
um þenna mann hefur staðið allmikill
styr, eins og um flesta atkvæðamikla
menn.
Þetta, sem ég segi hér um Jónas Jóns-
son, er ekki sagt af neinni fylgispekt
við hann, því aldrei höfum við verið
sambekkingar og ekki heldur flokks-
bræður, en ég hygg að hér sé satt sagt
um manninn og vil ég unna hverjum
manni sannmælis, hvar helzt sem hann
stendur í fylkingu mannlegrar bai'áttu.
Það, sem Jónas Jónsson segir í Land-
vörn 25. október s.l., um Biblíuna, er
með allt öðrum hætti og málfari, en það
sem grunnfærnir spjátrungar oft blaðra
um þá bók bókanna. Hafa þá ungir
námsmenn ráð á að sniðganga slíka
bók? Jónas segir svo:
„Gamla testamentið er Sturlunga
Gyðinga. Eins og í Sturlungu kennir
þar margra grasa líkt og í hverri þjóð-
arsögu. En sökum vitsmuna og stór-
felldrar snilligáfu Gyðinga eru guð-
spjöllin perlur í heimsbókmenntum, og-
þjóðarsaga ísraelsmanna full af spak-
mælum og djúpvitrum frásögnum. Þó
að ekki sé litið á biblíuna sem trúar-
bók, er hún meðal einstæðustu bóka.
Hún er „meistaralykill“ að hæstu heim-
um andlegs lífs hjá menntuðum þjóð-
um. — Skáld, rithöfundar og mælsku-
menn í löndum með vestrænni menn-
ingu sækja andagift og fleygar líking-
ar í biblíuna. — 1 enskumælandi lönd-
um kemur Shakespeare í þessu efni
næst biblíunni, en hér á landi Edda og
fornsögurnar. Hvar sem farið er um
lönd hvítra manna, er hægt að gera ráð
fyrir, að allir sæmilega menntaðir menn
geti skilið líkingar úr hinni helgu bók.
Ekkert annað ritverk á jörðunni jafn-
ast að þessu leyti við biblíuna. Hún
hefur frá fornöld verið brúin, sem
tengdi snillinga og mælskumenn við til-
heyrendur sína. Biblían er svo samofin
andlegri arfleyfð vestrænna þjóða, að
hvar sem komið er í þessum löndum,
er erfitt að taka þátt í viðræðum vel
menntaðra manna, nema með því að
kunna góð skil á heilagri ritningu. Auk
anda og efnis er sjálft mál biblíunnar
hin mesta fyrirmynd snjallra rithöf-
unda, og í sumum fegurstu forystu-
löndum heimsins, svo sem Englandi og
Þýzkalandi, er málfar biblíunnar hyrn-
ingarsteinn, sem þessar þjóðtungur
byggja á“.