Eining - 01.02.1949, Page 4

Eining - 01.02.1949, Page 4
4 E I N I N G lendinga. og bíða sjálfsagt margir hvers bindis með óþreyju. Út eru komin IV., V. og VI. bindi. VII. bindi er væntan- legt á næsta ári. Dr. Þorkell Jóhannes- son prófessor er höfundur þess. Saga íslendinga verður mikilvægur liður í bókmenntum þjóðarinnar og er vonandi að þeirri útgáfu miði drjúgum áfram. Sögur frá Noregi, fyrsta bókin í flokknum „Úrvalssögur Menningai-- sjóðs“, verður sjálfsagt mörgum, sem innlífaðir eru slíkum bókmenntum, góð- ur fengur, en satt er alltaf bezt að segja, og flestar sögubækur eru ekki eftirlætisbækur mínar. Ég las fimm eða sex af þessum litlu og vel sögðu sögum, sem sumar eru eftir fræga höfunda, ekki ómerkari en t. d. Björnsterne Björnsson, en ég gafst upp á þeim og gat ekki auðgast neitt á lestri þeirra, ekki neitt að ráði. Ef til vill þarf að grafa svo djúpt, að til þurfi meiri and- ans þrekmenni en mig, þá sækja slíkir gullið þangað. Það er ekki á mínu færi, eða að minnsta kosti eiri ég ekki þeirri vinnu. Bók þessi er mjög snotur og allur frágangur góður. Yfirleitt má segja, að Bókaútgáfa Menningarsjóð og Þjóð- vinafélagsins hafi þegar afkastað miklu og góðu verki á undanförnum árum, lengi má auðvitað deila um bókaval, og er vonandi, að útgáfunni takist sem bezt framvegis að færa þjóðinni sönn verð- mæti með útgáfustarfsemi sinni. Pétur Sigurðsson. Skógræktin Einingu hefur borizt Ársrit Skóg- ræktarfélags íslands 19U8. Rit þetta flytur gleðitíðindi og góð- an fróðleik. Komandi kynslóðir á ís- landi munu blessa þær hendur, sem eru að verki við skógrækt landsins, og slíkt verk ber öllum landsmönnum að styðja með ýmsum hætti, eftir því, sem ástæð- ur leyfa. Forustugrein ritsins er frásögn Há- kons Bjarnasonar skógj-æktai-stjóra, um ferðalag hans í Noregi. Þar er þess getið, meðal annars, að „um 50000 hekt- arar lands hafi verið ræktaðir sem skóglendi á vegum skógræktarfélagsins frá því, er það hóf göngu sína“, og var land þetta áður „einskis nýtt. eða lítil- fjörlegt beitiland“. I greininni segir ennfremur: „Noregur er skógauðugt land. Á hvern íbúa landsins koma rösklega 2,5 hektarar skógar. . . Árlegur vöxtur skóganna er um 10 milljónir tenings- metrar barrviðar og tvæi' milljónir ten- ingsmetrar laufviðar .. . Fyrir styrjöld- ina seldu Norðmenn árlega við úr landi fyrir um 200 milljónir króna, en það var um fjórðungur af öllu útflutnings- verðmæti þjóðarinnar . . . Gert er ráð fyrir að útflutningurinn geti orðið yfir Æskulýðsþáttur 500 milljónir króna, og nemur hann þá meira, en tekjur þeirra af siglingum eða fiskveiðum hvort um sig. Með enn betri notkun skóganna og ræktun þeii’ra, búast Norðmenn við að þeir muni geta aukið vöxtinn og, áður en langt líður, flutt út um II milljónir teningsmeti-a viðar árlega. Verður skóg- arhögg þá langstærsti liðurinn í þjóð- arbúskap þeirra“. í Noregi eru nú 500 lærðir skógrækt- armenn, en þyrftu að vera, telja Norð- menn sjálfir, um 1600. Ritstjóri Einingar minnist þess, að þegar hann var ungur maðiu' og dvaldi um árabil í Noregi, sat hann oft með bók sína í fjallshlíðinni hjá Álasundi, en öll hlíðin var þá vaxin ungskógi, sem skólabörn í Álasundi höfðu ræktað. Nú er runnin á fslandi skógræktar- öld. Nýtt framtak til eflingar skógrækt- inni var eins konar morgungjöf lýð- veldisstofnunarinnar. Árið 1947 veitti ríkið kr. 584,000,00 alls til skógræktar- innar. „Sala trjáplantna nam kr. 267, 130,40, en útgjöld gróðrarstöðva og kaup á plöntum nam kr. 264,452,19. Seldur var viður og viðarafurðir fyrir kr. 40,813,95, en kostnaður við högg og kolagerð nam kr. 37,655,07. Tekjur af þessu námu því tæpum kr. 6000,00. Aðrar tekjur voru varla teljandi, fáein þúsund fyrir landleigu, vikurnám o. fl.“ Skógræktin er áreiðanlega eitt af þeim áhugamálum þjóðarinnar, sem á blessunaróskir og góðhug allra landsins barna. Framburður í útvarpi Sagt er, að þeim henti ekki að kasta grjóti, sem í glerhúsi býr. Ef til vill finnst útvarpshlustendum framburður minn og. málrómur óþægilegur, en það eitt er víst, að mér finnst framburður og málrómur margra, sem erindi og ræður flyt.ja í útvarpinu mjög óþægi- legur. Ég skrúfa oft fyrir tæki mitt af þeim ástæðum. Sumir hafa einhvern sérvizku tón, alls ekki ven.julegan og þægilegan málróm, aðrir slíta sundur setningarnar, segja aðeins tvö og þrjú orð í senn með einkennilegum hnykkj- um og áherzlum, og það má um marga segja, að sitt sé að hverjum. En auð- vitað koma svo hinir áheyrilegu stöku sinnum. Kvöldið 8. des. 1948 las Ari Arnalds í útvarpið sögukafla. Framtíurður hans var m.jög eðlilegur og þægilegur, ef til vill með hægasta móti, en það var nota- legt. Sögukaflinn var líka góður. Ekki veit ég, hvaða dóm hann fær á skálda- þingi, en það var ólíkt notalegra að hlusta á hann en flestar þær sögur, sem ég hef heyrt lesnar í útvarpið, en ég sleppi þeim nú mörgum. Sögukaflinn þótti mér fallegur og vel lesinn. P. S. Menntun Menntun er ekki það, að troða sem allra flestum staðreyndum, viðvíkjandi setn allra flestum atriðum, inn í sem allra flest liöfuð, á sem allra stytztum , tíma. Menntun er samræmisfagur vöxt- ur mannsins alla \ega — líkamlega. vitsmunalega og andlega. O. Wall-ace. Þ\ í eðli Kolheins var yfi rmennt, hann orkaði j)\ í, sem er fáum lient, að lepja upp mola um lífsins stig og láta ekki haslið smækka sig. St. G. St. Skáldið kallar það ,,yfirmennt“, ineira ^ en venjulega menntun, að kunna að velja og liafna, kunna að tína upp dýr- maetu molana á lífsbrautinni, velja beztu bókina, merkja sér þar spak- legustu setninguna, velja réttan félags- skap, velja hið sanna, en hafna hinn. þótt það kunni að glóa sem guJl. Þetta er annar þátturinn í yfirmennt manns- ins og liinn er sá, að láta „ekki baslið smækka sig“, láta ekkerl gera sig að minni rnanni, hvorki umhverfi, að- \ stæður, fátækt, \elgengni, félagslíf. vonda tíma eða spilltan aldarhátt. „Mikilvægasta hlutverk uppeldis- lislar er sköpun á heilbrigðum hugs- anavenjum, gerbreyting á hugarfari voru og hugsunarhætti. Hér er bylt- ingarþörfin brvnust og mest. Illvilji þarf að breytast í góðvilja, heiftúð þarf að snúast í víðta'ka inanmið. En góð- + vilji og mannúð verða vísindum og hlutlægu manm iti lúta“. Sigurfíur Gut)m undsson ( skólameistari) „Hér og þar eru menn, sem eru fróð- leiksnámur, gangandi fjölfræðibækur. en er þó ekki liægt að kalla menntaða menn í orðsins siinnustu merkingu. Bezta einkennið á menntuðum * manni er það, að hann liefur heilbrigt mat á gildi hlutanna. Að eiga í sér þann mælikvarða, sem getur greint hið einskisverða frá kinu dýrmæta, gæti lieitið á máli listarinnar, smekkur, á máli siðfræði og siðgæðis. lífsregla, á máli vitsmunanna, dómgreind. Þetta er í raun og veru allt hið sama. Það i ♦ er mat á eðli Idutanna, mat, sem liefur fest svo djúpar rætur í lífi mannsins, að það er orðið lionum eðlilegt. Menntaður maður finnur strax, livað er vafasamt, yfirborðslegt og leiðinlegt. þótt ekki sé færð nein rök því til

x

Eining

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.