Eining - 01.02.1949, Page 6

Eining - 01.02.1949, Page 6
6 E I N I N G Ekki betra þd í löngu og miklu erindi eftir séra Friðrik J. Bergmann er sagt, meðal annars, þetta: „Lúter hélt fram, eins og kunnugt er, og oft notað af unnendum áfengis- ins, máli þeirra til stuðnings, frjáls- ræði í þeim efnum (vínneyzlu). En þeir gleyma því, að hann bætti við: Sá, sem fyrst gaf sig við ölgerð, hefur verið drepsótt Þýzkalands — ille fuit pestis Germaniae“. I þessu sama erindi, um áfengið, segir séra Bergmann ennfremur: „Einirberjabrennivínið, í lok 17. ald- ar, virðist hafa komið drykkjuósóman- um á hæsta stig. Drykkjukrárnar í Lundúnaborg auglýstu þá með trölla- letri, að þeir sem inn vildu koma, gætu orðið drukknir fyrir einn skilding (penny) og dauðadrukknir fyrir tvo. En hálm fengu þeir fyrir ekkert, þar sem þeir gætu sofið úr sér vímuna. í þing- ræðum, sem fluttar voru í parliament- inu um miðja 18. öld, eða litlu fyrr (1743), er þessu lýst þann veg, að ekki sé hægt að ganga svo um stræti borg- arinnar, að ekki liggi þar á steinlögð^- um akbrautunum hreyfingarlausir menn, viti sínu fjær, og sé þá undir mannúð þeirra komið, sem eftir stræt- unum aki, hvort þeir einlægt að öðru hverju séu að nema staðar, til þess að velta þessum mannræflum undan hesta- fótum eða koma í veg fyrir, að þeir kafni í saurrennunum. Þess utan séu strætin full af áflogum drukkinna manna og kvenna. Áfengisnautnin fylli strætin svöllurum, fangahúsin glæpa- mönnum, sjúkrahúsin krypplingum. Hún fái vald yfir konum ekki síður en körlum, geri þær óhæfar til barnsburð- ar, eða börnin óheil og aumingja frá móðurlífi". (Úr 25 ára minningarriti stúkunnar Heklu í Winnipeg). Þegar menn láta sér það um munn fara, að bindindisstarfsemin í ýmsum löndum hafi litlu komið til vegar, þá er þar mjög hallað réttu máli. Sé slíkur harmagrátur kveðinn af bindindismönn- um sjálfum, þá ber hann vott um þreytu, óþarfa bölsýni og skort á sögulegu yfir- liti, en sé slík fullyrðing borin fram af andstæðingum bindindismálsins, þá eru sögð ósannindi, annað þvoi't af þekk- ingarleysi eða illvilja; eða hvorttveggja. Þetta verður rökstutt hér í blaðinu bet- ur síðar. Hverju tapaði kirkjan þd ? Samkvæmt enska kirkjublaðinu, The Christian World, 2. sept. 1948, hefur prófessor John Foster skrifað um út- rétta hönd Kína á miðöldunum eftir kristindóminum og minnt á, hversu Markó Póló segir frá því, að árið 1269 hafi Kublai Kahan sent beiðni frá Pek- ing og beðið um „hundrað spaka menn kristinnar trúar. . . Mun ég þá láta skírast, og láti ég skírast, munu allir barónar mínir og valdamenn einnig láta skírast, og þá munu þegnar þeirra láta skírast. Verða þá fleiri kristnir menn hér hjá okkur en í ykkar hluta heims- ins“. Prófessor Foster hyggur, að hefði þessari beiðni verið sinnt, hefði þar sennilega risið ein mesta trúarvakning og fjöldahreyfing, sem sögur geta, en páfinn, Gregorius X sendi aðeins tvo Dominiakan munka, sem komust aldrei lengra en til Armeníu og snéru þar heimleiðis. Svo fór um það tækifæri. Hverju tap- aði kirkjan þá, og hverju hefur hún oft tapað sökum aðgerðaleysis manna sinna? Fleirum en Páli hafa staðið opn- ar dyr til stórræða, en tækifærin verið látin ónotuð. Og svo er enn. Dugleg stúka Stúkan Daníelsher í Hafnarfirði, sem nýlega átti 60 ára afmæli, hefur tekið inn 60—70 nýja félaga siðan í haust. Ljótu blettirnir Því fallegra sem eitthvað er, þeim mun andstyggilegri verða á því ljótu blettirnir. Sjálfsagt er meiri hluti íslenzku þjóðarinnar ágætis fólk, og vafalaust er mestur hluti ísl. æskulýðs góðir og dugandi unglingar. En hryggilegt er það samt, hve ómenningarblettirnir eru margir og ljótir í þjóðfélaginu. Og hvernig má slíkt vera, þrátt fyrir alla fræðslu, allar bókmenntir, skólamennt- un, útvarpsstarfsemi o. fl. Mikið er búið að segja og skrifa um skemmdarverkin og skrílsháttinn um hver áramót, þegar efnt er jafnvel til manndrápa, þótt því verði oftast af- stýrt. Þegar verið var að reisa hið myndarlega gagnfræðaskólahús á Skólavörðuholtinu í Reykjavík, taldi ég eitt sinn á annað hundrað brotnar rúð- ur i því. Einnig slíkt er margsögð saga. Þessi ljóta skemmdarfíkn hefur marg- sinnis ráðist á helgustu staði þjóðar- innar, á sæluhús, farartæki, mannvirki af ýmissi gerð, bústaði manna, sumar- bústaði, hús í smíðum, auð hús, opin- bera staði, símstöðvar, pósthús og m. m. Til þæginda fyrir fólkið, sem þarf ^ að bíða við vegamót í Fossvoginum, var sett upp biðskýli. Umgengnin þar ber einungis vott um villimennsku. Glugg- inn er brotinn, bekkir sömuleiðis, vegg- ir krotaðir og ekki lógastór snepill eftir af plötunum, sem negldar voru neðan á loftbitana. Naglahausarnir standa allir niður úr bitunum og bera þess vitni, að eitt sinn var þiljað neðan á þá. I Kópavoginum settu menn einnig upp slíkt skýli, en þeir urðu að rífa það aftur. Það var svo atað saur og ^ óþverra, að fólk vildi heldur standa úti * en inni. Er líklegt, að fullorðið og aldrað fólk hafi notað þetta skýli sem kamar, eða gerðu það ungir menn? Voru það skóla- börn eða unglingar? Eða hvers konar lýður var það? Allir ganga nú í skóla og allir fá einhverja fræðslu, en er engin leið til að uppræta slíka ómenn- ingu, sem lýsir sér í svo mörgu. Undantekning er það, ef sendill ber að dyrum, en veður ekki aðeins inn, og * undantekning er það, ef hann heilsar, svo ekki sé minnst á það, að sá lýður, sem menn kjósa oft sízt, þúar alla. Því ekki að leggja þéringar algerlega nið- ui'? Það er betra og hreinlegra. Ekki sé ég eftir þeim, en meðan þær eru við- urkenndur þjóðarsiður, ættu unglingar og uppvaxandi menn að kunna að nota þær við ókunna menn, unz kunnings- skapur semur öðruvísi um. ^ En margt slíkt og svo allt hugsun- arleysið gagnvart náunganum, ber vott um andlega órækt í þjóðfélaginu. Þegar menn hætta að næra sálir sínar á ein- hverju, sem ræktar með þeim fegurð- arkennd, lotningu og nærgætni, þá verða þeir andlegir „horgemlingar“, sem með hegðun sinni óprýða tilveruna. Hér þyrfti vissulega að koma til eitt \ T voldugt fegrunarfélag í þjóðfélaginu, og það þyrfti að sá miklu góðu víðs- vegar, við uppeldisstarf á heimilunum, í skólunum og alls konar félagsskap og við vinnu og algeng störf manna. Sóða- skapurinn er viðbjóðslegt og skaðlegt illgresi, sem þarf að uppræta með rót- Karlsefni, einn af nýju togurunum, sem eiga að verða þjóðinni eitt bezta bjargráð, efnalega, á komandi árum.

x

Eining

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.