Eining - 01.02.1949, Blaðsíða 7
E I N I N G
7
um, en gróðursetja í hans stað hið fagra
og elskulega.
Það er lítils virði, þótt menn læri
tungumál, reikning og alls konar fræði,
ef þeir auðgast ekki af dyggðum, góð-
vild og mannasiðum. Bezta menntunin
er að læra að segja satt, standa við
gefin loforð, vinna af trúmennsku og
dyggð, vera ráðvandur, hirðusamur og
drengskaparmaður í hvívetna. Mennt-
un og uppeldi, sem ekki er á þessum
slóðum, er á villigötum.
Tökum allir höndum saman um að
rækta sem bezt allt það, sem þokar ill-
gresinu til hliðar og eyðir því. — P. S.
Asnarnir og
auðnuleysinginn
Hér er eitt sýnishorn af því, hvernig
frændur okkar, Norðmenn, rita stund-
um um bindindismálið:
„Fyllisvín í svaði lá, —
tveir asnar góndu og gláptu á“.
„Þetta gat Wessel vissulega sagt með
sanni:
1. Fyllisvínið, það er skepnan, sem
liggur afskræmd og óhrein í svaðinu.
2. Asnarnir, hinir heimsku, sem standa
og glápa.
Wessel hefur gert þeim báðum góð
skil og þessar tvær manntegundir eru
hvarvetna á meðal okkar í borginni.
Fyllirafturinn staulast áfram fram
með húsveggnum. Drengjahópur eltir
og athugar gaumgæfilega þenna furðu-
karl. Nú rekst hann á ljósastaur. —
Blótsyrði.
Bölvhríðin dynur á drengjahópnum.
Geðsleg frækorn í unglingahjörtun.
Fleiri koma til sögunnar, standa og
glápa. Lögreglumaður er álengdar í göt-
unni, hann snýst á hæli og gengur inn
í hliðargötu. Manstu vísuna: „Bare
rundt omkring —?“
Fyllirafturinn slangrast upp í stræt-
isvagninn. Það „dúnstnar" af honum
og ýmsir eru með kurr, en hann flangs-
ast utan í kvenfólkið, rövlar og þvælir.
Allir þrá það, að hann fari út, er vagn-
inn stanzar næst, en enginn aðhefst
neitt, allir eru aðeins áhorfendur.
í bílum og bátum hegðar fylliraftur-
inn sér eins, þar til hann veltur út af
og sofnar. ,,Loksins“, segir einhver, og
allir draga andann léttar. Nú fékkst þó
friður ofurlitla stund.
Þannig hafa fylliraftar þjáð sam-
borgara sína á öllum öldum, þótt sleppt
sé öllu hinu, sem er enn verra: þjófn-
aði, ofbeldi og morðum. Slíkt sér al-
þýða manna sjaldan, sem betur fer,
nema í blöðunum. Ef til vill er það þess
vegna að við stöndum, glápum og gón-
um eins og heimskir asnar, en höfumst
ekkert að . . .
í Tromsö reikuðu tveir ölvaðir ná-
ungar á götunni allan daginn. Þannig
sögðu blöðin frá því. Sjálfsagt hafa
margir tekið eftir þeim, aðeins glápt,
meira var það ekki.
Piltarnir fengu að fara sínu fram,
og það kostaði landið U milljónir króna.
Nú er kominn tími til, að allir hafist
eitthvað að, einnig þú og ég. Annars
má heimfæra upp á okkur orð Wessels:
„Asnar stóðu og horfðu á“.
Þannig ræðir Norðmaðurinn þetta
mál. Það er ekki skemmtilegt að tala
um menn sem fyllirafta og því síður er
ánægjulegt að líkja mönnum við asna.
Hitt verður þó aldrei hrakið, að meiri
asnastrik þekkjast varla meðal manna,
en áfengissalan og sinnuleysi þeirra
manna, sem öldum saman gera lítið eða
ekkert annað en horfa á, glápa á slysin,
eymdina, niðurlæginguna og allar þján-
ingarnar í sambandi við þetta mikla
og óskiljanlega böl.
Skæðari berklum
Það hlýtur að vera eitthvað bogið við
vitsmuni manna og hugsunarhátt. Eða,
hvers vegna eru menn áhugasamir um
að útrýma einum mannskæðum sjúk-
dómi, en ekki öðrum? Og nú skuluð
þið taka vel eftir.
Morgunblaðið birti, 7. janúar 1947,
endursögn eða þýðingu á grein úr am-
eríska kvennablaðinu Ladies Mome
Journal. Þar segir:
„Áfengisbölið í Bandaríkjunum fer
nú stórum vaxandi, sérstaklega ber nú
meira en áður á drykkjuskap kvenna.
Árið 1943 var drukkið 30% meira af
áfengi þar heldur en árið 1940. Talið
er að þar séu nú að minnsta kosti 750,-
000 alkoholistar — áfengissjúklingar
(hálfu fleiri en berklasjúklingar) og
3,000,000 ofdrykkjumenn, sem eru á
leið til þess að verða alkoholistar. Fyrir
stríð var talið að sjötti hver ofdrykkju-
maður væri kona, en nú fjórði hver.
í Chicago er þó reynslan sú, að af þeim,
sem teknir eru fastir fyrir ölvun, er
þriðjungurinn konur“.
Skyldi ekki Morgunblaðinu hafa þótt
þetta nokkuð alvarlegar og jafnvel ó-
sennilegar fréttir, ef þær hefðu komið
upphaflega í Einingu?
Það er ekki sjaldgæft, að einhverjir
skraffinnar, sem frá útlöndum koma,
stökkvi í útvarp eða blöð og tali gleið-
gosalega um áfengismenningu annarra
þjóða, hvernig aðrar þjóðir „kunni“ að
drekka áfengi, t. d. Bandaríkjamenn,
og hve áfengisbannið hafi orðið þar til
ófarsældar. Það er ekki langt síðan
að einn þekktur Reykvíkingur fór með
slíkar rakalausar fullyrðingar í út-
varpserindi. En hvað segja svo stað-
reyndir? Jú, þetta, sem lesa má í Morg-
unblaðinu 7. janúar 1947, að „áfengis-
bölið fari nú stórum vaxandi í Banda-
ríkjunum", að áfengissýkin þar sé orð-
in hálfu skæðari en berklar, þrjár millj-
ónir ofdrykkjumanna séu að bætast við
í hóp áfengissjúklinganna, sem þegar
eru 750,000. Ekki skemma söluhömlur
í Bandaríkjunum. Ekki vantar frjáls-
ræðið í áfengismálunum þar, ef salan
er leyfð á annað borð, sem enn er allt
of víða.
Vilja menn nú gera meira en láta
svona fregnir inn um annað eyrað og
út um hitt? Er ekki ástæða til að nema
staðar og hugleiða slíkar ófarir? Þess
verður ekki vart, að menn, t. d. hér
á landi, amist við berklavörnum og þótt
lögskipuð sé rannsókn á öllum lands-
mönnum, og baráttan gegn berklunum
á hér saniúð allra manna, sem vonlegt er,
en livers vegna þá slíkan öfuguggahátt,
slíkt kæruleysi, slíkt samvizkuleysi, að
amast við áfengisvörnum, löggjöf, sem
leggur sterkastar hömlur á áfengisböl-
ið, og yfirleitt nokkru því, er til bóta
má verða? En þetta er alvanalegt, og
það svo, að menn, sem mestan áhuga
hafa fyrir útrýmingu áfengisneyzlunn-
ar, eru oft rægðir og svívirtir fyrir
starf sitt. Hverju sætir þetta? Hvaða
hugsunarháttur stendur á bak við slíka
framkomu og slíkar mótsagnir?
Berklarnir hafa verið kallaðir Hvíti-
dauðinn. Hann hefur lengi ógnað þjóð-
unum, en nú er áfengissýkin orðin hálfu
verri í sumum mestu menningarlöndum
heimsins. Á að una slíku?
Morgunblaðsgi'einin, sem hér var
vitnað í, segir ennfremur:
„1 þremur ríkjum — Kansas, Okla-
homa og Mississippi — gilda bannlög,
og í þriðjung ríkjanna eru héraðabönn.
En í einu ríki, Columbía, hefur áfengis-
neyzlan orðið 4,09 gallon (um 12 lítrar)
á mann, eða 10 sinnum meira en áfeng-
isneyzla er í Hollandi. . . . 25—30% af
öllum glæpum í Bandaríkjunum eru
framdir undir áhrifum áfengis.
Svo flytur norska blaðið Folket, 23.
apríl, þá fregn, að 7 stórar öl- og áfeng-
isgerðir í Bandaríkjunum hafi gefið 23
milljónir, eða í raun og veru 38 millj-
ónir dollara, þegar allt sé talið, til áfeng-
isauglýsinga. Engin furða, þótt erfið-
lega gangi að útrýma áfengissýkinni
þar.
Það eru sannarlega engir mannvinir,
sem vilja viðhalda áfengisbölinu.
Hæruskotið höfðingsfjalla
Lízt mér þrotinn Ijómi af sól,
lækkaS kot og höfuðból,
drúpir lotin hlíö og hóll,
hæruskotinn Tindastóll.
Jón Þ. Björnsson.
Guthire: „Áfengi er gott réttilega
hagnýtt. Ekkert jafnast á við það til
þess að varðveita dauðan mann. Ef þú
þarft að geyma dauðan mann, þá legðu
hann í áfengi, ef þú villt drepa lifandi
mann, þá láttu áfengi í hann“.