Eining - 01.02.1949, Qupperneq 8

Eining - 01.02.1949, Qupperneq 8
s E I N I N G E i n i n g Mánaöarblað um bindindis- og menningarmál. Ritstjóri og ábyrgðarmaöur: Pétur Sigurðsson. Blaðið er gefið út með nokkrum fjárstyrk frá Stórstúku íslands, íþróttasambandi íslands og Sambandi bindindisfélaga í skólum. Árgangurinn kostar 20 krónur. í lausasölu kostar blaðið 2 krónur. Afgreiðsla þess er á skrifstofu blaðsins, Klapparstíg 26, Rvík. Sími: 5956. Stúkurnar, Hekla og Skuld í Winnipeg sextugar Systurstúkurnar Hekla og Skuld í Winnipeg áttu nýle«a 60 ára afmœli. í tilefni þess fór fram veglegt hátíóahald 22. nóvember 1948, í húsi stúknanna við Sargent Avenue í borginni. Blöóin Lögberg og Heimskringla sógöu mjög ítarlega frá þessu, dagana 24. og 25. sama mánaSar og birtu einnig rœ'Sur. Eining vill gjarnan sýna allan sóma hinum ágœtu bindindishetjum mefial Islendinga i Vesturheimi, og birtir því liér frásögn ritstjóra Heimskringlu og rœSu prófessors Richards Beck og ávörpin aS heiman frá Islandi. Frásögn Heimskringlu Yfir tvö hundruð manns sóttu afmælissamkomu stúknanna Heklu og Skuldar s. 1. mánudag. í almennum skilningi var hér um nierkan viðburð að ræða í félags- og starfslífi V.-íslendinga. Sextíu ára starf stúknanna er mjög merkilegur og áhrifamikill þáttur í þjóð- lífi voru, þó þess hafi ekki verið minnst eða viðurkennt að verð- ugu. Stríðið gegn Bakkusi er stríð gegn púkum og afturgöngum mannssálarinnar, girndum og afvegaleiddum tilfinningum, sem alltaf er leitast við að ráða bætur á sem hverjum öðrum aínd- hælisskap, en illa gengur. — Stúkurnar Hekla og Skuld hafa þrátt fyrir fámennið, tekið svo drjúgan þátt í þessu starfi, að fá eða engin félagssamtök af þessu tæi hafa í þessu landi gert betur. Hafi þetta starf ekki borið fullan árangur, eða eins víðtækan og óskað er, og ekki verið að maklegleikum viðurkennt, er það eitt þó víst, að það hefur kynnt íslendinga í þessu landi, sem unn- endur góðra og göfugra umbótamála og þess vegna oft verið til þeirra leitað um forustu, að minnsta kosti í áfengismálum, allra annarra fremur. En þetta er þó ekki nema ein hliðin á starfi stúknanna. Iiin félagslegu áhrif þess, hafa fyrir vorn þjóðflokk hér og allt þjóð- ernislegt starf, engu síður verið mikil. Að þeir komu hér upp húsi, sem dágott fundarhús má heita, leiddi það, að þar varð mið- stöð félagslífs þeirra. Og hver getur metið það til fulls, hver áhrif það hafði, að félagslegar minningar Islendinga hér eru við þetta hús bundnar. Stúkurnar urðu á blómaárum sínum svo fjölmennar, að allt að 800 manns tilheyrðu þeim báðum. Sá stóri hópur kynntist þar ekki einungis bindindishugsjónum, heldur hlaut af því að leiða margt gott og fagurt í fari þeirra og breytni, sem áhrif hafði á hugsunarhátt þeirra, þó atvikin höguðu því svo til síðar, að þeir yrðu vegna burtflutninga að hverfa frá starfinu þar og félögum stúknanna fækkaði. Maður tekur eftir því, að hvert sem rnaður fer og hvar sem maður hittir Islendinga, kemur það oftast upp úr kafinu, að þeir hafi ,,einu sinni“ tilheyrt stúkunum. Áhrif þau sem hér hefur verið minnst á, hafa því náð til mjög margra, ef til vill til flestra íslendinga. Starf stúknanna fer enn fram á íslenzku, eins og það hefur gert frá byrjun. í fyrstu var ekki óeðlilegt, að íslendingar hneigð- ust að stúkunum. Þar var ávallt einhverja skemmtun að hafa. Um félags- og skemmtanalíf hefði varla verið að ræða fyrir þá, ef stúkurnar hefðu ekki verið til. Líf margra hefði orðið snauðara og fábreyttara, án þeirra. Nú er þetta breytt. Æskan, sem er horfin frá ísl. kemur nú ekki í Regluna. Hún lætur sig þennan íslenzka heim hér litlu skipta. — Æskan réttir þeim ekki sína örvandi hönd. Dagar stúknanna mega að þessu leyti heitá taldir. En þeir verða það samt ekki fyrr en íslenzkan er horfin! Stúknasamkomunni stýrði A. S. Bardal, sem hefur allra íslend- inga lengst unnið hér að stúknamálum, bæði inn á við og út á við. Hann er ungur þó á níræðisaldri sé og stendur enn þar í fylkingu, sem bardaginn er harðastur eins og fyrr. Skemmtunin fór fram hið bezta og var vel staðið við allt sem auglýsingin lofaði. Ræða dr. R. Beck um sögu stúkunnar Heklu birtist í þessu blaði; ræða dr. R. Marteinssonar um Skuld þó óskrifuð væri, ef til vill einnig síðar og ræða dr. Sig. Júl. Jóhann- essonar. Annars var skemmtiskráin fjölbreytt; með tvísöng var skemmt, gítar — fiðlu- og píanóleik eins og auglýst var og kvæðaupplestri af Lúðvík Kristjánssyni. Hreyfi- eða talmyndin sem sýnd var á ensku, þótti hrífandi þó hörmuleg væri. Hún var af ungum unnendum, er lífið horfði bjart við, en fór á aðra leið vegna slyss, er áfengisnautn orsakaði. Þá þótti öllum er bindindi unna, skemmtilegar kveðjurnar frá Stórstúku íslands og Pétri Sigurðssyni ritstjóra bindindisritsins Einingar í Reykjavík. Er það blað oft mikið lesið hér á stúku- fundum. Línum þessum fylgir og kveðja til stórtemplars sr. Kr. Stefánssonar, fyrir mikla velvild sýnda okkur hjónum (Stefáni og Kristínu Einarsson) er við vorum heima 1946, með því að bjóða okkur til veizlu í Stórstúkunni og til sumarbústaðar Góð- templara fyrir utan Reykjavík. Með beztu kveðju til allra er þátt tóku í þessu. Stundin með þeim verður okkur ógleymanleg. Það var hér að framan minnst á að nú væri lið stúknanna hér fámennara en áður. Alls munu templarar í Winnipeg þó vera hátt á annað hundrað og fjöldi þeirra lífstíðarfélagar. En þó fáliðað sé, heldur starfið áfram. Templarar hér eiga húsið sitt skuldlaust og af rekstri þess er nokkur hagur á hverju ári. Fréttirnar að heiman, eftir því sem þeim er þetta ritar var sagt, um að þar væru nærri 11,000 manns í bindindisfélögum og stúkum, er templurum hér mikið gleðiefni. Það lætur nærri að vera 1 af hverjum 14 manns á landinu og mun vera met. Blómgvist og blessist starf stúknanna Heklu og Skuldar og bindindisstarfsemin heima og hvar sem er. r s Avarp Stórstúku Islands í nafni Stórstúku íslands og allra Reglusystkina heima á gamla Fróni sendum við stúkunum Heklu og Skuld í Winnipeg bróður- legar kveðjur og hamingjuóskir í tilefni sextíu ára afmælis þeirra. Sömu óskir og kveðjur viljum við jafnframt færa Stórstúku Manitoba, en þar vitum við, að íslenzkir bræður og íslenzkar systur hafa löngum verið starfskraftarnir og eru enn. Við minnumst með gleði þess samstarfs, sem Stórstúka íslands hefur á ýmsum tímum átt við íslenzka templara í Vesturheimi, bæði Stórstúku Manitoba og stúkurnar í Winnipeg, og vonum, að það samstarf slitni aldrei, en fari vaxandi. Mættu vel þau bönd, er þann veg hnýtast milli íslenzks þjóðernis og íslenzkrar menn- ingar í Vesturheimi styrkjast í framtíð. Við göngum þess ekki duldir, að starf stúknanna Heklu og Skuld- ar hefur mikla blessun af sér leitt í sextíu ár. Megi blessun Guðs hvíla yfir starfi stúknanna í framtíðinni, svo að þær geti lagt fram arjúgan skerf til þess, að hugsjónir Góðtemplara reglunnar verði að veruleika í syndum spiltum heimi, því að ,,að vera læknir lífsins meina, er listin fagra, stóra, eina“. Mættu víðar og verkmiklar dyr opnast stúkunum Heklu og Skuld til starfs og dáða, svo að þær gætu innt þá fögru og miklu list af höndum sjálfum þeim til sóma, en mörgum til gagns og hamingju. Bróðurlegast. í trú, von og kærleika. Kristinn Stefánsson, Stórtemplar. Jóh. Ögm. Oddsson, (St. R.).

x

Eining

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.