Eining - 01.02.1949, Side 11
V
E I N I N G
11
%
v/
%
*
pr
Arinbjörn S. Bárdal og fjölskylda. Aftari röð, talið frá vinstri: Arinbjörn, Aðalbjörg, Karl,
Signý, Ósk, Páll, Svava, Njáll. Fremri.röð: Margrét, Emelía, frú Bárdal og A. S. Bárdal,
Agnes og Helga. — Arinbjörn S. Bárdal hefur verið stórtemplar í Stórstúku Manitoba yfir
25 ár. Er nú á níræðisaldri og ber aldurinn vel.
Hún hefur einnig átt sína miklu hlut-
deild i líknar- og mannúðarstarfi stúknanna
sem einkum hefur verið í því falið, að þær
hafa haldið við sjúkrasjóðum, sem fé hefur
verið veitt úr til stuðnings og líknar veiku
fólki. Nema framlög stúknanna úr þeim
sjóðum samtals mörgum tugum þúsunda
dollara. Það er bróðurkærleikur í verki.
Þá er þjóðræknislega hliðin á starfi
stúknanna, og eiga þær þar báðar jafnan
hlut að máli, þær hafa eigi aðeins frá
fyrstu tíð og fram á þennan dag, haldið
fundi sína á íslenzku, heldur stofnuðu þær
snemma á árum laugardagsskóla í íslenzku
fyrir börn og unglinga og starfræktu hann,
með góðum árangri um langt skeið, eða
þangað til þjóðræknisfélagið kom til sög-
unnar og tók við umsjón hans.
Harla margþætt er því 60 ára starfsemi
stúknanna orðin, og hlutdeild stúkunnar
Heklu í henni, eigi aðeins frá bindindislegu
sjónarmiði, heldur einnig menningarlega
og félagslega, almennar talað. Félagslíf og
menningarviðleitni Islendinga í Vesturheimi
hefði orðið drjúgum fátækari og svipminni,
ef íslenzkir templarar hefðu þar eigi verið
að verki.
Eins er þó ógetið í því sambandi, og
hreint ekki hins ómerkilegasta, en það er
þátttaka íslenzkra templara í starfi Stór-
stúku Manitoba, en þeir hafa frá því um
aldamót skipað þar nær alla embættis-
mannasessina og jafnframt látið í té aðal-
starfskraftana. Ýmsir félagar úr stúkunni
Heklu hafa árum saman átt sæti í fram-
kvæmdanefnd stórstúkunnar, en skylt er
að geta þess sérstaklega, að Arinbjörn S.
Bardal hefur í meir en aldarfjórðung verið
stórtemplar, enda hefur hann nefndur ver-
ið sverð og skjöldur Stórstúkunnar.
Hafi íslenzkir templarar vestan hafs því
þakkir og heiður fyrir það, hve vel þeir
hafa haldið í horfinu, þó að á brattann hafi
verið að sækja og sveit þeirra fámennari
en áður, þakkir og heiður fyrir alla um-
bóta- og menningarviðleitni sína. Hún er
spor í rétta átt, og eiga þar við orð skálds-
ins:
,,Hvað vannst þú Drottins veröld til þarfa?
þess verður þú spurður um sólarlag.“
En þó nokkuð hafi óneitanlega áunnizt í
bindindismálunum, þá er sigurinn enn þá
fjarri, lokatakmarkið langt framundan. Of-
drykkjan, með allri þeirri siðspillingu og
mannspillingu, sem fylgir í hennar spor, er
enn heimsböl, sem þyngra er en tárum taki,
og þurfum við ekki langt að líta umhverfis
okkur til þess að sjá merki þess, hvort
heldur er í Bandaríkjunum eða Canada. Á
þessum tímamótum sæmir okkur íslenzk-
um templurum því það eitt, að stíga á stokk
og strengja þess heit að herða sóknina af
fremsta megni. Það er að snúast drengi-
lega við kröfum líðandi tíðar.
Eitt sinn var eftirfarandi grafletur meitl-
að á bautastein fjallgöngumanns: „Hann
dó, meðan hann var að klífa.“
Slík eftirmæli vildi ég kjósa okkur öllum
íslenzkum templurum til handa, að við
sækjum djarflega fram að settu marki,
sækjum á brattann til hinnztu sundar.
í þeim anda flyt ég stúkunni Heklu, já,
báðum stúkunum, því að mér eru þær jafn
kærar, hugheilustu afmælisóskir mínar, og
lýk máli mínu með bjartsýnni lögeggjan
skáldsins:
„Templara sveit!
vertu trú, vertu sterk, vertu trygg við þín
heit!
Berðu ægishjálm prúð,
yfir aðköst og níð,
afli kærleikans knúð
alla komandi tíð!
Og þú hlýtur, þú hlýtur að sigra um síð!“
Gjafir til blaðsins
Einhver ónafngreindur maður í
Reykjavík sendir blaðinu 100 kr.,
,,nýársgjöf“. Vafalaust er hann kaup-
andi Einingar og því hægt að færa
honum hér með beztu þakkir fyrir gjöf
og góðhug.
Þá sendir Stefán Guðmundsson, Hól-
um, Dýrafirði blaðinu 100 kr. og mjög
hlý viðurkenningarorð í ágætu bréfi,
sem ber vitni, að höfundur þess hugs-
ar um hin miklu alvörumál, les hinar
merkustu bækur og unir vel að ferð-
ast í hugleiðingum sínum einhvers
staðar á háum leiðum andans. Hafi hann
beztu þakkir fyrir ágætt bréf og pen-
ingana til blaðsins. — P. S.
Blaðinu snúið við.
Það sem mig undrar mest í Ameríku,
er það, hversu foreldrar hlýða börnum
sínum.
Hús ísl. stúknanna í Winnipeg.
Hertoginn af Windsor.