Eining - 01.02.1949, Qupperneq 12

Eining - 01.02.1949, Qupperneq 12
12 EINING Ævintýri Collins Að undanförnu hafa birzt í Einingu frásagnir af æviferli Collins hins enska, drykkjumannsins og hrakfallabálksins, og eru þær nú á enda kljáðar. Þar var síðast skilið við Collin, sem endir var bundinn á röskan tuttugu ára langan aðskilnað hans og konu hans. Frá ævi- lokum hennar er greint í niðurlagi ævi- sögunnar, starfi Collins sem bindindis- manns og heimkomu sonar hans úr her- þjónustu. Er þar fátt, sem mergur er í og því aðeins drepið á það helzta. Coll- in naut skamma stund samvistanna við konu sína. Heilsa hennar var á þrot- um í upphafi þeirra og andaðist hún að tæpu ári liðnu, sátt við guð og menn. Varð henni auðið þeirrar hamingju, að sjá mann sinn gerbreyttan til hins betra og af 'syni sínum hafði hún þær fregn- ir, að hann hefði gerzt frumkvöðull bindindisstarfsemi í herdeild sinni á Indlandi. Collin lifði mörg ár eftir andlát konu sinnar og vann þá ótrauður að út- breiðslu bindindis meðal fyrri félaga sinna og annarra. Var hann sjálfur hið bezta dæmi um réttmæti og gildi þeirra kenninga, sem hann boðaði og ávann því marga með þeim. Hann lifði það að sjá son sinn og heppnaðist að kaupa hann lausan úr herþjónustu. Settist hann þá að hjá föður sínum og lærði skósmíði og vann að henni um skeið, en að fjórum árum liðnum kom nokk- urt los á líf hans. Lagði hann þá starf sitt á hilluna og skömmu síðar gekk hann á ný í herinn og öðlaðist þá brátt festu og frama. Efri ár Collins voru friðsæl og fögur og var hann þá svo virtur og dáður, sem hann hafði verið aumur og smáður fyrr meir. Lýsingar Collins á volæði drykkju- mannsins eru fyrir margra hluta sak- ir verðar gaumgæfni og hefi ég komið þeim á framfæri til að efla skilning á nauðsyn starfs, sem firri menn slíku böli. Þýðing mín er gerð eftir 4. útgáfu ævisögunnar prentaðri í London 1865 og er í sumum greinum endursögn og ekki án agnúa svo sem vænta má og bið ég lesendur að virða þá á betri veg. Hafi þeir svo þökk er hlýddu. Þórður Tómasson frá Vallnatúni. Askorun hins danska ráðherra Samkvæmt norska blaðinu, Folket, 10. des. 1948, hefur félagsmálaráðherra Dana, Johan Ström, komizt fyrir nokkru svo að orði: ,,Ég tel það vafalaust, að allur þorri manna í landinu kunni að meta það fræðslustarf, sem bindindismenn vinna til þess að upplýsa og fræða menn um hin skaðlegu áhrif áfengisins, bæði fyr- ir hvern einstakann einn og allt þjóð- félagið. En okkur bindindismönnum finnst það æskilegt, að miklu fleiri gefi sig fram til þátttöku og skipi sér í þá sveit, er heldur uppi baráttunni gegn áfengisbölinu. I þeirri baráttu er þörf fyrir alla góða krafta, og þar er þörf fyrir mik- ið framlag peninga til þeirrar fræðslu- starfsemi, sem er nauðsynleg gegn á- köfu auglýsingaskrumi öls- og áfengis- auðmagnsins. Ég skora, þess vegna, á alla þá, sem eru vinveittir bindindisstarfinu, að láta ekki sitja við samúðina eina, heldur stíga sporið til fulls og fylkja sér til starfs í sveit okkar bindindismanna. — Mér finnst það ósanngjarnt, að ríkið skuli ekki leggja fram meira fé til bind- indisstarfsins. 85,000 krónur er allt og sumt, sem ríkið veitir til slíkrar starf- semi. Það nær skammt, þegar rétt er litið á verkið, sem þarf að vinna. Auð- vitað eru kröfurnar til ríkisins mai’gar og miklar, en þegai' urn annað eins er að ræða, sem fræðslustarf gegn áfeng- isneyzlunni, má ríkið ekki skera stuðn- ing sinn við neglur sér. Já, vissulega er peninganna þörf, en ekki síður á þátttöku þinni í starfinu. — Gefðu þig því fram, einnig vegna sjálfs þíns“. Eining hefur nýlega birt ræðu menntamálaráðherra, Eysteins Jóns- sonar, sem flytur sanxskonar boðskap, og þó öllu sterkari, eins og þessi orð danska ráðherrans. Og að þessu sinni flytur blaðið skorinorta ræðu rektors Háskóla íslands. Þingtíðindi Stórstúku Islands Þingtíðindi frá síðasta Stórstúku- þingi komu út um áramótin. Eftir að síðasta próförk af þeinx hafði verið les- in og leiðrétt, rugluðust línur í prent- smiðjunni í fyrri hluta 95. bls. svo mjög, að ólæsilegt er. Þetta er skrá yfir þæi- skipaðar, fastar nefndir, sem störfuSu á jnnginu, aðrar en regluhags- nefnd. Mun leiðrétting verða birt í næstu Þingtíðindum; en þar eð langt er þangað til þau koma út, er Eining beðiix að birta kaflann. Hamx var þaixnig: Slcírteinanefnd: Jóh. Ögm. Oddsson, Árni Johnsen, Hannes J. Magnússon, Jóix Einarsson, Jón Þ. Björnsson. Áfengislaganefnd: Haraldur S. Norð- dahl, Felix Guðmundsson, Sigurgeir Gíslason, Jónas Tómasson, Þórarimx Hjálmarsson. Fræðslunefnd: Björn Magnússon, Friðrik Hjartar, Jarþrúður Einai’s- dóttir. Blaöfregnanefnd: Halldór Kristjáns- son, Sigfús Sigui’hjai'tai’son, Pétur Sig- urðsson. Laganefnd: Indriði Iixdriðason, Guðnx. R. Ólafsson, Kristnxuixdur Þor- leifsson, Jens E. Níelssoix, Sigurður Guðmundssoix (úr st. Fi’eyju nr. 218). Ferðakostnaðarnefnd: Guðjón Bach- nxamx, Jón Guðnason, Kristján S. Sig- urðsson. Dagskrárnefnd: Gísli Sigurgeirsson, Steiixdór Björnsson, Stefán Árnason. Það bagalega óhapp vildi til við prentun Dagatals bindindisnxanna 1949, að nafn júlímánaðar lenti yfir dagatöflu desember, en nafn desember yfir töflu júlímánaðar. Byrjar því ann- ar mánuðurinn einunx degi of snemma, en hinn einunx degi of seint. Nú hefur verið prentuð leiðrétting og verður lxún send til allra útsölu- manna dagatalsins, svo að þeir kaup- endur, senx vilja snúa sér til þeiiia, geta fengið þessa leiðréttingu og límt hana á viðeigandi stað í dagatalinu. í Reykjavík geta menn fengið leiðrétt- inguna ýmist hjá afgreiðslu Einingar, Klapparstíg 26, eða í bókabúð Æskunn- ar, Kirkjuhvoli. Kaupendur dagatalsins eru beðnir afsökunar á þessu leiðinlega óhappi. Sú ómenning, senx reynir að dylja mai’gvíslegar svívirðingar, svindl, brask, óheiðai’leik, viðskiptaklæki, svall og ólifnað undir blæju hins í’angnefnda kristindóms þjóða, sem fremur íxxættu heita heiðnar en kristnar, — telur það nauðsynlegt og tilheyraixdi siðmeixix- ingu að áfeixgisdi’ykkja sé iðkuð í veizl- * um höfðiixgja og fyrirmaixna. Lágkúru- legir ái’óði’ai’seggir áfengistízkuixnar kvarta sí og æ, ef eiixhvei’jar hönxlur eru lagðar á slíka siði og tala um „hala- ixegramenningu“ ef vökvinn flýtur ekki tálmunarlaust. En nú skulum við gefa gaunx því, senx trúarbók kristinna manna segir um þetta: „Ekki sæmir konungum að drekka vín, né höfðingjum áfengir drykkir. Þeir kynnu að drékka og gleyma iögunum og rangfæra málefni alira aumra manna“. (Oröskv. 31, U, 5.). Þetta er úrskurður hins vitra manns, senx upplýstur er af anda Guðs — anda sannleikans. En menning myrkri hjúpuð og á valdi ósanninda og blekkinga heimtar áfengi í veizlunx höfðingjanna, , sem eiga að semja lög, gæta laga og vaka yfir heill lands og lýðs. Slíkt er iðkað, og því engin furða þótt réttu máli sé oft hallað, í’angsleitnin haldi velli, og nxenn „gleymi Iögunum“, gleymi því, sem rétt er og skyldum sínum. r Afengisdrykkja höfðingja Áríðandi leiðrétting

x

Eining

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.