Eining - 01.10.1949, Blaðsíða 1
7. árg.
Reykjavík, október 1949.
10. tbl.
EF...
Ef þér væruð einvaldur í heiminum
og réðuð yfir öllum þjóðum, hvernig
munduð þér stjórna?
Viljið þér senda Einingu svar við
þessari spurningu? En það verður samt
ekki birt nema það sé stutt og læsilegt,
annað hvort skemmtilegt eða viturlegt,
eða hvort tveggja. Væri ég slíkur ein-
valdur, mundi ég gera þetta:
Gefa öllum þjóðum og þjóðabrotum
fullt sjálfstæði og frelsi en bjóða þeim
þátttöku í alþjóðastjórn og félagi.
Eg mundi bjóða þremur æðstu mönn-
um allra þjóða, sameiginlega í þriggja
daga veizlu á hverju ári.
Eg mundi lögbjóða einn gjaldeyri
fyrir allar þjóðir og gera allan heiminn
að einu viðskiptasvæði.
Eitt tungumál yrði kennt í skólum
allra þjóða, en hver þjóð fengi þó að
nota sitt eigið tungumál, alveg ótrufluð.
Allir menn fengju frjálsar hendur til
að verzla og stunda hvers konar at-
hafnalíf og græða fé eftir getu, en þeir
mundu verða að bera þær álögur, er
gerðu fært að sjá vel fyrir öllum, sem
ekki gætu bjargast sjálfir eða hefðu ekki
atvinnu.
Lögbundinn vinnudagur yrði stuttur,
en við allt uppeldi yrði lögð mest á-
herzla á fegurðarsmekk, listir, ræktun,
fegrun, ferðalög og sem nánust kynni
þjóða. Ógift fólk yrði að bera allþunga
skatta.
Eg mundi verðlauna hvert par, sem
giftist saman, amerískt og rússneskt.
Hver þjóð fengi að halda sínu eftir-
lætis þjóðskipulagi, en þar mundi brátt
koma í ljós, hvað gæfist bezt.
Markvisst yrði unnið að afvopnun
allra þjóða, hermönnum fengin nytsam-
leg störf og herskipum breytt í lysti-
snekkjur og hernaðarflugvélar teknar til
skemmtiferða.
En helzta fræðigreinin meðal allra
þjóða yrði mannfjölgun og framleiðsla
nauðsynja, að í slíku yrði sem bezt jafn-
vægi og offjölgun þjóða haldið í skefj-
um með menntun og góðum lífskjörum.
Alla tvímælalausa vandræða menn og
undirmálsmenn, karla og konur, skyldi
gera ófrjóa.
Uppeldismálum skyldi hagað þannig,
að hver maður, karl og kona, meðal
allra þjóða, á aldrinum 10—70 ára gæti
stundað minnsta kosti tveggja stunda
nám vikulega, í klúbbum, félögum eða
skólum.
Eg mundi láta reisa volduga alþjóða
menningarstöð. Ekki eitt hús, heldur
nokkur stórhýsi, af þeirri beztu gerð,
sem kunnáttumenn heimsins gætu af-
rekað. Þau yrðu að minnsta kosti fjög-
ur: helgidómur, háskóli, útvarpsstöð og
listaverkasafn. Þaðan yrði útvarpað um
heim allan því bezta, sem hver þjóð
gæti lagt til.
Þá menn mundi eg sæma heiðurs-
merkjum, sem bezt orð fengju fyrir heið-
arleik.
Pétur SigurSsson.
Fullftrúi öreigaitna.
Dag nokkurn, er La Guardia var
borgarstjóri í New York, kom hann á
skrifstofu sína í ráðhúsi bæjarins án
þess að hafa hugmynd um, hvaða störf
biðu hans. Hið fyrsta, sem hann þurfti
að gera, var að taka á móti þremur
verzlunarerindrekum frá Rússlandi. —
Allt í einu kom skrifstofuþjónn með þrjá
vel rakaða og uppdubbaða menn inn til
borgarstjórans. Mennirnir voru svo full-
komlega upp á færðir, samkvæmt
ströngustu tízku, og allir hneigðu þeir
sig sem einn maður fyrir borgarstjóra,
en hann varð dálítið vandræðalegur á
svipinn, leit á mennina, þeirra fínu föt,
leit svo niður á sig, en föt hans voru
ekki slík sem þeirra. Hann sló þá upp
á spaugi og sagði, um leið og hann rétti
þeim hendina og bauð þá velkomna:
,,Eg sé, herrar mínir, að eg verð hér full-
trúi öreiganna“.
NOKKUÐ AÐ VARAST
Eitt sinn, er Hákon Noregskonungur var
í heimsókn í London, ásamt drottningu
sinni og Ólafi erfðaprins, hlustaði hann á
hljómleika. Rödd einsöngvarans bætti upp
í styrkleika það, sem á vantaði í fegurð.
í hléi beygði hinn litli krónprins sig niður
að föður sínum og spurði: „Pabbi, er það
satt að hinn syngi fyrir fangana" ?
„Já, drengur minn“, svaraði konungur-
inn, „og hafðu það í minni, ef þú skyldir
freistast einhvemtíma til að aðhafast eitt-
hvað sem þú mátt ekki gera“.
p"------—--------------------------
Sögulegt plagg.
Undanfarin f jögur ár hefur ritstjóri
Einingar séð um útgáfu á dagatali
því, er Samvinnunefnd bindindis-
! manna gefur út. Fyrir árið 1950
verður dagatalið myndir frá þessum
tólf stöðum á landinu: Reykjavík,
( Akranesi, Isafirði, Sauðárkróki,
Siglufirði, Akureyri, Húsavík,
Seyðisfirði, Norðfirði, Vestmanna-
eyjum, Eyrarbakka og Hafnarfirði.
Hverri mynd fylgir bindindissaga
staðarins, auðvitað örstutt, aðeins
! um 300 orð. En allmikill fróðleikur
! er þar samt saman kominn.
Vegna þess, að undanfarin ár
hafa stundum komið í ótíma endur-
send dagatöl utan af landi og all-
' mikil fyrirhöfn verið með dreyfingu
þeirra og sölu, en þau selzt upp á
skömmum tima í Reykjavík, verð-
! ur að þessu sinni ekki sent út um
land nema til hinna stærstu og ör-
uggustu staða. Þeir, sem því kynnu
að vilja kaupa eða selja dagatalið
1950, hvort heldur eru stúkur, fé-
! lög eða einstaklingar, verða að láta
ritstjóra Einingar vita í tíma, hvort
þeir vilja fá dagatalið, og hve mikið
; af því, og vera ábyrgir fyrir því,
sem þeir biðja um. Þannig verður
það afgreitt að þessu sinni.
Dagatalið verður eigulegt plagg.
Verð eins og undanfarið, 5 krónur.