Eining - 01.10.1949, Blaðsíða 6

Eining - 01.10.1949, Blaðsíða 6
6 EINING 4 Útisamkoma við höfnina. Séra Valdimar Eylands er í ræðustólnum. bæitum stjórnmálum. Þriðja blaðið, sem hér hefur verið gefið út, er Eldeyj- an. Utgefandi, eigandi, ábyrgðarmaður og ritstjóri er Helgi S. Jónsson, forstjóri. Blað þetta er meira í stíl dag- eða viku- blaða en hin tvö, og því mun einna helzt vera ætlað að vera samvizka eða sam- vizkubit leiðandi manna hér. Aðeins ör- fá tölublöð hafa komið af Eldeynni. Hér er starfandi deild úr Fél. ísl. frístunda- málara, tóku 4 þeirra þátt í sýningu, sem fram fór nýlega í Reykjavík. — Þá cru menn ljóðhagir hér sem annars scaoar á landinu, en ekki hef ég né aðr- ir tölu á hve margir þeir eru, sem ort gcta. Fleiri listgreinar hafa og skotið hér upp höfði, s. s. leiklist. En leikstarf heíur verið hér um mörg ár, einkum á vegum stúknanna og Ungmennafélags- ins, og hefur það jafnan verið einn helzti þáttur skemmtanalífsins hér. — Um skemmtanalífið væri gaman að ræða allícarlega, en það er, að mínum dómi, spegilmynd af menningu hvers staðar á hverjum tíma. Það eru mörg ár síðan að dansleikir í Keflavík voru orðlagðir fyrir vín- drykkju og slagsmál. Bæði þessi fyrir- brygði, sem eru næsta óaðskiljanlegir fcrunautar, hafa mér virzt mjög algeng 72 ára sundncmi í Iieflavik. í verstöðvum landsins, og eru, ef til vill, dálítið afsakanleg, þegar tekið er tillit til þess, að þangað safnast saman ung- ir og hraustir menn úr öllum landshlut- um með mismunandi sjónarmið, en oft sömu metnaðarmál, og fláræði er fjarri sjómannseðlinu. Eg ætla ekki að halda því fram, að hætt sé að drekka og slást á dansleikjum hér, en mér er nær að halda, að hvort tveggja hafi minnkað verulega. Annars má segja, að skátarnir hafi verið brautryðjendur nýrrar tækni í upp- setningu skemmtana. Þeir hafa 12—15 stutt atriði, en mjög hraðar skiptingar, og þó að hvert atriði sé ef til vill ekki mikils virði né risti djúpt, þá verður heildarsvipurinn listríkur og skemmti- legur. Auk þess er það uppeldisfræði- legur áviningur að fá sem flesta í starf og sá grundvöllur, sem allt skátastarf hvílir á. Kvikmyndir eru mikið sóttar. Undan- farin ár hafa verið hér tvö kvikmynda- hús, en annað þeirra brann í vetur. Nú eru 8—10 sýningar vikulega í Bíó-höll- inni, en hún tekur hátt á fimmta hundr- að manns í sæti. íþróttastarf hefur farið ört vaxandi á síðustu árum, og er það eingöngu á veg- um UMFK. Skátar í Keflavík. Keflavík er ekki auðug af fornum minjum eða sérkennum. Þó er hér einn sá hlutur, sem ég hygg að sé einstæð- ur hér á landi, en það er ,,17. júní stöngin”. Það er ákaflega mikil flagg- stöng úr steinsteypu og járni. Framan á fótstallinum er upphleypt mynd af Jóni Sigurðssyni, en landvættirnir eiga að prýða horn stallsins. Á ,,17. júní stönginni“ er fáni dreginn að hún aðeins einu sinni á ári — á þjóðhátíðardegi vorum. Umhverfis stöngina á að koma minja og skrúðgarður og hefur hann verið skipulagður í aðalatriðum, en framkvæmdir ekki hafnar, svo að enn er þar autt svæði, sem um nokkurt skeið hefur verið notað sem íþróttaleikvang- ur. Þangað hópast fólkið 17. júní og fáninn er dreginn að húni stangarinn- ar með mikilli viðhöfn. Þó stöngin standi lágt, gnæfir hún yfir alla byggð- ina og fáninn sést alls staðar að úr bæn- Keflvíkingar stunda íþróttir. Sjúkrahúsið i baksýn. um. Undir fána ,,17. júní stangarinnar" sameinast hugir allra, sem þjóðlegheit- um og vorum unga bæ unna. Að endingu vil ég geta þeirra, sem forustu hafa um andlega, veraldlega og líkamlega heilbrigði Keflvíkinga. I bæj- arstjóraembættið verður ekki ráðið fvrr I* en að ári, en Ragnar Guðleifsson, odd- viti, fer með vald hans. Alfreð Gíslason, sem hér var lögreglustjóri, hefur hækk- að í tign og orðið bæjarfógeti. Karl G. Magnússon er hér héraðslæknir eins og áður og séra Eiríkur Brynjólfsson á Ut- skálum er sóknarprestur. KYNNINGARKVÖLD AÐ JAÐRI Umdæmisstúkan nr. 1 gekkst fyrir skemmti- og kynningarkvöldi að Jaðri, \ sunnud. 18. s. 1. Hópar komu sunnan með sjó og austan yfir fjall. Við kaffiborðið sátu yfir 200 manns og hafði aldrei áður verið svo þéttskipað í hinum vistlega sam- komusal Jaðars. Efnisskrá kvöldsins var ræða, kórsöngur, píanóeinleikur, upplestur, kvikmyndasýning og svo auðvitað dansinn. Stórtemplar, séra Kristinn Stefánsson, flutti ræðuna, sem Eining birtir ef til vill síðar. Templarar kunna vel við sig að Jaðri. 1 sambandi við síðasta stórstúkuþing var * þar mjög myndarleg veizla, sem gleymst hafði því miður, að geta um í frásögn síð- asta blaðs af stórstúkuþinginu. Þingstúka Reykjavíkur bauð, fyrir hönd stúknanna í Reykjavík, öllum fulltrúum og gestum stór- stúkuþingsins, til matarveizlu að Jaðri. — Undir borðum sátu yfir 170 manns. Fjór- réttaður matur var fram borinn og verður það að segjast hlutaðeigendum til verðugs hróss, að hann var óaðfinnanlegur, ljúf- fengur og fyrsta flokks í alla staði. Jafn- vel kaffið var gott, sem oft er allt annað á veitingahúsum. Ýmislegt var til fróðleiks og skemmtunar. Felix Guðmundsson talaði frá hálfu Stórstúkunnar, þar sem stór- templar gat ekki mætt sjálfur. Alfreð Gísla- son læknir flutti stutt erindi og margir fulltrúanna og gesta tóku til máls undir borðum, en Árni Helgason, sýsluskrifari í ^ Stykkishólmi, skemmti svo myndarlega að flestir eða allir hlógu sér til heilsubótar um langa stund. Samsætið var í alla staði hið bezta. ♦

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.