Eining - 01.10.1949, Blaðsíða 5

Eining - 01.10.1949, Blaðsíða 5
V EINING ' * Keflvíkinjíur með mesta aflann, sem hann hefur fengið, 30—30 lestir á þiijum. Snemma beygist krókurinn. Frá höfninni í Keflavík. Frá höfninni í Keflavík. Útgerð fer stöðugt vaxandi og hefur flotinn margfaldast að lestatölu síðustu árin. Bátar í eigu Keflvíkinga og gerð- ir út héðan eru 36 að tölu, allt frá trill- um upp í togara, og var togarinn Kefl- víkingur, eign Keflavíkurkaupstaðar, mikill fengur fyrir flota vorn Keflvík- inga, en á aflabrögðum flotans byggist að sjálfsögðu afkoma okkar í þessum út- gerðarbæ. Að gefnu tilefni er rétt að geta þess, að samkvæmt skýrslu Fiskifélags Is- lands frá í vetur, þá er Keflavík ein af mjög fáum verstöðvum þessa lands, þar sem útgerð hefur aukizt frá fyrra ári. Þegar hr. forseti Islands, Sveinn Björnsson, fór fyrstu för sína um land- ið sem slíkur, þá gat hann þess í ræðu, er hann flutti hér, að á sínum yngri ár- um og jafnvel lengur, hefði hann alltaf heyrt talað um Suðurnesin og þó eink- um Keflavík, sem svartasta blettinn á landinu. Forsetinn taldi að til þessara ummæla lægi það, að hér væri hvorki fagurt land né frjósamt, og svo hitt, að ótítt var, að fólk héðan gengi mennta- veginn og menning því talin á lágu stigi, borið saman við aðra landshluta. Það er vafalaust rétt, að enn þann dag í dag mun fáum þykja melarnir eða heiðin fögur að líta, en furðu fallegur er þó fjallahringurinn á björtum haust- degi, þegar fyrsta vetrarmjöllin er fallin á hnjúkana og loftið er tært sem skær- asti kristall. Við munum þó ekki státa af fegurð landsins eða búsæld, né gera tilraun til þess að fá aðra til að trúa slíku, en við getum tekið undir með bóndanum á Læk, sem kvað hafa sagt: ,,Það er fallegt á Læk, þegar vel veið- ist“. Og af því sem fyrr greinir um út- gerð og athafnir í sambandi við hana, er augljóst, að við viljum njóta þeirrar fegurðar ,,að vel veiðist“. Og forsjónin hefur verið okkur náðug, því að í stað grasi gróinna engja, hafa okkur hlotn- azt gjöful fiskimið. Um menningarþróunina má hins veg- ar ef til vill deila. En ummæli manns, sem kom til Keflavíkur eftir 20—30 ára fjarveru, gefa augljósar bendingar. Hann sagði: ,,Nú hefur Keflavík brotið af sér viðjar gelgjuskeiðisins“. Þessi fáu orð hafa geysimikinn sannleika í sér fólginn. Viðjar gelgjuskeiðisins voru fyrst og fremst kúgun erlendra kaup- manna, sem áttu langa og oft ljóta sögu að baki sér. En í skjóli verzlunareinok- unarinnar og af hennar völdum, þróuð- ust hér alls konar skaðsemdir í hugar- fari og hátterni manna. Fátækt og fá- breytt athafnalíf, auk vanþroska í fé- lagsmálum hefur, gert fólkinu erfitt upp- dráttar, alið hjá því þýlund og minni- máttarkennd, en hroka og stórlæti hjá þeim, sem meira máttu sín. Nú hefur Keflavík brotið af sér viðjar gelgjuskeið- isins. Nú blikna Keflvíkingar ekki leng- ur undan bitru auga fulltrúa einokunar- valdsins, né blygðast sín við beiskar synjanir hans. Það var lærdómstími, sem keyptur var fullu verði. En nú hafa Keflvíkingar lært að þekkja mátt samtakanna og gildi félags- andans. Þrautseigju og dugnaði nokk- urra manna og kvenna er svo fyrir að þakka, að félagsstarf hefur náð að festa hér rætur og þroskast, og reynslan hef- ur sýnt að grundvöllurinn — fólkið sjálft — er sízt lakara hér en annars staðar. Það er duglegt og námfúst. S. 1. vetur voru t. d. á milli 70 og 80 manns úr Keflavík við framhaldsnám víðsvegar um land — allt frá héraðsskólanámi til háskólanáms. Hér eru að minnsta kosti starfandi átta menningar- og framfarafélög. — Nokkur skemmtifélög, hagsmuna- og stéttarfélög og fjöldinn allur af pólitísk- um félögum. Starf þessara félaga er margvíslegt og því erfitt að dæma um, hvert þeirra hefur gert mest eða bezt, en öll eiga þau þakkir skilið fyrir gott starf. Sum þeirra hafa lagt metnað sinn í að láta hér eftir sig veraldlegar minjar. Ungmennafélag- ið byggði t. d. sundlaug, og hafa sund- nemarnir þar verið á aldrinum allt frá tveggja til sjötíu og tveggja ára. Skáta- félagið Heiðabúar hefur reist myndar- legt félagsheimili. Kvennadeild Slysa- varnafélagsins hefur komið upp björg- unartækjum og skipbrotsskýlum, og svona mætti lengi telja. Málfundafélag- ið Faxi hóf útgáfu samnefns blaðs fyrir 9 árum. Það var fyrsta tilraun, sem gerð var í Keflavík með útgáfu prentaðs blaðs. Byrjað var með 8 síðum í lesbók- arbroti annan hvern mánuð, en með ár- unum hefur það heldur vaxið að síðu- tali og blaðafjölda, en heldur svipuðu broti. Blaðinu er ætlað að færa í letur fornan fróðleik af Suðurnesjum og segja frá merkum viðburðum líðandi stund- ar. Það er ópólitískt, enda standa að Faxa allra flokka menn. Blaðið Reykjanes var gefið hér út um skeið af nokkrum Sjálfstæðismönnum. Það var með svipuðu sniði og tilhögun og Faxi og svipaða stefnuskrá að við-

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.