Eining - 01.10.1949, Blaðsíða 8

Eining - 01.10.1949, Blaðsíða 8
Eining Mánaðarblað um bindindis- og menningarmál. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Pétur Sigurðsson. Blaðið er geíið út með nokkrum íjárstyrk íré Stórstúku íslands, íþróttasambandi íslands og Sambandi bindindisfélaga í skólum. Árgangurinn kostar 20 krónur. í lausasölu kostar blaðið 2 krónur. Afgreiðsla þess er á skriístofu blaðsins, Klapparstíg 26, Rvik. Slmi: 6956. HRÆSNI Yfirborðsleg fornaldarspeki, sem litla sérþekkingu átti á sálarlífi manna, sagði við manninn: „Þekktu sjálfan big!“ Ekki var til lítils mælst! Þetta, að þekkja sjálfan sig til fulls, mun vera hverjum manni ofvaxið. Mannveran er svo marg- þættur, furðulegur og flókinn skapnaður, að jafnvel rannsókn mannsins á honum sjálfum, mundi villa honum sýn og blekkja hann svo, að vonlaust mundi vera að hann þekkti og skildi til fulls allar hvatir sínar, alla eðlisþætti og dýpstu ræturnar til margvíslegra athafna hans og gerða. Oft er fullerfitt að sanna, hvort ýmsar gerðir manna í fé- lagslífinu, eru sprottnar af einskærri eigingirni eða einhverju öðru, eða samblandi margra hvata. Og hver einstakur maður getur kallast smámynd af heiminum. I hinum fjölmenna mann- heimi ólgar óskapleg hringiða af skoðunum, hvötum, trú og hugmyndum manna, er skapast við alls konar aðstæður, um- hverfi, kjör, uppeldi, atvik, mismunandi meðfædda hæfileika, þarfir og skapgerð. Það er kunnara, en um þurfi að tala, að á milli allra þessara skoðana og hvata mannanna, eru miklir og margvíslegir árekstrar, togar þar einn aftur, en hinn fram, upp eða niður . Þannig er það um heim hins fjölmenna mannkyns. En hið sama gildir um sálarlíf einstaklingsins. Það er smáheim- ur, er samsvarar hinum stóra. Einstaklingslífið er smámynd af heildarlífi mannkynsins. I sálarlífi hvers einasta manns tog- ast á og rekast á öfl og hvatir. Þar heyja og stórveldi stríð, og þar er líka geysileg hringiða af bæði samstæðum og and- stæðum hvötum. Þar er flokkadráttur ,stéttaskipting og stétta- rígur. Þar er ókyrrð og friðleysi, breytingar og byltingar allt frá lægstu samstæðum sálarlífsins til hinna voldugustu. Og aðeins tiltölulega sjaldan eignast mannssálin eitthvert slíkt heilimagn, að hún verði fullkomlega friðuð og samstillt ein- ing — algerlega heil. Sú þekking, sem sérfræðingar hafa tileinkað sér á sálar- lífi manna, ætti að nægja til þess, að koma í veg fyrir hina ómildustu dóma um eitt og annað í fari manna. Ýmislegt, sem menn aðhafast og fengið hefur óvæga dóma, er sprottið af hinum mikla misskilningi í sálarlífi mannsins, líkt og flest- ar erjur manna í heiminum eru runnar frá hinum mikla mis- skilningi. Oft fella menn þunga dóma um eitt og annað, sem þessi eða hinn aðhefst, en eru þó sjálfir ónáðaðir af hneigð- um og ílöngun til hins sama, er þeir dómfella aðra fyrir, en standa ef til vill betur að vígi, eru heppnari, eða gætnari, eða kjarkmeiri, en hinir seku. Vafalaust má slá því föstu, að marg- an hlédrægan karl og konu, sem kastað hefur steini að Iétt- lyndi manna og gjálífi, hafi þó langað í sínu innsta eðh til þess að kasta sér líka í strauminn, þótt kjarkleysi eða gætni hafi afstýrt því. Hvað svo um hreesnina? Hún hefur jafnan fengið þunga dóma, og ekki sízt trú- hræsnin. Vafalaust má flokka hræsnina, eins og flest annað og tala um mismunandi hræsni. Kristur fór mjög hörðum orð- um um vissa tegund hræsnara. Það voru menn, sem þóttust betri menn en þeir voru. Þeir reyndu að sýnast annað en þeir voru. En svo er til annað, sem menn almennt hafa kallað hræsni og er það sú algengasta og mest umtalaða, og einnig hún hefur fengið óvæga dóma. Þetta er það, er menn kenna fallega, en breyta ekki í öllu eftir því. Það er alls ekki víst að þessir menn reyni að sýnast neitt betri en þeir eru, en þeir flytja oft fagrar kenningar, sem þeim tekst ekki sjálfum að uppfylla. Þetta kalla menn hræsni og dæma jafnan hart. — Prestar og trúað fólk hefur ekki farið varhluta af slíkum dóm- um fyrr og síðar. En er nú þetta eingöngu af hinu vonda? Oft skilja menn sig ekki sjálfa, já, oftast. Þeim finnst oft þeir vera þeim vopnum búnir, sem þeir bera þó ekki. Gestur Pálsson segir t. d. á ein- um stað í ljóðum sínum: „Eg hef elskað aðeins einu sinni, og elskaði þá svo heitt sem nokkur má“. Takið eftir þessu: elskað þá suo heitt sem nokkur má“. Með öðrum orðum: meiri elsku gat enginn maður borið í brjósti til annars. En hvernig stóðst nú þessi elska Gests Páls- sonar prófið. Auðvitað var þetta stúlka, sem hann elskaði. Hann fékk ekki stúlkunnar. Hvers vegna ekki? Sagan segir, að hún hafi sett honum það skilyrði, að hann hætti að drekka, en það gat hann ekki, og þóttist þó elska stúlkuna eins heitt og frekast er unnt. Hvílíkur misskilningur! Þannig er þetta oft. Mennirnir þekkja sig ekki sjálfa. Eitt er löngun þeirra og annaS geta. En er það þá sanngjarnt að fordæma göfuga löngun, fagra hugsjón og allt tál manna um slíkt, þótt þeir megni ekki að lifa samkvæmt því, ýmist af þrekleysi, viljaleysi eða einhverju því, sem togar of fast í öfuga átt. Menn mega ekki gleyma því, að dýrseðli mannsins togar í vissar áttir, og togar fast. En svo á maðurinn líka sínar hugsjónir og þær seilast oftast í öfugar áttir. Trúarlíf og hugsjónir manna eru vissir þættir í lífi þeirra, en svo er líka dýrseðlið eins blákaldur raun- veruleiki. Trúarlíf mannsins er túlkun hans á æðstu hugsjón- um hans. Það talar um markmiðið, sem hans bezti maður þráir og keppir að í veikleika. Það er heimur göfugustu óska hans og hreinustu hvata. En þetta á í stríði við þenna „dauð- ans líkama“. Var það ekki einmitt sjálfur Páll, hinn mikli freslungi Krists, sem sagði: „hið góða, sem eg vil, geri eg ekki, en hið vonda, sem eg vil ekki, það geri eg“. Og hann talar um „lög- mál lífsins anda“, og „lögmál syndarinnar og daugans“, og segir: „En eg sé annaS lögmál í limum mínum, sem berst á móti lögmáli hugskots míns og hertekur mig undir lögmál syndarinnar, sem er í limum mínum“. Þarna er stríðinu greinilega lýst, stríðinu í sálarlífi mannsins, stríðinu milli göf- ugustu óska hans og háleitustu trúar, og dýrseðlisins, sem ríkir í efnislíkamanum. Það er einmitt af vörum Páls, sem að síðustu stígur upp þetta hróp hinnar stríðandi sálar: „Eg aumur maður. Hver mun frelsa mig frá þessum dauðans lík- ama“. Þess ber að geta, að í næstu setningum vegsamar Páll það „lögmál lífsins anda, sem hefur fyrir samfélagið við Krist Jesúm frelsað hann frá lögmáli syndarinnar og dauðans“. Það er ærið misjafnt og fer allmikið eftir atvikum, hve sigursæll einn og annar er, þótt hann heyji stríð sitt knálega. Ekki tekst öllum jafnt og Páli. En þar fyrir skyldi ekki barátt- an og sóknin fordæmt, þótt sigurinn vinnist seint, eða jafnvel ekki. Trúarlíf og trúarjátningar manna, er einmitt hinn bjarti draumur sálarinnar og andans. Það er þráin og óskirnar, túlkaðar á sérstakan hátt. Það er jafnvel spádómur og fyrir- heit um það, sem koma skal. Á valdi slíkra háleitra óska og lögmáls lífsins anda, er maðurinn, þegar hann kennir fallega og hvetur alla menn til þess að keppa eftir hinu göfuga og óforgengilega, og bezt væri auðvitað að hann væri allur og alltaf á valdi slíks lögmáls, en svo er það þessi „dauðans lík-

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.