Eining - 01.10.1949, Blaðsíða 12
12
E I N I N G
Af engum er eins gott að læra og
hinum sönnu mikilmennum, sem eru
ljómandi fyrirmyndir allra kynslóða.
Og ekkert er nytsamara að læra en
lifnaðarvenjur þeirra.
í bókinni, How to stop worry-
ing, segir Dale Carnegie þetta um
Abraham Lincoln:
„Ef til vill hefur ekki nokkur mað-
ur í sögu Ameríku verið svo hataður
og borinn óhróðri og andmælum sem
Lincoln, en samkvæmt hinni sígildu
ævisögu hans eftir Herndon, „dæmdi
Lincoln aldrei um menn eftir því,
hvort þeir voru honum geðfeldir eða
ekki. Hann gerði sér ljóst, þegar um
eitthvert ákveðið starf var að ræða,
að andstæðingar hans geta leyst það
af hendi engu síður en aðrir. Væri
maðurinn vel hæfur til starfsins, gat
Lincoln veitt honum stöðuna, engu
síður en vini sínum, þó sá hinn sami
hefði verið honum fjandsamlegur og
komið illa fram gagnvart honum. . •
Eg held, að hann hafi aldrei svift
nokkurn mann embætti eða stöðu
vegna þess, að maðurinn væri and-
stæðingur hans eða honum ógeðfelld-
ur“.
Lincoln var svívirtur og fyrirlitinn
af mönnum, sem hann hafði hafið til
valda, mönnum eins og McClellan,
Seward, Stanton og Chase. En sam-
kvæmt vitnisburði Herndons, sam-
verkamanni hans í lögfræðistarfinu,
„skyldi enginn maður dæmdur eða
vegsamaður eingöngu út frá því, hvað
hann gerði eða lét ógert“, því að
„allir erum við afkvæmi uppeldis,
umhverfis, rótgróinna lífsvenja, at-
vika, ástæðna og erfða, sem ávallt
hafa mótað og munu móta menn“.
„Sennilega hafði Lincoln rétt fyrir
sér“, segir Dale Carnegie ennfrem-
ur. „Ef við hefðum erft sams konar
líkama, andlega og sálarlega eigin-
leika og andstæðingar okkar, og ör-
Iögin hefðu verið okkur hin sömu og
þeim, hefðum við sjálfsagt breytt
eins og þeir. Oðruvísi gat það ekki
farið. Clarence Darrow (einn fræg-
asti málafærslumaður Ameríku)
sagði oft: „Að þekkja allt er að skilja
allt, og þá kemst enginn dómur eða
fordæming að“. Við skulum vor-
kenna og fyrirgefa óvinum okkar í
stað þess að hata þá. Og heldur en
að ausa yfir þá fordæmingu og illyrð-
um, ættum við að auðsýna þeim sam-
úð og skilning, reyna að hjálpa þeim,
fyrirgefa þeim og biðja fyrir þeim.
Eg ólzt upp í fjölskyldu, er hafði
þann sið að lesa í ritningunni eða að
hafa yfir ritningargrein og krjúpa svo
niður til bænagerðar á hverju kvöldi.
Mér er sem eg heyri enn föður minn
hafa yfir þessi orð Jesú: „Elskið óvini
yðar, gerið þeim gott, sem hata yður,
blessið þá, sem bölva yður, og biðjið
fyrir þeim, er sýna yður ójöfnuð“.
Faðir minn reyndi að lifa sam-
lcvæmt þessari kenningu, og það veitti
honum slíkan sálarfrið, sem konung-
ar og maktarmenn oft hafa leitað ár-
angurslaust. . . .
Reynum aldrei að ná okkur niðri
á andstæðingum okkar, því að slíkt
skaðar okkur meira en þá. Förum
heldur að dæmi Eisenhowers her-
foringja: Eyðum aldrei einni mínútu
í að hugsa um þá menn, sem eru okk-
ur óge8felldir“.
Menn, sem fylgdu fordæmi Abra-
hams Lincolns og hinni fögru kenn-
ingu Krists, mundu flestir kjósendur
vilja senda á þing. Að læra slíkt, er
þyngsta námið í reynsluskóla lífsins.
i
1
Bent Bjarnason, gjaldkeri.
Endurskoðendur:
Jón G. Halldórsson og
Haraldur Leónharðsson.
Vara-endurskoðandi:
Númi Þorbergsson.
Söngmálaráð:
Jónas Tómasson,
dr. Victor v. Urbantschitsch og
Páll Kr. Pálsson.
1 L. B. K. eru nú þessi félög:
Kantötukór Akureyrar, stofnaður 1932.
Söngstjóri (alla tíð): Björgvin Guðmunds-
son. Undirleikari: Lena Otterstedt, frú. —
Stjórn nú: Jón Júl. Þorsteinsson, kennari,
form., Jónas Thordarson, Helga Jónsdóttir,
Höskuldur Egilsson og Kristján Rögnvalds-
son.
Kirkjukór Borgarness, stofnaður forml.
24. marz 1942. Söngstjóri: Halldór Sigurðs-
son, organisti: Stefanía Þorbjarnardóttir.
Stjórn nú: Símon Teitsson, form., Sigurð-
ur Guðsteinsson, Gestur Kristjánsson, Guð-
björg Ásmundsdóttir og Karl E. Jónsson.
Samkór Reykjavíkur, stofnaður 23. febr.
1943. Söngstjóri: Páll Kr. Pálsson. Stjórn:
Gísli Guðmundsson, tollþj., form,. Magnús
Þorvarðsson, Valdimar Leónharðsson, Árni
Pálsson og Aðalheiður Sigurðardóttir.
Sunnukórinn á ísafirði, stofnaður forml.
25. jan. 1934. Söngstjóri (alla tíð): Jónas
Tómasson. Undirleikari: Ragnar H. Ragn-
ars. Stjórn: Ólafur Magnússon, framkv.stj.,
form., séra Sigurður Kristjánsson, Sigurð-
ur Jónsson, Jóhanna Jóhannsdóttir John-
sen, frú, og Margrét Finnbjarnardóttir,
frú.
.. Söngfélagið „Harpa“, Reykjavík, stofnað
22. jan. 1938. Söngstjóri: Jan Moravek. —
Stjórn: Reinhardt Reinhardtsson, form.,
Guðm. H. Gunnlaugsson, Guðm. Bjarnason,
Ágúst H. Pétursson, Margrét Bjamadóttir
og Ásta Jónsdóttir.
Söngfélagið „Húnar“, Reykjavík, stofnað
27. jan. 1942. Söngstjóri Garðar G. Víborg.
Stjórn: Björn Helgason, form., Marínó
Helgason, Gunnhildur Friðfinnsdóttir,
Hulda Friðfinnsdóttir og Dýrmundur Ól-
afsson
Söngfélag I. O. G. T., Reykjavík, stofnað
20. nóv. 1932 Söngstjóri: Ottó Guðjónsson.
Stjórn: Jóhannes G. Jóhannesson, hljóð-
færaviðgerðarm., Númi Þorbergsson og
Hálfdán Brandsson.
Tónlistárfélagskórinn, Reykjavík, stofn-
aður 24. nóv. 1943. Söngstjóri: dr. Victor
v. Urbantschitsch. Stjórn: Ólafur Þor-
grímsson, hæstaréttarlögm., form., Baldur
Pálmason, Sveinbjörn Þorsteinsson, Ágústa
Andrésdóttir og Þórunn Þorsteinsdóttir.
Vestmannakórinn, Vestmannaeyjum, —
stofnaður forml. 1937 (en til óformlegur
frá 17. júní 1911). Nú söngstjóralaus. For-
maður Sveinn Guðmundsson, forstjóri. —
(Gaf ekki fullkomna skýrslu nú).
GETULEYSIÐ OG HEIMSKAN
Getuleysið með fálm og fát,
fleiprar stamandi já og nei.
Heimskan er málóð og mikillát,
masar um flest, sem hún skilur ei.
P. S.
VIÐSKIPTAKÆNSKA
Ef þú í nýtízku konu þér krækir,
hún kann sig að snyrta og allvel það rækir,
en málaðar varir þú verður að kyssa
og venjast, þótt litinn þær kunni að missa,
því nútímaviðskiptum kænskan er kunn,
og konurnar bjóða sinn litaða munn.
P. S.
★
GlSLI SIGURBJÖRNSSON,
gjaldkeri áfengisvarnarnefndar Reykjavík-
ur, hefur nú sagt sig úr nefndinni. Hefur
honum sjálfsagt þótt sækjast seint að fá
fé til framkvæmda, en Gísli vill láta eitt-
hvað gerast og ganga, og sé nefndin þar á
bak einum sínum bezta manni.
Framh. af bls. 9.
sagt þar frá samkomu, þar sem aðeins
eitt þúsund manna, af þrem til fjórum
þúsundum, voru algáðir.
Þetta er nú skuggahliðin. Hún er
hryggileg, en gleðjast ber yfir sigurvinn-
ingum og öllu því, er miðar í rétta átt.
I Reglunni fjölgaði um 7000 árið,
sem leið, um heim allan.
►
*
i