Eining - 01.11.1949, Side 2

Eining - 01.11.1949, Side 2
2 EINING i sem bezt gat gagnað þessum mönnum. Nú eru kenndar margar námsgreinari við skólann, svo sem danska, enska, þýzka, líffræði, ýmislegt verklegt, vél- fræði, smíðar, bókband og ýmis önnur* handavinna, sem heitir Þáttur heimilis- ins. Þar er veitt alls konar tilsögn, er bezt má gagna húsmóður og heimilis- föður. Læknisrannsókn er látin í té ókeypis, sömuleiðis öll lögfræðileg leiðbeining og aðstoð, og nú er nýlega stofnaður, út frá þessum skóla, nýr þjálfunarskóli, og þar er aðallega reynt að kenna at- vinnulausum unglingum landbúnaðar- störf og snúa hug þeirra í þá átt, og vinna þannig gegn flóttanum úr sveit- unum. Margir bezt menntuðu menn Dana hjálpa hr. Kofoed við kennslustörfin. Fræðslan er því fyrsta flokks. Prófessor- ar, kennarar, prestar og kennslukraftar frá miðskólunum, flytja daglega fyrir- lestra við skólann. Allir dagar eru hag- nýttir sem bezt. Á vetrum er kennslu- skráin eitthvað á þessa leið: Mánudag: lífsskoðun, þriðjudag: bók- menntir, fimmtudag: þjóðleg menning. Á miðvikudögum eru kynningarkvöld, en söngkennsla föstudagskvöldin. Auk þessa er svo kristindómsfræðsla og áð- urnefndar námsgreinar og margvísleg kennsla. Huað suo um fjármálin? Þessi frábæra menningarstofnun, þar sem þrjú til fjögur þúsund nemendur stunda nám og fá holla tilsögn og leið- beiningar, er ekki kostuð af ríkinu. Hans Kofoed vill að slíkt þjóðþrifastarf sé hugðarefni fólksins og stutt af fóm- fýsi einstaklinganna. Aðeins bæjar- stjórnin í Kaupmannahöfn veitir 5000 kr. árlega, en annars bjargast öll starf- semi skólans á gjöfum, styrkjum og innsöfnun með hlutaveltum. En allir, sem eitthvað geta, vilja styrkja Kofoed- skólann. Viðkvæði skólastjórans er þetta: ,,Við verðum að þjóna, fórna og elska“. (Lausleg endursögn úr Folket) Hverjum ber að þóknasl. Enginn maður getur þóknazt öllum. Hann verður að velja á milli, hverjum þóknast skal. Þegar, til dæmis, sumir göfugustu menn þjóðarinnar tjá ritstjóra Einingar, að þeir lesi hvert orð í blaðinu, þeim til ánægju, þá vill hann miklu fremur þóknast þeim, heldur en hinum, sem amast við öllu, er tengir mennina öðru áhrifavaldi en þeirra yfirdrottnunar- áformum. Göfugum mönnum er líka gott að þóknast, því að þá er gert að göfugra manna skapi, þegar sannleikanum er þjónað, sannleikurinn sagður, og sann- leikurinn aðeins. Dr« B. J. Brandsson heiðraður. Sunnudaginn 29. júlí 1949 fór fram í kirkju hins fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg hátíðleg athöfn til minningan um dr. B. J. Brandsson, göfugmennið, mannvininn og snillinginn. Þá var af- hjúpuð minnistafla, er söfnuðurinn hafði látið gera til sæmdar dr. Brands- son. Auk nafns hans og mikilla nafn- bóta, og nafns gefanda, eru á töflunni þessi orð: Kennari, grœðari, skurðlœkn- ir, mannvinur, sannmenntaður, kristinn scemdarmaður. — Allir, sem þekktu 'þig, elskuðu þig og nefndu nafn þitt aðeins í lofsorði. Ritstjóri Einingar átti því láni að fagna, að kynnast þessum afburða lækni, og sanna göfugmenni, og njóta læknisaðstoðar hans um árabil. Hann var sómi stéttar sinnar, sómi tveggja þjóða, frægur fyrir afrek í læknisstörf- um, hollvinur kristindóms, bindindis og1 fagurra siða. Hann sótti kirkju, var í Reglu Góðtemplara, var hvarvetna fyr- irmynd, elskaður og virtur af öllum, sem kynntust honum. Hann var göfug- menni og mikilmenni. Blessuð sé minn- ing hans. Hvernig varð þessi iil? Vínið bergja bændurnir, búnir ergju forhertir, leiða hvergi lán af sér, loks á vergang útreknir. í vísunni er auðvitað ekki átt við sveitabændur sérstaklega, heldur merk- ir orðið bœndur þar eiginmenn, eða karla yfirleitt. Bezta iegrunarlyfið. Á kvennasíðu Morgunblaðsins 9. júlí 1943 birtist eftirfarandi grein. Á Þess- ari öld kvöldgölturs og næturlífs, er víst óhætt að endurtaka nokkrum sinnum þann mikilvæga sannleika, sem þar eri sagður: NÆGUR SVEFN. „Ekkert vopn dugir betur í barátt- unni við ellina en langur og nógur* svefn. Ekkert fegrunarlyf gefur húðinni jafnfallegan blæ. Þótt þér notið allar mögulegar tegundir krema og andlits- vatna, munuð þér komast að þeirri niðc urstöðu, að það hefur lítið að segja, ef þér farið ekki í rúmið fyrr en um miðj- ar nætur og snemma á fætur. Það kemur okkur fljótlega í koll að vaka lengi fram eftir. Einn góðan veðurdag förum við að sjá hrukkur kring um augu okkar og þrota í augnalokunum. Tíminn fer alveg nógu illa með okkur konurnar, þótt við ekki hjálpum honum til að vinna bug á æsku okkar og þrótti. Flestar okkar vinna frá morgni til kvölds, annað hvort að hússtörfum eða verzlunar- og skrifstofustörfum, og eru því oft þreyttar, þegar komið er fram á kvöld. Hið eina rétta í þeim tilfellum er að leggja höfuðið á koddann og vona, að svefninn aumkist yfir okkur. Ef þér vinnið frá morgni til kvölds, og sjáið yður þó ekki fyrir nægum svefni, getið þér ekki með nokkrum rétti tautað og nöldrað yfir því, hvernig þér lítið út, þar eð þér getið einungis sjálfri yður um kennt. Það þarf engin, sem fer óútsofin á fætur að ímynda sér, að hún standi jafnvel í stöðu sinni og hún annars getur. Heili hennar er ekki jafnskarpur og venjulega, drungalegar hugsanirí gera vart við sig og göngulagið verður þunglamalegt. Engu að síður eru marg- ar starfandi konur, sem þrátt fyrir ann- ríki alla daga, vaka fram eftir nótt eftiri nótt. Fyrr eða seinna kemur að því, að þær ofbjóða líkama sínum, og missa heilsuna. Við þurfum meiri svefn á veturna en á sumrin, vegna þess, að þá höfum við minna sólskin og minni útivist. Og gleymið því ekki, að þér getið orðið of þreytt til að geta sofið. Það stafar af því, að taugakerfið er að mót- mæla, gera uppreisn. — Sumir læknai? segja, að svefnleysi sé mjög að færast í aukana. Látið það ekki sannast á yður, eins og það gerir, ef þér eruð ekki á verði gegn óvinum heilsunnar“. Beztu þakkir vill blaðið tjá þeim ágætu kaupend- um, sem senda greiðslu reglubundið og skilvíslega. Slíkt er mikils metið. Þeir eru alltaf nokkuð margir, sem eru góðir viðskiptamenn í hverri grein, og þeir eru hinn heilbrigði hluti þjóðarinnar. f 4 * ♦ D

x

Eining

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.