Eining - 01.11.1949, Side 3

Eining - 01.11.1949, Side 3
* EINING 3 ÞRÍR MERKIS KLERKAR v * > i Þorsteism Briem próiastur. Árni Sifjurðsson, fríkirkjuprestnr. Séra Magnús tíjarnarson. Eitt sinn lét séra Þorsteinn Briem þau orð falla um starfsbróður sinn, Sigurð Sívertsen prófessor, að hann væri heil- agur maður. Hvort sagt verður hið] sama um Þorstein Briem prófast, verð- ur látið hér ósagt, en hitt er víst, að hann var einn þeirra manna, sem við nálgumst með mikilli virðingu og jafn- vel lotningu. Hann var vitur maður, gæfur og gætinn, víðsýnn, en varkár og traustur. Hann var mikill kennimað- ur, flutti spaklegar ræður, vandaði öll] prestsstörf sín og umgekkst göfugmann- lega heilaga hluti. Ólafur B. Björnsson ritstjóri á Akra- nesi, sem var séra Þorsteini mjög hand- genginn um margra ára skeið, segir um hann: ,,Hann var um flesta hluti af- burðamaður .... Hann virðist geta ausið af ótæmandi nægtabrunni hinna skáldlegustu líkinga, samofnum einfald- leik hins daglega lífs, svo að allt rennur* saman í eðlilega samræmda heild, og maður verður þannig þátttakandi í óvenujulegri fræðslu fyrir þetta líf og hið komanda“. Hér verður ekki reynt að rekja ævi- sögu þessa mikilhæfa drottins þjóns. Hann var fæddur að Frostastöðum í Skagafirði, 3. júlí 1885. Sonur Ólafs Briem umboðsmanns og alþingismanns á Álfgeirsvöllum, Eggertssonar Briem sýslumanns í Skagafirði, Gunnlaugs- sonar Briem kammerráðs í Eyjafirði, Guðbrandssonar prests á Brjámslæk Sigurðssonar. En móðir séra Þorsteins Briem var Halldóra Pétursdóttir bónda á Álfgeirsvöllum Pálmasonar í Syðra- Vallholti Magnússonar. Sr. Þorsteinn tók stúdentspróf 1905 og embættispróf í guðfræði 22. júlí 1908, bæði prófin með 1. einkunn. Hann dvaldi um hríð erlendis við fram- haldsnám. Vígðist 11. júlí 1909 til Garða-prestakalls á Álftanesi. Gegndi síðar prestskap í Grundarþingum í Eyjafirði, Mosfellsprestakalli í Gríms- nesi og síðast á Akranesi. Hann sat á Alþingi, hlaut ráðherratign og var mað- ur, sem naut trausts við hvaða trúnað- arstörf sem var. Hann var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Valgerður Lárus- dóttir Halldórssonar fríkirkjuprests, en, síðari konan, Emilía Pétursdóttir Guð- johnsen, lifir mann sinn. Báðar voru þær miklar sæmdarkonur og heimilið mesta fyrirmyndarheimili. Þau séra Þorsteinn og Valgerður áttu 5 dætur. Ein þeirra, Ólöf Ingibjörg dó ung, en, tvær hinna eru búsettar í Reykjavík, ein í Noregi og ein í Svíþjóð. Slíkur vitmaður sem sr. Þ. Briem var, hlaut að taka velgrundaða og hyggilega afstöðu til vandamála lífs- ins. Hann skipaði sér því í sveit bind- indismanna og var félagi í Reglu Góð- templara. Hann var hvívetna maður hlédrægur og barst lítið á, en þeim mun traustari og hollur liðsmaður( hverju góðu málefni. Hann andaðist í Reykjavík 16. ágúst s.l. og hafði stritt við heilsubilun um langt skeið. Þar hvarf of snemma mikilhæfur maður frá þýðingarmiklu og margþættu starfi. Séra Árni Sigurðs- son, iríkirkjupresftur. Með séra Árna Sigurðssyni er horf- inn frá oss góður vinur og bróðir. Hann, var einn þeirra manna, sem lengi hlýt- ur að standa eftir autt skarð, enda þótt maður komi í manns stað og taki viðj störfum hans. Það er sjónarsviptir við fráfall hans. Kirkja Islands, Góðtempl- arareglan og öll íslenzka þjóðin er fá- tækari, þegar hann er horfinn brott. I þessum fáu orðum eru ekki tök á því að lýsa hinum margháttuðu störf- um séra Árna Sigurðssonar. Það hefur verið gert og mun verða gert betur á öðrum vettvangi. Kristinni kirkju var hann hollur sonur, sem vann henni og drottni sínum meðan dagur entist, af mikilli trúfesti, skörungsskap og brenn- andi áhuga, sem aldrei þreyttist. Glæsi- legur flutningur hans á hinum guðlega boðskap, hvort heldur var frá altari eða úr prédikunarstóli, hreif marga og mun lengi minnisstæður þeim, er á hlýddu. Fyrir milligöngu útvarpsins varð hann einn af höfuð-kennimönnum íslenzkrar kirkju, sem átti sér aðdáendur um gjör- vallt land. En sjálfur leitaði hann ekki sinnar vegsemdar, heldur drottins, sem hann þjónaði. Að fræðimennsku og ritstörfum vann séra Árni meira en margan mun hafa grunað um mann, sem gegndi jafnum- fangsmiklu embætti. Hann var einn af þeim mönnum, sem alltaf virðast hafa tíma til alls, hversu sem þeir eru störf- um hlaðnir. I þeim efnum munu einnig sjást spor hans, þótt honum væri eftir vorum skilningi of fljótt í burtu kippt einnig af þeim vettvangi. Regla Góðtemplalra naut hinnar miklu starfshæfni séra Árna og fúsleika hans til að vinna góðu máli gagn. Hann gekk í Regluna á unga aldri, er hann gerðist templari árið 1906, og var með- limur hennar æ síðan. Hann tók stór- stúkustig 9. júní 1918, og hástúkustig var honum veitt tveim dögum síðar. Embættismaður í framkvæmdanefnd stórstúkunnar var hann 1922—1923 og aftur 1926—1929. Hann gekk í stúkuna Mínervu nr. 172 á fyrsta fundi eftir stofnfund hennar, og var kjörinn heiðursfélagi hennar á 30 ára afmæli stúkunnar. Séra Árni var jafnan reiðubúinn til að gegna störfum fyrir stúku sína og’ fyrir Regluna í heild, þegar til hans var1 leitað, enda voru honum falin mikilvæg trúnaðarstörf á báðum þeim sviðum. Hin síðustu ár vann hann að merkilegu starfi fyrir stórstúkuna, sem vafalaust á eftir að bera góða ávöxtu í starfi » u

x

Eining

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.