Eining - 01.11.1949, Qupperneq 4

Eining - 01.11.1949, Qupperneq 4
4 EINING Reglunnar Kér á landi. Hann bar í brjósti djúpa samúð með öllum þeim, sem eiga erfiðum kjörum að sæta, og var virkur þátttakandi í líknarmálum, bæði á vegum Reglunnar og annarra samtaka. Vér stúkusystkin séra Arna söknum, hans sárt, og munum jafnan minnast hans sem eins hins bezta félaga, er vér höfum eignazt. Vér þökkum störf hans og góðvild, og biðjum Guð að blessa ávöxt lífs hans, fyrir Reglu vora, fyrir kirkjuna og fyrir þjóð vora í beild, Séra Árni Sigurðsson var fæddur 13. september 1893 í Gerðiskoti í Sandvík- urhreppi. Voru foreldrar hans Sigurður Þorsteinsson, er síðar bjó í Flóagafli og; oft er kenndur við þann bæ, og kona; hans Ingibjörg Þorkelsdóttir hrepp- stjóra í Óseyrarnesi Jónssonar. Eru þau bæði enn á lífi, háöldruð. Á unga aldri hneigðist hugur hans til náms, og stundaði hann fyrst nám í efnafræði og efnafræðirannsóknir hjá Ásgeiri Torfa- syni efnafræðing um skeið. Taldi hann: sig síðar hafa haft gott af því námi, enda þótt hann sneri sér að öðru, er hann hóf menntaskólanám. Hann lauk stúdentsprófi utan skóla vorið 1916, og embættisprófi í guðfræði 13. febrúar 1920, með mjög góðum vitnisburði. Stundaði síðan framhaldsnám í trúar- heimspeki og trúarbragðasögu við há- skólann í Kaupmannahöfn og Uppsöl- um tvö háskólamisseri. Hann var kjör- inn prestur Hins evangelisk-lútherska fríkirkjusafnaðar í Reykjavík, og var vígður prestsvígslu 27. júní 1922. Hélt hann því starfi til dauðadags, en hann andaðist hinn 20. september s.l. á, sjúkrahúsi hér í bæ. Hann var lengi ritari við próf í Guðfræðideild Háskól- ans, og síðan prófdómari frá 1938. Hann gegndi ritarastörfum í stjóm Prestafélags Islands frá 1936. Hann tók mikinn þátt í störfum Bamavinafé- lalgsins Sumargjafar, Vetrarhjálparinn- ar í Reykjavík og ýmissa annarra fé- laga, og gegndi fleiri trúnaðarstörfum. Séra Árni kvæntist 10. ágúst 1922 Séra Magnús Bjarnarson. Séra Magnús Bjarnarson fyrrv. pró- fastur frá Prestbakka á Síðu lézt í Reykjavík að heimili sonar síns, sr. Björns prófessors, 10. sept. s. 1., 88 ára að aldri. Séra Magnús var Húnvetningur að! ætt, fæddur að Leysingjastöðum í Þingi 23. apríl 1881, og stóðu að honum traustar bændaættir. Hann varð stú- dent 1885 og lauk tveim árum síðar guðfræðiprófi. Séra Magnús var vígður til Hjaltastaðar 1888, en árið 1896 var honum veitt Kirkjubæjarklausturs- prestakall. Gegndi hann því embætti, unz hann lét af prestskap árið 1931, og sat að Prestbakka, en við þann staðj var hann jafnan kenndur. Upp frá því átti séra Magnús ávallt heimili hjá syni sínum, Birni prófessor, fyrst að Borg á Mýrum, en síðustu árin í Reykjavík. Séra Magnús Bjarnarson á merka sögu sem prestur og prófastur, sem for- stöðumaður sveitar sinnar um áratugi, sem trúnaðarmaður hins opinbera í ýmsum málum. Hér verður hans minnzt sem bindindismanns og templars í rúm- lega sex tugi ára. Á skólaárum sr. Magnúsar hófst starf- semi góðtemplarareglunnar í Reykjavík. Tvær stúkur voru þá í höfuðstaðnum, og gekk hann í aðra þeirra, stúkuna Eininguna nr. 14. Á Jónsmessu 1886 var Stórstúka ísr lands stofnuð í lestrarsal Alþingis. — Bryndísi Þórarinsdóttur prests að Val- þjófsstað Þórarinssonar. Eiga þau þrjú börn, dæturnar Ragnheiði og Ingi- björgu, sem báðar eru giftar hér í bæ, og einn son, Þórarinn, er stundar menntaskólanám. Björn Magnússon. Stofnendur voru 16 frá 13 stúkum. Meðal stofnendanna, sem allir voru eða urðu þjóðkunnir menn, voru tveir guð- fræðistúdentar, þeir séra Þórður Ólafs- son, síðar prófastur að Söndum og séra Magnús Bjarnarson. Lifðu þeir lengst stofnendanna, voru báðir templarar til dauðadags og áhugasamir um gengi Reglunnar og bindindismálsins. — Um aldamótin stofnaði séra Magnús tvær stúkur í Skaftafellssýslu, eða var hvata- maður að stofnun þeirra, Ársól í Fljóts- hverfi og Aldamót á Síðu. Var hann forustumaður hinnar síðarnefndu, með- an hún starfaði, en það mun hafa verið ifram undir árið 1917. — En auk þess var séra Magnús ávallt reiðubúinn til starfs fyrir Stórstúkuna, þegar til hans var leitað. I sambandi við þjóðarat- kvæðagreiðsluna um bannmálið vann hann t. d. mikið sjálfboðastarf og var umboðsmaður Stórstúkunnar í Vestur- Skaftafellssýslu við atkvæðagreiðsluna. Hann var heiðursfélagi Stórstúkunn- ar og fleiri deilda Reglunnar, og hafa fáir verið betur að þeim heiðri komnir. Séra Magnús Bjarnarson var aðaís- maSur í sjón og raun. Hann var hverj- um manni höfðinglegri að vallarsýn, mikill maður vexti, íturvaxinn og vel farinn, svo að af bar. En hann var einn- ig mikill drengskaparmaður, hugheill hverju því máli, er hann tók að sér, þýður og elskulegur í viðkynningu, svip- hreinn og svipfagur. Hann var vœnn maður í fornri merkingu þess orðs. Slíkir menn eru líklegir til áhrifa og verða minnisstæðir samferðamönnun- um. Kvæntur var hann Ingibjörgu Br}mj- ólfsdóttur Jónssonar prests í Vestm.- eyjum, hins mikla bindindisfrömuðar 1 Eyjum. Mun bindindismálið því hafa verið sameiginlegt áhugamál hjónanna beggja. Og hjá því gat naumast farið, að börnin yrðu fyrir varanlegum áhrif- um, enda varð sú raunin. Ungur að aldri gerðist sonur séra Magnúsar liðs- maður Reglunnar og hefur verið nú um Framhald á bls. 6 * I * Nýja ÞjóSminjasafniB. Ilér er Reykjavíkursýningin til lmsa. Eitt af nýjuslu bæjarhúsunum í Reykjavík. Svo mjög hefur ris þjóölifsins hækkaö margvíslega á síöastliönum áratugum. En vandi fylgir vegsemd lwerri. *

x

Eining

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.