Eining - 01.11.1949, Blaðsíða 5

Eining - 01.11.1949, Blaðsíða 5
« EINING 5 > * * Larsen-Ledel: Mit Livs Karrusel (Sjálfsævisaga). Einingu hefur borizt frá Gyldendalsk Boghandel í Kaupmannahöfn, 4. bind- ið af sjálfsævisögu Larsen-Ledets. Það er efnisrík og bráðskemmtileg bók. Lar- sen-Ledet er snjallur rithöfundur, frá- bær stílisti, mesti baráttumaður og sannkölluð hetja í starfi og á ritvellin- um. Þegar hann var ráðinn, 25 ára, til bess að gerast einn aðalmaður við jótska Morgunblaðið, sem þá fæddist í Aarhus, með miklum harmkvælum, samkvæmt frásögn hans sjálfs, þá vann, hann um lengri tíma 15 klukkustundir í sólarhring og afkastaði að nokkru leyti þriggja manna starfi. Það er enginn hægðarleikur að kynna Larsen-Ledet í fáum orðum. Ut- lit hans vekur athygli engu síður en rit- háttur hans. Hann leynist ekki. Maður- inn er sérkennilegur, sem væri þar gengið þrekmenni út úr fornsögum okk- ar. Hann er fremur dökkur yfirlits, held- ur stórskorinn, ekki smáfríður, með miklar og loðnar augnabrúnir, og ann- að hefur honum sjálfsagt verið hug- stæðara um dagana en að snyrta sig, enda hendir hann stundum gaman sjálfur að útliti sínu. Hann segir til dæmis frá því, er hann kom fyrst til Aarhus og bað eiganda hússins um lyk- ilinn að skrifstofunni, sem átti að verða vinnustaður hans, að þá hafi húseig- andinn glápt mjög á sig, rannsakað sig með augunum frá hvirfli til ilja, allt frá ógreiddu og úfnu hári til skakkra skó- hæla. Og ekki batnaði, er hann kom aft- ur og bað húsráðanda, að láta leggja í ofninn hjá sér, því að sá hafði engum á að skipa nema dóttur sinni, og hana hafi hann sjáanlega ekki þorað að senda, en tók þann kostinn að lcoma með stúlkunni og vera hjá henni, unz hún hafði lokið verkinu. Oðru sinni segir hann frá því, að frú nokkur hafi sett yngstu dóttur sína til að líta eítir sér á meðan hún fór sjálf að ná í manr, sinn, sem Larsen-Ledet þurfti að finna. Frúin hafi verið hrædd um, að hann mundi stela einhverju frá henni. Þannig gefur hann oft í skyn, að fólki hafi ekki litizt sem bezt á sig. Larsen-Ledet hefur farið um víða ver- öld, verið settur í hásæti hjá blökku- mönnum og talað fyrir fullu húsi til- heyrenda í Reykjavík, verið hylltur í misgáningi af forustuliði heillar borg- ar. Hann hefur lifað viðburðaríka ævi, kann frá mörgu að segja og segir sér- lega skemmtilega frá, því hann er mesti ,,humoristi“ og þó alvörumaður. Ber- orður er hann og kann víst ekki að fara í kringum sannleikann. Kasti menn til hans hnútu, grípur hann fimlega, kast- ar knálega á móti og missir tæpast marks. Hann hefur verið stórvirkur bar- áttumaður og ein mesta hetja bindind- ismálsins í Danmörku. Var um langt skeið ritstjóri danska Afholds-dagblaðs- ins. Ritari hástúkunnar er hann búinn að vera um áratugi. Ævisaga hans hefur fengið hrós í dönskum blöðum. Politiken sagði, er1 fyrsta bindið kom út: ,,Hér er maður, sem gengur að skrifborðinu eins og aðf veizluborði“. Kristilegt Dagblað sagði um 2. bindið: ,,Þar leynir sér ekki hin; glæsilega frásagnarsnilld“. N. P. Jen- sen skrifaði í Radikale Venstres Gerie- ralkorr um 3. bindi: ,,Þar fer saman, vit, kímnigáfa og látlaust harðfylgi, er setur sinn svip á bókina. Hver einasta blaðsíða er skemmtileg". Larsen-Ledet i rœðustólnum. Fyrstu kaflar 4. bindisins lýsa á spaugilegan hátt byrjunarörðugleikum jótska Morgunblaðsins. Þar eru eigin- lega allir í vandræðum með Marinus L. Yde, sem Larsen-Ledet kallar stundum hálfan þriðja ritstjórann. Hann er í raun og veru góð sál, berst mikið á, er; með mikinn hatt og stórt skegg, veit allt og getur allt, að sjálfs sín áliti, en, Larsen-Ledet lét lesa upp bréf frá sér á fyrsta stjórnarfundi blaðsins, þar sem hann kallar Yde ,,idiot“ og óhæfan til ritstjórnar, og Yde verður að hlusta á lesturinn, því að Larsen-Ledet segist ekki leggja það í vana sinn að tala illa, um menn á bak þeirra. Yde reynir að vera elskulegur við Larsen-Ledet, en vill koma honum frá starfinu, vísar honum á dyr margsinnis, en Larsen- Ledet er ekki laus fyrir í sessinum. Yde vill vera fyrsti maður, aðalritstjórinn, þótt hinir séu honum miklu færari. — Baslið endar að nokkru leyti með því, að Larsen-Ledet verður að skipta við mjög snjallan ritstjóra, taka að sér hans blað í 10 daga og vera ritstjóri þess á meðan Aubeck, svo hét ritstjór- inn, er að bjarga Morgunblaðinu í fæð- ingunni og losa það með lægni við Martinus L. Yde, sem endaði sitt stormasama ævistarf sem sendiráð Dana í Hamborg á stríðsárunum, en mátti þó kjósa, hefði hann viljað, að fara tilí Reykjavíkur. En við fengum ekki þaðí glæsimenni. Hann kaus Hamborg og dó laust eftir styrjaldarlokin. Á meðan Larsen-Ledet var ritstjóri í Hobro við blað Aubecks, kom skáldið Hermann Bang þangað. Larsen-Ledet gekk á fund hans og segir skemmtilega frá framkomu þessa sérkennilega: skálds. Yfirréttarmálafærslumaður Can- tor sagði Larsen-Ledet frá heimsókn hjá Herman Bang. Það Ienti þá í orða- sennu við borðið milli skáldsins og ráðs- konu hans. Það leið yfir hana og hún, valt undir borðið. Herman Bang fórn- aði upp höndunum, féll einnig í yfirb'ð á gólfið hjá ráðskonu sinni. Málafærslu- maðurinn vissi ekki, hvað til bragðs skyldi taka, sími var þar ekki, svo að hann leitaði út á götuna eftir aðstoð. Náði í Peter nokkurn Nansen, sem gekk inn í húsið, horfði rólegur á hjúin í yf- irliði og sagði svo hægt og rólega: „Hvoru- af-þessum- tveimur-svínum-eig- um-við-að-bjarga-fyrst?“ Þetta stóðst Bang ekki í yfirliðinu, en rauk á fætur’ öskuvondur, og þá reis daman upp frá dauðum um leið. En út yfir allt tók spaugið, er menn jótska Morgunblaðsins voru að stofna nýjan flokk og voru samankomnir í Odense 21. maí 1905. Larsen-Ledet sat óþreyjufullur á skrifstofu blaðsins og) beið eftir frásögn af fundinum og stefnu- skrá hins nýja flokks. Allmikil ólga var, í málunum og flokksmenn höfðu hóp- azt til Larsen-Ledets til þess að fá frétt- ir, en þær komu ekki. Seinast tók hann, að síma, náði ekki til ritstjóranna, þótt þeir væru þar „hálfur þriðji“, varð seinast að snúa sér til Politiken, tjá blaðinu vandann og biðja um aðstoð. Ritstjórnin var týnd, engar fregnir komnar af stofnfundi flokksins og ekki stefnuskrá hans, en Morgunblaðið átti að vera ferðafært klukkan 4 árdegis. Politiken lét Larsen-Ledet fá fjóra dálka, frásögn af fundinum. Laust fyrir mið- nætti fær hann verkstjóranum á prent- smiðjunni handritið, lofar sinn sæla að hafa getað bjargað blaðinu og séð um að það kæmist út í tæka tíð, kveikir sér í stórum vindli og nýtur hvíldar- stundar. Um miðnætti áttu 10 setjarar að hefja setjaraverkið. En þetta var sunnudagskvöld, og máttu þeir ekki, samkvæmt helgidagalögum landsins, ganga til vinnunnar fyrr en á miðnætti. Larsen-Ledet naut ekki lengi sælu- stundarinnar, því að laust eftir mið-

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.