Eining - 01.11.1949, Síða 7

Eining - 01.11.1949, Síða 7
» EINING 7 » ♦ Barnablaðið Æskan 50 ára. Miðvikudagskvöldið 5. október s.l. hafði barnablaðið Æskan boð inni í Góðtemplarahúsinu í Reykjavík til þess að minnast 50 ára afmælis blaðsins. Samsætið var fjölmennt og veitingar myndarlegar. Skemmt var með kór- söng, gamanvísum og svo auðvitað ræðuhöldum, sem voru allmikil, en að- alræðuna flutti stórtemplar, séra Krist- inn Stefánsson, og rakti hann sögu blaðsins í stórum dráttum. Stórstúkan hefur átt blaðið frá upp- hafi vega þess, en fram til ársins 1928 fól hún einstöku mönnum að gefa það út, en síðan hefur hún gefið blaðið út sjálf, og er upplag þess nú á 10. þús- undinu. Blaðið hefur átt marga ágætis ritstjóra og afgreiðslumenn, en kunn- astur afgreiðslumannanna, og þeirra mikilvirkastur, er Jóhann Ögm. Odds>- son. Hann á einna drýgstan þátt í sigur för blaðsins. Þorvarður Þorvarðsson prentsmiðju- stjóri í Gutenberg átti manna fyrstur til- löguna um útgáfu barnablaðs og sam- kvæmt henni ákvað Stórstúka íslands að hefjast handa um framkvæmd máls- ins. Fyrsti ritstjóri blaðsins var Sigurð- ur Júl. Jóhannesson, og hæfari mann til þess var víst naumast unnt að fá. Hann var aðeins tvö ár við blaðið, en það nægði til þess að gera það vinsælt hjá þjóðinni. Núverandi ritstjóri Æsk- unnar er Guðjón Guðjónsson, skóla- stjóri í Hafnarfirði. Á milli þessara tveggja ritstjóra eru svo ýmsir, konur og karlar, en lengst þeirra önnuðst rit- stjórn þau Sigurjón Jónsson bóksali og Margrét Jónsdóttir kennari. Útbreiðsla blaðsins hefur orðið langmest hin síðari árin. Barnablaðið Æskan hefur gefið út marga tugi barnabóka, sem orðið hafa mjög vinsælar um land allt, og bóka- búð Æskunnar er einnig sprottin upp af slíkri starfsemi. I samsætinu talaði síðastur Jóhann Ögm. Oddsson og þakkaði ritstjórum, fyrrv. afgreiðslumönnum, prenturum og bókbindurum og öðrum þeim, sem átt hafa þátt í góðu gengi blaðsins, og þá ekki sízt mörgum ungum útbreiðslu- mönnum víðsvegar um land, og þeim fullorðnu, sem haldið hafa mikilli tryggð við blaðið. 50 ára, getur barna- blaðið Æskan fagnað sigurför. Óviiar. Mennirnir eru miklir óvitar. Þeir berjast og um allt rífast þeir. Þeir ríf- ast um matbjörgina, um jarðnæðið og auðlindir jarðar, og þeir rífast jafnvel um Guð. Þó er nægilegt rúm fyrir alla á þess- ari jörð, og nægilegt má framleiða, ef menn nenna og vilja, til þess að seðja alla svanga munna, og ef gæðunum er skipt bróðurlega. Og margfalt betra er það að tilbiðja Guð en að rífast um hann. En einnig í þeim efnum er hver hópur með sinn smáskítlega klíkuguð og skoðana-guð, og halda sig þóknast Guði friðarins og kærleikans, sem en andi og menn eiga að tilbiðja í anda og sannleika. En óvitarnir skaða sig á öllu. Ljósið gegn áfenginu. Ein áfengisauglýsing í Bandaríkjun- um var á þessa lund: „Sjáið til að kaupa ölið í brúnum flöskum, því að birtan — ljósið skemmir ölið“. Á þingi ameríska bindindisfélagsins, snemma á þessu ári, var minnt á þessa auglýsingu. Hún er markviss, því að það er heilagur sannleikur, að Ijósið, — ljós þekkingar og sannleika er skaðlegt áfenginu í hverri mynd sem er. Á þessu sama alþjóðarþingi ræddi Walter J. Hoshal frá Kentucky gagnsemi héraðsbannanna. Þessi atorkumaður bindindisbaráttunnar gat líka trútt um talað, því að undir forustu hans höfðu 93 héruð af 120 í Kentuckyríkinu komið á hjá sér héraðsbanni með almennri at- kvæðagreiðslu um málið. Þetta ríki hef- ur þó framleitt 52% af öllu whisky, sem framleitt er í Bandaríkjunum. En hvað segja íslenzkir bindindis- menn um eitt heilræði þessa atorku- manns. Hann segir: „Bænin er þýð- ingarmikið atriði. Efnið til bænasam- komna um allt landið áður en atkvæða- greiðslan fer fram“. Dómari einn frá Boston, sagði: ,,Að engin fullkomin lausn vandamálsins mundi fást á meðan áfengissölunni væri viðhaldið”. Hann brá upp ljótri mynd af áfengisbölinu í sínu ríki, Massachu- setts. Hann sagði, að 50% allra glæpa og ódæðisverka í ríkinu væru að kenna áfengisneyzlu, og 85% af illri hegðun ætti upptök sín þar. Glæpir og lagabrot í sambandi við áfengisneyzluna kostaði þetta eina ríki 6 milljónir dollara ár- lega, og 20 þúsund áfengissjúklinga kostaði ríkið 61 milljón dollara hvert einasta ár. Skyldi mönnum finnast þetta vera framför síðan bannið var afnumið í Bandaríkj unum? Hinn merki læknir, dr. Haven Emer- son, prófessor við Columbia háskólann, sagði: „Læknavísindin staðfesta, að áfengisneyzla er engum manni gagnleg. Áfengið er eitur. Það truflar hinn eðli- lega vöxt og viðgang og starfsemi líf- færa líkamans. Læknavísindin hafa stutt hina kristilegu hugsjón og hina siðferðilegu kröfu um algert bindindi“. (Heimild: Signs of the Times). Hjón ýiasl á. Fyrir nokkru leit inn á skrifstofu Ein- ingar aldurhniginn þulur, margfróður og greindur. Hann sagði, að eftirfarandi vísur hefðu farið milli hjóna: Hann kva<5: Surtur hlóðum situr á, sínum móð ei tapar, vænum gróða vendir frá, vesöld þjóðum skapar. Hún kva<5: Vínið hrindir mennskri mynd, magnar lyndið skitið. Gerir yndið allt að synd. og steinblindar vitið. '* Mynd þessi, er sýnir nýju vcrkamannabnstaðina í Keflavík o</ byggingaframkvæmdir kaupsla'ðarins, átii að fylgja sreininni i síðasta blaði, um Keflavík, en varð útundan.

x

Eining

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.