Eining - 01.11.1949, Qupperneq 8

Eining - 01.11.1949, Qupperneq 8
8 EINING i Einin g Mánaðarblað um bindindis- og menningarmál. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Pétur Sigurðsson. Blaðið er gefið út með nokkrum fjárstyrk frá Stórstúku íslands, íþróttasambandi íslands og Sambandi bindindisfélaga í skólum. Árgangurinn kostar 20 krónur. í lausasölu kostar blaðlð 2 krónur. Afgreiðsla þess er á skriístofu blaðsins, Klapparstíg 26, Rvík. Sími: 5956. Hdlft Indland hannland Það er ekki Island, heldur Indland, sem nú er fyrirmyndin. Helmingur þjóðar, sem telur 320 milljónir íbúa, er þegar1 bannþjóð og ríkisstjórnin gengur þar á undan við útrýmingu áfengisbölsins. Hún hefur sett sér það markmið, að þurrka allt landið á fimm árum. Afengisneyzla er þegar gersamlega bönnuð við alla járnbrautarþjónustu, sömuleiðis við flesta eða alla flugvelli, og algerlega útilokuð í öllum veizlum og samkvæmum hins opinbera. Landstjórinn, C. Rajagopalach- ari, lætur veita sæta súrmjólk í stað áfengra drykkja, er hann tekur á móti gestum. Allt samkvæmislíf meðal hinna æðri stétta Indlands útilokar áfengisneyzlu. Mun nú Indlandi takast það, sem hvorki ísland, Banda- ríkin, Canada, Noregur né Svíþjóð, hafði siðferðisþrek til þess að gera að varanlegum sigri menningarrinnar? Vel getur farið svo, því að menning Indlands er önnur en vestur- landa. I ítarlegri grein um þetta í sænska blaðinu, Reformatorn, segir svo á einum stað: „Indverski verkamaðurinn hlakkar nú ekki til þess að fá áfengissopa að loknu dagsverki. I stað þess bregður hann, sér nú í næsta félagsheimili til íþróttaiðkana, og fær sér þar gjarnan eitt glas af ,,nira“, það er safi, sem pressaður er úr pálmatrénu. I Bombay-fylkinu eru nú um allt landið veitingahús, er hafa þenna drykk á boðstólum. Áfengis- bannið hefur sett nýjan svip á allt líf manna í borgum og bæjum Indlands, og áfengisáróður er nú bannaður þar í sambandi við allar kvikmyndir“. Gert er ráð fyrir, án þess að til séu þó um það nákvæmar skýrslur, að stjórn Indlands tapi árlega úm 45—75 milljón- um sterlingspunda á áfengisbanninu, en almenningsálitið í landinu telur bætt siðferði þjóðarinnar meira virði en þetta. Talið hefur verið, að I Indlandi væru um 15 milljónir manna sjúkir af áfengisneyzlu og þrælar eiturnautna. 70,000 manna, sem stundað hafa áfengisveitingar, hætta slíkum störfum, þegar bannið er komið á um allt landið. Það var fyrst, árið sem leið, að fyrsta fylkið í Indlandi, Madras, varð algert bannland, ellefu árum eftir að land- stjórinn Rajagopalachari, sem þá var forsætisráðherra fylkis- ins, kom á banni í heimaborg sinni, Salem. I Bombay-fylk- inu kemur bannið til framkvæmda 1. apríl 1950, og í Mysorefylkinu árið 1952. Þar næst koma svo sameinuðu fylkin og miðfylkin, Orissa, Bihar og Vestur-Bengalía. Fylk- in, sem þá eru eftir, vinna hægfara að banni, en hafa ekki enn ákveðið nær til úrslita skuli koma. Um 13 þúsund áfengissölubúðum hefur verið lokað í Madras, og af 120 þúsundum manna, sem unnið hafa að áfengisútsölu, hafa þegar 50 þús. fengið aðra atvinnu. Til þess að vega upp á móti lokun veitingahúsanna, hefur ríkis- stjórnin látið opna um 5000 söluturna og veitingastaði, þar sem hægt er að fá kaffi, te og ávaxtadrykki. Einnig eru skipulögð skemmtikvöld, kvikmyndasýningar, íþróttaiðkanir og margvíslegt félagslíf til menningarauka. Meðal annars hefur ríkisstjórnin komið til vegar, að 100 ballettsöngvarar ferðast um landið til þess að skemmta mönnum. Síðan 1947 hefur stjórnin í Bombay unnið kapp- samlega gegn áfengisneyzlunni, reynt að bjarga ofdrykkju- mönnunum og búa fólkið sem bezt undir algert bann. Nú- gildandi lög, samkvæmt stjórnarfrumvarpi, komu til fram- kvæmda 16. júní s.l. og eftir 1. apríl 1950 verður það laga- brot að meðhöndla áfengi á nokkurn veg, jafnvel að þefc\ af því. Lágmarkshegning fyrir brot á bannlögunum er tveggja ára betrunarvinna og 150 sterlingspunda sekt. Til þess að bæta mönnum upp vinnutap vegna bannlag- anna, er stjórnin að koma til vegar nýju landnámi — sveita- þorpum, samvinnu í landbúnaði, ýmsum iðnaði, og stundum er mönnum veitt fjárhagsleg hjálp, leigulaust húsnæði og læknishjálp ókeypis, ef bannlögin hafa gert þá atvinnulausa. Áfengisbannið nær ekki til útlendinga. Áfengisbann er þegar í 13 héruðum Miðfylkjanna og 5 héruðum Mysore, sem á að verða algert bannland 1952. I sænsku greininni segir að lokum, að augljóst sé þegar, að áfengisbannið sé orðið sjálfsagt í Indlandi. Það velti að- eins á nokkrum árum að fullkomna verkið. Andbanningar spyrji: ,,Heppnast Indlandi það, sem Ameríku tókst ekki?“ Bannmennirnir svara: ,,Indland er ekki Ameríka“. Hinn máttugi, hógværi Gandhi var áhrifamesti bann- maður Indlands. Eins og önnur sönn göfugmenni, fyllti hann flokk þeirra manna, sem útrýma vilja áfengisbölinu, og hann vissi það glöggt, af því að hann átti bæði gott hjarta og óbrjálaða dómgreind, að ekkert nema róttækar aðgerðir, bæði lagalega og siðferðilega, getur unnið sigur á þeirri ágirnd manna og öðrum óheillaöflum, sem viðhalda áfengis- bölinu. Gandhi er sú andlega stærð, sem öll þjóð Indlands lítur upp til og vill því gjarnan feta í fótspor hans í þessu mikla velferðamáli mannkynsins. MaSurinn meS öxina skilur vel áfengisvandamáliö og sér, lwar greiSa skal ófreskjunni úrslilahöggi'ð. * Ilólíil rvkkjiimenn irn i r. svo nefndn, eru smitberar áfengissýkinnar ii

x

Eining

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.