Eining - 01.11.1949, Qupperneq 10

Eining - 01.11.1949, Qupperneq 10
10 ElNINCi Ein mesta heilsubót, andlega og líkamlega, er það aS lifa í ,,dag- heldri“ tilveru. Það er, að loka gær- daginn úti og hleypa morgundegin- um ekki inn, en láta hverjum degi nægja þjáningu sína. Dale Carnegie segir í bók sinni, How to stop worrying and. start liv- ing, að fyrir 36 árum hafi Sibyl F. Partridge skrifað reglur, er heita: A&eins í dag. Hinar helztu þei^ra eru þessar: 1. í dag skal ég vera ánægður. Abraham Lincoln sagði: ,,Flest- ir menn eru hvorki meira né minna hamingjusamir en þeif sjálfir ákveða“. Hamingjan kemur innan frá, en ekki að utan. 2. I dag mun ég reyna að sætta mig við það, sem verður að vera og laga mig eftir ástæðr unum, en reyna ekki að breyta öllu eftir mínum geðþótta. Ég skal vera ánægður með fjöl- skyldu mína, störf mín og kjör, eins og þetta er, og semja mig að því. 3. 1 dag skal ég sýna líkama mín- um ræktarsemi, hirða hann, fóðra hann, sýna honum nær- gætni og láta honum hreyfingu í té, en misbjóða honum ekki né afrækja hann, svo að hann verði ágætt tæki í þjónustu minni. 4. I dag ætla ég að auðga anda minn. Ég skal læra eitthvað gagnlegt. Ég vil ekki vera and- legur letingi. Ég ætla að lesa eitthvað, sem útheimtir hugs- un, áreynslu og óskipta athygli. 5. I dag ætla ég að æfa sálarþrek mitt á þrennu. Ég skal gera einhverjum greiða, án þess að miklast af því, og ég ætla að leysa af hendi að minnstá kosti eitthvað tvennt, sem mér er ógeðfellt, eins og William James hefur ráðlagt mönnum, aðeins til þroskaauka. 6. I dag ætla ég að vera samvinnu- þýður, upplitsdjarfur í bezta lagi, klæða mig snyrtilega eftir föngum, tala lágum rómi og kurteislega, vera örlátur á við- urkenningarorð, ég skal varast að setja út á aðra eða að finna að einu og öðru, og ekki þykj- ast ætla að endurbæta eitt eða annað. 7. 1 dag ætla ég að láta allt mitt líf tilheyra deginum í dag. Ég ætla ekki að fást við öll vanda- mál lífs míns i einu. Ég get risið undir viðfangsefnum í 12 klukkustundir, er mundu ógna mér, ef ég ætti að fást við þau hin sömu alla ævina. 8. I dag ætla ég að setja mér áætlun og rita mér til minnis, hvað ég ætla að gera á hverri stundu. Ef til vill get ég ekki fylgt því nákvæmlega, en það mun hjálpa mér og útiloka tvær meinsemdir: óðagot og úrræðaleysi. 9. I dag ætla ég að helga sjálfum mér hálfrarstundar rólega hvíldarstund. Meðal annars ætla ég þá að hugsa til Guðs, til þess að víkka sjónarsvið sál- ar minnar. 10. I dag ætla ég að lifa óttalaust, áræða að vera glaður og ánægður, njóta þess, sem er fagurt og gott, elska og trúa því, að þeir, sem ég elska, elski mig. * ♦ Kleppsaðferðir. Hvað yrði sagt um menn, er mokuðu síldinni úr netunum inn af öðru borði skipsins, en útaf hinu í sjóinn aftur? Eða, hvað eigum við að segja um menningarástand þjóðanna? Alls stað- ar vantar hæli, hæli fyrir sjúka og van- heila, hæli fyrir afbrotamenn og óknyttalýð, hæli fyrir fávita og vangæf börn, hæli fyrir drykkjumenn og sál- sjúka. — Enginn furða, í heimi þar sem meinsemdirnar eru ræktaðar. Menn hella í sig og aðra áfengi, eru tóbaks- hákar, vaka og slarka á nóttum og lifa alls konar óhollu og vandræða lífi. Sjúkdómar eru ræktaðir, fávitar eru ræktaðir, vangæf börn og óknyttalýður er ræktaður bæði með slæmu uppeldi, heiðindómi og alls konar hirðuleysi, drykkjumenn og alls konar vandræða- lýður er bókstaflega ræktaður, og svo er hrópað á líknsemi, á fræðslu, á mannúð, á hæli, alls konar hæli. Alltaf vex þörfin og alltaf aukast byrðarnar, og öllum þeim byrðum er hrundið á herðar þess almennings, sem baslast við að bjargast, hrundið þar oft og að miklu leyti af sömu aðilunum, sem hlúa að ræktun meinsemdanna. Hér má glöggt sjá, eins og í mörgu öðru, hið JUþingis- lcosningarnar. Hamingjunni sé lof, þær eru um garð gengnar. Nú geta menn vonandi tekið upp eitthvert annað umræðuefni ,og nú fer að verða gerlegt aftur að líta í blöðin. Um þetta er víst bezt að tala ekki í nafni annarra, heldur segja aðeins fyr- ir sig. Ég las ekki blöðin síðustu vik- urnar fyrir kosningarnar, en leit stöku sinnum í sum þeirra og sá oftast ýmis- legt, sem ekki ætti að vera boðið óbrjál- uðum kjósendum. Ég hlustaði ekki heldur á útvarpið. Aumingjarnir við, kjósendur! Hvaða hugmyndir hafa þess- ir áróðursseggir um okkur? Halda þeir, að við trúum loforðum þeirra, eða óhróðri þeirra, rangfærslum, ósannind- um, rógi og níði um náungann? Ég þekki fjölda manna í öllum flokkum víðsvegar um land, og margir þeirra eru beztu kunningjar mínir. Ég veit oft ekki mikla óvit manna. Þeir eru flæktir í eitthvert net, sem ill örlög hafa spunnið, og þjóna hinu vonda, sem þeir í orði kveðnu segja þó stríð á hendur. í hvaða flokki þeir eru, og þegar ég les róginn og níðið um þessa menn og flokka þeirra, þá hefur slíkt ekki mikil áhrif á mig. Þegar ég las glefsur hér og þar i blöðunum fyrir kosningarnar, varð mér ljóst, að í staðinn fyrir rök og góðan málflutning, svipaðan þeim, er menn eins og Abraham Lincoln temja sér, var þar góður slatti af fáránlegu skopi, ósannindum og blekkingum, rógi, níði, og lygum á öllum stigum, 1. stigi, mið- stigi og efstastigi. Vissulega skemmir þetta menn, sem framreiða það, og eitthvað skemmir það líka þá, sem eiga að kingja því. En vissast er er þó af öllu, að allur þorri kjósenda er svo skynbær, að hann áttar sig á ósannindunum, öfgunum og róginum, og snýr frá þessu með fyrir- litningu. íslands mikla þörf er tvennt: I fyrsta lagi, ný stjórnarskrá, nýtt, starfhæft og gott stjórnskipulag, og í öðru lagi, end- urfædd siðgæðismeðvitund sem undir- rót heiðarleiks og drengskapar. Þá tak- ast menn að vísu á um skoðanir og málefni, en drengilega og þjóna þá sannleikanum eingöngu, en ekki lyg- inni líka. Þá geta allir menn verið þekktir fyrir að taka þátt í kosninga- baráttu. P. S. W < ff

x

Eining

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.