Eining - 01.11.1949, Síða 11
EINING
11
'i
V
I
♦
*
1»
¥
Hóstagusan hefur mörg
mannslíf á samvizkunni
Hósfið þér í lófan og réttiS svo nóunganum hendina?
Undir þessari yfirskrift birti norska
blaðið Folket grein eftir Margrethe
Folkestad yfirlækni, en hún ritaði grein-
ina upprunalega í tímarit norska berkla-
varnafélagsins. Yfirlæknirinn segir:
„Loft — þessi blessun, sem við veit-
um móttöku næstum óafvitandi, er fyrsta
skilyrði þess, að líf mannsins geti
haldið áfram eftir fæðinguna. Nóg er til
af hreinu og ómenguðu lofti í heiminum.
En er það þá hreint og gott loft, sem við
látum nýfæddum börnum okkar í té,
okkur sjálfum og þeim, sem við um-
göngumst? Nei, margra orsaka vegna
er það allt annað en hreint og ómengað
loft, sem daglega fyllir heimili okkar.
Sumartíminn er beztur. Þá erum við
ekki svo hrædd við að opna glugga eða
dyr. Við drögum þá andan létt, bæði úti
og inni, og okkur líður vel, en við hugs-
um ekkert út í það frekar. Og nú þjá-
umst við lítt af kvillum, sem gera vart
við sig, er líður að vetri, kólnar í veðri
og við tökum að hita upp í húsunum.
Við viljum ekki láta okkur vera kallt,
og lokum því hurðum og gluggum vand-
lega, setjum jafnvel upp tvöfalda glugga,
því að upphitun er nú kostnaðarsöm í
Noregi. En upphitun hefur sína skugga-
hlið. Við fáum of lítið af hreinu góðu
lofti, og afleiðingin lætur ekki standa á
sér.
í hinu notalega, ofurlítið raka stofu-
Iofti, þrífast vel sóttkveikjurnar, sem alls
staðar eru nálægar. Þær þrífast eins og
illgresið og svo hefst ófögnuðurinn, all-
ur þessi hósti, hnerrar, nefrennsli og
þetta eilífa kvef, sem þjáir okkur oft
næstum allan ársins hring. Öll þekkjum
við þessa daglegu plágu, sem við köllum
ofkælingu (forkjölelser), en ætti að
heita ofhitun, því að þessi kvilli gerir
ótrúlega fljótt vart við sig, þegar verð-
ur of heitt inni. Menn geta skolfið æði
lengi úti í kuldanum, án þess að það
hafi nokkrar alvarlegar afleiðingar, en
ein klukkustund í of heitu herbergi, í
slæmum félagsskap, það er að segja
með fólki, sem hóstar og hnerrar frá sér
hóstagusum, getur leitt yfir okkur lang-
varandi og mjög óþægilega kvilla ....
venjulega smita menn aðra, er þeir hafa
fengið nefrennsli og kvef og hósta slíku
frá sér. Við tölum um smitun, en athug-
um ofurlítið nánar, hvernig við greiðum
henni götu.
Augljóst er, hve öll fjölskyldan smit-
ast venjulega fljótt, er einn hefur fengið
kvefið og tekur að dreifa frá sér hinum
óteljandi slímögnum, sem hóstagusan
þyrlar allt um kring.
Ef við látum hinn hóstandi mann
beina hóstasprautu sinni á glerplötu og
litum hana svo með ýmsum litum, sjá-
um við í sjónaukanum, að hinar ósýni-
legu slímagnir eru vel hlaðnar sótt-
kveikjum, sem valda alls konar kvef-
sjúkdómum, allt frá þeim, er þjá okkur
aðeins nokkra daga og til hinna lífs-
hættulegu. Mótstöðuhæfileikar manna
eru mjög misjafnir. Sá kvilli, er reynist
einum hættulítil, getur orðið dauðamein
annars. Við vitum aldrei, hve mikilli ó-
gæfu við getum sáð umhverfis okkur
með hóstagusunum. Því má ekki
gleyma, að hóstagusan veldur fremur
smitun, en nokkuð annað er tíðkast á
meðal manna. Ofurlítið bættar venjur
og þjóðarsiður, gæti dregið mjög úr
hinum sorglegu afleiðingum óvarkárn-
innar. Hið sjálfsagðasta er að halda
vasaklút fast fyrir munni sér á meðan
á hóstakviðunni stendur. Hóstagusan á
ekki að komast lengra en í klútinn.
Kæruleysið með hóstann hefur allt of
mörg mannslíf á samvizkunni. Hóstinn
er svo augljóst sjúkdómseinkenni, að við
eigum að gefa honum gaum, láta rann-
sókn leiða í ljós orsökina og vinna gegn
þessum ófögnuði. AIls konar hósta-
meðul, sem fást í verzlunum og lyfjabúð-
um ávísanalaust, ættu að vera bönnuð.
Lögin ná yfir skottulækna, ef þeir
fjalla um smitandi sjúkdóma. Hið sama
ætti að gilda um jafn smitandi sjúkdóm
sem kvefpestin er, hvort sem hún staf-
ar frá duldum lungnaberklum eða hat-
ramri ofkælingu.
En niður með hóstagusuna, hvað sem
öðru líður. Hún á ekki aðkomast lengra
en í vasaklútinn. Ef það er pappírsklút-
ur, verður hann að vera góður og hæf-
ur til að draga vökvann til sín. Sé það
léreftsklútur, verður hann að vera stór
og góður. Pappírsklútnum á að brenna,
en léreftsklútinn á að láta í þar til gerð-
an poka, og slíka klúta þarf að sjóða
áður en þeir eru þvegnir, en þeim á ekki
að kasta frá sér hér og þar. Um vasa-
klút þarf að skipta oft.
Hvort sem vasaklúturinn er úr lérefti
eða pappír, verður hann að hafa sinn
ákveðna stað í fötum okkar. Allir kjól-
ar, bæði barna og fullorðinna, þurfa að
vera með vösum, bæði hversdags- og
sparikjólar. Það er okkur til skammar,
að ganga um í vasalausum fötum og
vasaklútslaus, hvar helzt sem við för-
um.
Ekki er óalgengt, að sjá bezta fólk
hósta í lófa sinn. Þetta er viðleitni í rétta
átt, viðleitni til varnar umhverfinu, en
þess ber þá að gæta, að á þann hátt
verður lófinn ekki hreinni, en þótt við
hefðum hrækt í hann. Munurinn er að-
eins sá, að sennilega væri lófinn fljótt
þveginn, ef hrægt væri í hann, en lóf-
ann, sem við hóstum í, réttum við öðr-
um, er við heilsum og kveðjum vini og
vandalausa eða sinnum húsverkum. —
Allir þekkja þetta, en hugsa venjulega
lítið um það, hverjar afleiðingarnar getá
orðið.
Við skulum hefja sókn á allri víglín-
unni, og hver og einn út af fyrir sig,
gegn hóstagusunni. Hún er þrálátt þjóð-
arböl. Hún er plága á heimilunum,
stundum svo afleiðingarík, að við eigum
ekki nægilega stóra kirkjugarða til þess
að taka á móti öllum þeim, er þar þurfa
að rúmast fyrir aldur fram, sökum
hósta- og kvefóþverrans".
Þökk sé hinum norska kvenlækni fyr-
ir þessa djörfu áminningu. Að vísu er
hér kveðið nokkuð sterkt að orði, en
sjálfsagt hefur yfirlæknirinn ástæðu fyr-
ir slíku. Kvefpestin er viðbjóðsleg og
trassamennska manna í þeim efnum er
gersamlega óþolandi. Skólabörn kvefast
fljótt á haustin. Ekki furða. Þar er þó
jarðvegur fyrir smitun, og svo er allur
bærinn, eða byggðin orðin hóstandi og
snýtandi. Algengt er, að hið fyrsta, sem
gestur segir, þegar hann hefur heilsað,
er þetta: ,,Eg er alveg að drepast úr
kvefi“. Og svo er enginn stanz á hósta
og snýtum. Kvefað fólk er sjúkt og geng-
ur með smitandi sjúkdóm, það ætti því
helzt að Iiggja rúmfast á meðan það er
kvefað, sem yrði þá oftast stutt, en alls
ekki að ganga á mannfundi eða vera
með öðrum að óþörfu. — Kvef er yfir-
leitt andstyggileg pest, sem á að sýna
meiri alvöru, en tíðkast.
Hinn forni siður.
Oft er gömul aðferð góð,
ekki reynslan lýgur.
Upp í nefið Islandsþjóð
ákaflega sýgur.
Dómsorðin þungu.
Ef menn gösla eins og svín,
eta, svalla, drekka vín,
máttugt orð á mönnum hrín:
mene, tekel úfarsín.
P. s.
★
Minnisvar&i Ólafíu Jóhannsdóttur.
Ritstjóri blaðsins hefur veitt móttöku
200 krónum, sem eiga að ganga til þess
að koma upp minnisvarða Ólafíu Jó-
hannsdóttur. — Sendandinn er ónafn-
greind kona í Víðidal, Húnavatnssýslu.
Áður eru komnar 1000 kr. frá Pétri
Hjaltested á Sunnuhvoli, og eitthvað lít-
ilsháttar meira.
V