Eining - 01.11.1950, Blaðsíða 1

Eining - 01.11.1950, Blaðsíða 1
X * 8. árg. Reykjavík, nóvember 1950. HANN VARÐ BRJÁLAÐUR Nágranni minn í Kelowna, British Columbia, Canada, sagði mér, að mað- ur nokkur þar hefði átt mikla landeign, er bærinn tók að byggjast. Hún hefði J>ó ekki verið honum mikils virði, en nú seldi hann lóðir og varð allt í einu ríkur. En ríkidæmið kom of snöggt, og maðurinn gekk frá viti og sönsum. Ríkasta þjóð heimsins fyrir fimm ár- um, en nú erum við fátækasta þjóð heimsins, sagði einhver. í sambandi við síðustu heimsstyrjöld varð þjóðin svo snögglega rík, að segja má, að allstór hluti hennar gengi frá viti og sönsum, hvað það snertir, að kunna fótum sínum forráð í fjármál- um. Menn hegðuðu sér, ungir sem gamlir í þessum efnum, eins og vit- firringar, og hið versta var, að stjórn þjóðarinnar fórst engu betur. Hjá hinni sögufrægu þjóð, ísrael, voru jafnan til forna tvenns konar spá- menn. Spámenn drottins og svo fals- spámennirnir. Falsspámennirnir sögðu: „Heill, heill“, þar sem enginn heill var. Þeir göspruðu um að allt væri í stak- asta lagi, öllu óhætt, engin hætta á ferð og ástæðulaust að vera með víl og vol eða nokkurt bölsýnisnöldur. Þessir menn fengu áheyrn. Það var ekki kastað steini að þeim. En spámenn drottins sögðu þjóðinni beiskan sann- leikann, og hann var oftar en hitt ófag- ur. Þeir voru ofsóttir og líflátnir, sag- aðir í sundur eða grýttir, að minnsta kosti sumir þeirra. En böðlar þeirra fórust í eyðileggingunum, sem þessir spámenn sögðu fyrir og vöruðu við. Nútíminn er ekki jafn harðhentur, að minnsta kosti víðast hvar, á þeim sem „ávíta, áminna og fræða“, á þeim sem finna að, segja til syndanna og benda á hættuna. Þeir eru ef til vill kallaðir aðeins ,,nöldrar“, „skap- vondir“, eða þá ,,ofstækismenn“, en því miður erum við enn einu sinni að þreyfa á því, hve ósönn og léttvæg orð þeirra manna eru, sem jafnan boða „heill, heill“, þar sem engin heill er. Þeir sem drekka sig drukkna í áfengi, ganga frá viti og sönsum, og þjóð, sem verður ölvuð af stríðsgróða, bíður tjón á sálu sinni og gengur að einhverju leyti frá viti og sönsum. Þá sér hún ekki fótum sínum forráð. Fagurft miskunnarverk Birger Tynes skrifar í norska blaðið Folket um réttmæta kröfu, sem fram hafi komið um það, að taka börnin af heimilum drykkjumanna. Hann gerir þó réttilega ráð fyrir, að langt muni þess að bíða, að slíkt komist í fram- kvæmd og spyr því, hvort ekki sé hægt að stunda líknarstarf, eins konar „fyrstu hjálp“, meðan beðið sé eftir víðtækari aðgerðum. Hann segir að unga fólkið í Bláa Krossinum norska hafi ákveðið, einn og annar, að gerast frændur og frænkur hinna ógæfusömu barna, er það nái auðveldlega til, barna drykkjumanna. Hann talar um, að hægt sé að sýna barninu margvíslega umönnun og ástúð, fara með það út í smá skemmtiferðir, bæta að einhverju leyti úr skorti á klæðnaði og fleira þess háttar. Hann segir, að þau séu um 20 ungmennin, sem sinni þessu líknar- starfi í frístundum sínum. Mælt er með því, að hver og einn taki að sér eitt heimili. Hugsanlegt sé, að einn og ann- ar geti tekið slík börn að sér í sumar- leyfið, þótt það kosti það að fórna nokkrum makindum, en þá veiti það sönnustu gleðina, að gleða aðra. Sjálfur segist hann hafa haft með sér í sumarleyfi 30 vanrækt börn, hvert ár síðustu árin. Það hafi auðvitað ekki verið makindalegt og rólegt Iíf, síður en svo, en ekkert sá ánægjulegra en það, að geta aukið á hamingju ann- arra. Hann segist ekki gleyma litla Tore, sem hann hafi haft með sér þrisvar sinnum, er hann hafi horft á sig með glampa í augunum og sagt: „Hér er sunnudagur alla daga“. Þannig eru víða góðar sálir, fórn- fúsir menn og hjálpandi hendur, sem milda böl þeirra, sem bágt eiga, en fæst erum við mikilvirk í þeim efnum. Fyrir nokkrum árum var hér á ferð norskur maður, Peter Söraa að nafni. Tók liann þá mikinn fjölda mynda og: eru margar þeirra ágætar. Hér sézt ein þeirra, við Tjörnina I Reykjavik. Peter Söraa tekur einnig kvikmyndir. Hann hefui matsöluliús í Oslo og eru þau hjón góðir liðs- menn í bindindisstarfinu. *

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.