Eining - 01.11.1950, Síða 9

Eining - 01.11.1950, Síða 9
* EINING 9 lega og aðlaðandi. Þar skyldu vera blóm á borðum, myndir á veggjum og fleira til fegurðarauka. Þar gátu menn setið, lesið og skrifað og drukkið kaffi eða heita mjólk, en áfengir drykkir skyldu ekki veittir. I stjórnmálum og trúmálum varð að ríkja fullkomið hlut- leysi. Frá 1914 til 1919 voru settir upp um 1000 slíkir veitingastaðir handa hermönnum, og um 400 þúsund gestir V komu þar mánaðarlega. Látið konurnar njóta sannmælis. Þær hafa löngum verið verndarenglar á vegum villuráfandi og stríðandi manna. Það er að segja, hinar sönnu og óskemmdu konur. Enn er ekki allt talið. Síðar stofnuðu svo þessi kvennasamtök á annað hundr- að veitingastaði fyrir verkamenn í ýms- um starfsgreinum, og sérstakan stað fyrir stúdenta í Zúrich, þar sem 2000 stúdentar borða daglega. ^ Þannig hefur verið unnið af mikilli þrautseigju og þolgæði. Árangurinn hefur orðið meiri, en nokkur getur greint, og þessi mannúðar og siðabótar- starfsemi hefur orðið öðrum þjóðum til fyrirmyndar, og á vafalaust eftir að bera hundraðfaldan ávöxt. Samvixmunefnd ? bindindismanna hélt fulltrúaþing sitt í Reykjavík síðastl. sunnudag, 15. okt. Á þinginu mættu 30 fulltrúar frá þessum 8 félagasam- böndum innan samvinnunefndarinnar: Stórstúku íslands IOGT. íþróttasambandi íslands. Sambandi ísl. barnakennara. Ungmennafélagi íslands. Sambandi bindindisfélaga í skólum. ’t’ Áfengisvarnanefnd kvenna. Prestafélagi íslands. Alþýðusambandi íslands. Formaður samvinnunefndarinnar, Pétur Sigurðsson erindreki, stjórnaði fundi, en fundarritari var Jens E. Níels- son kennari. Lögð var fram fjölrituð skýrsla yfir helztu störf og framkvæmdir samvinnu- nefndarinnar undanfarin ár. Þessar tillögur voru ræddar og sam- þykktar á þinginu: 1. Fundurinn telur mjög aðkallandi, að Stórstúka íslands og önnur þau félagasam- tök, er sérstaklega leggja bindindismálinu lið, fái því framgengt við ríkisstjórn og Al- þingi, að til viðbótar þeim starfskröftum, sem fyrir eru, verði launaðir 3—5 menn, er geti verið í förum um landið til þess að ^ efla bindindisstarfsemi, félagsleg samtök um hana og fræðslu í skólum landsins og á meðal almennings. Menn þessir verði fræðslu- eða námsstjórar bindindisstarfs- ins í landinu. 2. Fundurinn skorar á hið háa Alþingi að afnema án frekari dráttar öll sérrétt- indi einstakra manna og stofnana um áfengiskaup og tóbakskaup. 3. Fundurinn skorar á öll félagakerfin, sem fulltrúa eiga í Samvinnunefnd bind- indismanna, að vera vel á verði gegn hverri tilraun, sem gerð kann að verða til þess að fá bruggað sterkt öl í landinu, og gegn allri aukningu á áfengissölu og áfengis- veitingum, en efla sem bezt samtakamátt- inn til sóknar og markvissrar baráttu gegn áfengisbölinu. 4. Fundurinn telur nauðsynlegt, að skerpt verði mjög eftirlit með akstri bif- reiða, og þyngd að verulegu leyti refsing fyrir ölvun við akstur. Enn fremur að viðhaft sé hið strangasta eftirlit með öðr- um farartækjum, hvort sem er á landi, sjó eða í lofti, svo að tryggt sé að þeim sé ekki stjórnað af mönnum undir áhrifum áfengis. 5. Fundurinn skorar á dómsmálaráðu- neytið að koma, með ströngu eftirliti, í veg fyrir hina mjög umtöluðu áfengissölu í bílum, bæði í kaupstöðum og á samkomum út um sveitir landsins. Enn fremur skorar fundurinn á stéttarsamtök atvinnubílstjóra að vinna að því með oddi og egg, að þvo af stéttinni þann smánarblett, sem leynivín- salarnir hafa á hana sett. 6. Fundurinn harmar mjög að ríkis- stjórnin hefur ekki enn gert ráðstafanir til þess að'lög um breytingu á áfengislögum nr. 33 9. jan. 1935 (héraðabönn) taki gildi, og skorar á núverandi ríkisstjórn að gera það nú án frekari tafar. 7. Fundurinn skorar á bæjarstjórn Reykjavíkur að hlutast til um að komið verði upp hið bráðasta hjálparstöð í bæn- um, þar sem tekið verði á móti ofdrykkju- mönnum til rannsóknar og meðferðar. Á þinginu ríkti mikill áhugi fyrir efl- ingu bindindisstarfsins. Erlendir námsmenn í Ameríku Tala erlendra námsmanna hefur aukizt mjög hin síðari árin. Fyrir stríðið komu aðeins um 1000 námsmenn frá Mið-Ameríku til Bandaríkjanna, en nú eru þeir um 5000. Frá Indlandi voru þeir um 60, en eru nú næstum 1500. Alls eru 25,000 erlendir stúdentar í Bandaríkjunum, en samtals eru náms- menn við menntaskóla og háskóla í Bandaríkjunum um 2,400,000. Margir hinna erlendu námsmanna undrast frjálsræðið og þægindin í Ameríku. Til dæmis varð ung stúlka fagnandi, er lögregluþjónn í New York svaraði henni, að sín vegna gæti hún farið hvert á land sem hún vildi, en unga námsmærin hafði beðið hann um leyfi til að fara frá New York, því að hún ætlaði að vera næturlangt í Jersey City. Hún var frá Tékkóslóvakíu og undrað- ist mjög, að hún skyldi mega fara allra sinna ferða án samþykkis lögreglunnar. Gert er ráð fyrir, að 1952 verði um 50,000 erlendra stúdenta í Bandaríkj- unum. Það ætti að verða dágóð land- kynning og vega eitthvað upp á móti óhróður- og lygasögum óvinveittra fréttablaða og skraffinna. Rezí að menn viíi hið sanna Fyrir skömmu tók að koma út mynd- arlegt tímarit í Bandaríkjunum, sem heitir Listen. Það veitir margvíslegan fróðleik um bindindi, áfengismál og eit- urlyfjanotkun. Hér eru nokkrar upp- lýsingar úr ritinu: I Bandaríkjunum eru: 198,878 skólar, 253,762 kirkjur, 282,033 áfengisveitingastaðir. í landinu eru þannig hálfur þriðji veitingastaður á móti hverjum skóla. Hverjum er ætlað að hafa betur? í land- inu er einn veitingastaður, og hér er átt við áfengisveitingar, fyrir hverja 80 bústaði manna. Þar sem lög landsins ekki vernda menn, verða þeir að grípa til vama sjálfir. Háskóli Californíu hefur bannað alla áfengisneyzlu í sambandi við samkom- ur, skemmtanir og fundi stúdentanna, sama hvar þeir koma saman. í reglu- gerðinni segir: ,,Enga áfenga drykki má veita á slík- um samkomum, hvers eðlis sem þær eru og hvar sem þær eru haldnar". Háskólinn hefur gripið til slíkra ráða til þess að forða stúdentunum frá því að verða áfengisdrykkjunni að bráð. Slíkt fordæmi virðist sæma vel hverjum háskóla. íbúar Canada eru hálf þrettánda milljón. Þar mega menn undir 21 árs aldri ekki kaupa áfengi, Þegar þeir eru allir dregnir frá, eru eftir 7—8 millj- ónir manna í landinu. Árið 1949 keyptu þessar 7—8 milljónir manna áfenga drykki fyrir 600 milljónir dollara. Það verða 75—76 dollarar á hvern mann. Otgjöld samveldisstjórnar Canada voru þetta sama ár, 1,909,000,000 dollarar. Drykkjureikningur þjóðarinn- ar jafnast á við 30% af þessum út- gjöldum samveldisstjórnarinnar. Canada ver 200 milljónum dollara til allrar skólastarfsemi í landinu. Það er aðeins þriSji hlutinn af drykkjureikn- ingnum. Hverjum er ætlað að hafa betur, skólunum eða áfengispúkanum. Hveitiuppskeran í Canada var mjög góð 1949. Hún gaf af sér 550,000,000

x

Eining

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.