Eining - 01.11.1950, Blaðsíða 3

Eining - 01.11.1950, Blaðsíða 3
Vihtori Karpio. bráðfjörugur og kunni frá mörgu að segja. Hann hafði rekið búskap, skammt frá Helsingfors og átti mörg ávaxtatré, og heim ætlaði hann þá um nóttina. Boðinn var eg á árshátíð sænska bindindissambandsins í Finnlandi og flutti þar stutt erindi. Ennfremur var eg kvaddur tii að mæta við setningu 62. almenna finnska bindindisfundar- ins, og flutti eg þar ávarp (og hinir norrænu aðkomufulltrúarnir, einn frá hverju landi). Var ávörpum vorrnn snarað á finnsku. A fundi þessum var mjög fjölmennt. Stúdentasambandið finnska (bind- indisstúdenta) bauð oss í hádegisverð einn daginn, og talaði eg þar nokkur orð. Var oss hvarvetna vel fagnað, og naut Islendingurinn þess allt að einu og ekki síður en aðrir. — Erindi sendi eg á sérfund bindindissamra norrænna kennara, en gat því miður ekki mætt þar, með því að hann var haldinn á sama tíma, sem stigfundurinn var á Hástúkunni. Meira en nóg var um blaðaviðtöl — heimboð til prívatmanna, t. d. til dr. Holmström, Vihtori Karpio, aðalfram- kvæmdarstjóra þingsins, fil. mag. Kuusijárvi, framkvæmdarstjóra bind- indissamra kennara, o. fl. — Þingfull- trúarnir voru boðnir í ráðhúsið og fengu þar hressingu. Bauð varaforseti borgar- ráðsins, frú Leivo-Larsson, oss velkomna með ræðu. Var oss svo sýnt ráðhúsið. — Einn seinnipart fórum við með báti til hins fræga kastala Sveaborg, í ná- grenni höfuðborgarinnar. Rolf Tiivola herprestur var leiðsögumaður vor, sýndi oss kastalann, skýrði allt fyrir oss svo vel, að betur varð ei á kosið, sagði oss sögu hans og fylgdi oss frá stofnun hans til þessa dags. Hefi ég sjaldan eða varla kynnst slíkri frásagnarlist. Hún var borin uppi af varmri þjóðernistil- finningu, og hin mikla persóna prests- ins gaf ræðu hans og frásögn allri mikil- úðlegan svip. — Röddin var mikil og sterk. Eitt kvöldið var helgað alveg sér- staklega norrænu samvinnunni. Þetta norræna kveld var fjölbreytt og mikil samkoma haldin í hátíðasal verzlunar- háskólans; voru á víxl ræður, músík, þjóðdansar og upplestur. Lauk með kveðju hins norræna æskulýðs, þar sem kyndlar voru bornir fram og afhentir íulitrúa hvers lands úr flokki æskunn- ar. Fylgdi ávarp frá dr. Holmström. Tók hver sinn kyndil með til síns lands. Sunginn var þjóðsöngur hvers lands um ieið og fulltrúa hverrar þjóðar var afhentur kyndillinn, en við frú Hjartar, sem tók við kyndlinum fyrir hönd ís- lenzkrar æsku, urðum að láta okk- ur nægja, að ísl. þjóðsöngurinn væri aðeins leikinn á hljóðfæri. Eg flutti er- indi þetta kvöld um Island, Adolph Hansen fyrir Danmörku, Hákon Odd Christiansen fyrir Noreg og frú Lisa Franzén fyrir Svíþjóð. — Kveldið er eítirminnilegt. Aðalræðuna flutti Vihtori Karpio félagsráð, aðalframkvæmdar- stjóri þingsins, maður hálfsjötugur, einn af helztu mönnum bindindishreyfingar- innar finnsku. Síðasta kvöld þingsins var mikil veizla haldin í hótelsal einum í miðri borginni. Er hann í fornum, finnskum stíl og er kallaður Kalevala-salurinn. — Stjómaði dr. Holström hófinu. Var mikið um músík og upplestur. Vér varaforsetar þingsins frá Danmörku, Islandi, Noregi og Svíþjóð fengum sænska frú, konu sænska varaforsetans, dr. Erik Englund, til að þakka fyrir oss, og fórst henni það einkar vel. — Eftir samsætið — stundu fyrir mið- nætti — vorum vér ca. 10 fulltrúar úr öllum norrænu löndunum boðnir á finnskt heimili, og áttum þar að fagna ágætum viðtökum. Húsbændurnir — hjónin Kuusijarvi — sögðust bjóða okk- ur heim að eins til þess að vér gætum séð, hvernig venjulegt finnskt heimili í borginni liti út. Þar var gott að koma. Eitt af því, sem bar á góma í norrænu- bindindisnefndinni, var næsti þingstað- ur. Danir höfðu boðið þingnu heim 1953 við setningarathöfnina. Eg heyrði þegar út undan mér í bindindisnefnd- inni, að áhugi var ríkjandi meðal Norð- manna, Svía og Finna, að fá næsta þing til íslands, en eg skipti mér ekk- ert af því. Svo kom að því, að fyrir- spurn kom fram til mín í nefndinni um það, hvort boð vor íslendinga frá 1947 stæði enn. Eg játaði því, og sagði jafn- framt frá gangi þessa máls milli þing- anna 1947 og 1950, þar sem Svíar hefðu tilkynnt hingað, að þvi miður gæti ekki orðið af þinghaldi hér 1950, en þeir væntu þess, að næsta þing þar á eftir yrði haldið á íslandi. Nú tæki eg enga afstöðu til þingstaðar 1953, en ef samherjar vorir vildu þá lcoma til íslands, hefði eg umboð til að segja, að þeir væri velkomnir. — Kom þá fram tillaga frá einum Svíanna, að næsta þing yrði haldið í Reykjavík 1953, ef hægt yrði, og var það samþykkt. Leið nú og beið, þangað til rétt fyrir þingslit. Varð þá enn tilrætt um þingstaðinn. Rafael Holmström. Kvað eg þá svo að orði, að þetta væri í annað sinn, sem bindindisþinghald væri samþykkt á íslandi með fyrirvara, en fór ekki fleiri orðum um það. Reis þá upp litlu síðar einn mikiísverður sam- herji vor frá Stokkhólmi, Ernst Larsson, og lagði til, að nefndin ákvæði Reykja- vík næsta þingstað 1953 skilyrðis- og fyrirvaralaust, og var það samþykkt í einu hljóði. Tilkynnti formaður þings- ins þetta þingheimi, áður en 18. bind- indisþinginu lauk, og var því tekið með fögnuði. Eg hafði þann heiður, að bjóða þingið velkomið til íslands 1953. Það verður 19. norræna bindindisþingið. — Islenzkir bindindismenn mega halda á spöðunum og búa allt vel undir komu þessa þings. ef vel á að takast, og er oss þetta fært, einkum með góðum stuðningi hæstvirtrar ríkisstjórnar, en vonir standa til hans. Einnig væntum vér skilnings af hálfu bæjarstjórnar Reykjavikuro.fi. (Framh.). Um hundrað manns kærðir íyrir ölvun við akstur Umferðaslysin í Reykjavík ncer 500, það sem af er jjessu ári. Það sem af er þessu ári hafa 83 menn hér í Reylcjavík veriS sviptir ökuleyfi fyrir að aka bifreiðum undir áhrifum áfengis Auk þeirra bíða milli 10 og 20 manns dóms fyrir sömu brot. Á árinu sem leið var 141 maður svipt- ur ökuleyfi í Reykjavík fyrir ölvun við akstur. Virðast þessi ölvunarbrot við akst- ur því töluvert færast í aukana. Umferðaslys hafa það sem af er þessu ári orðið tæp 500 að tölu liér í Reykjavík, samkvæmt skýrslum og upplýsingum lög- reglunnar. í þessu eru meðtaldir hvers konar árekstrar, þ. á. m. árekstrar milli bifreiða, en einmitt þeir munu vera uppi- staðan í umferðaslysunum. Á öllu árinu í fyrra tók lögreglan í Reykjavík skýrslur um 1106 umferðaslys. Slysatalan því hlutfallslega lægri í ár en en í fyrra. Vísir, 10. ágúst 1950.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.