Eining - 01.11.1950, Blaðsíða 10

Eining - 01.11.1950, Blaðsíða 10
10 EINING dollara. 50 millj. dollurum minna en áfengiskaup jDjóðarinnar. Fleira líkt þessu telur blaðið upp um Canada. Þá segir tímaritið frá stúlkunni, sem kjörin var fegurðardrottning Banda- ríkjanna árið 1949. Hún er sennilega búin að breyta um nafn, því að vitað var, að hún ætlaði að gifta sig það ár, en stúlkunafn hennar var Jacque Mer- cer. Hún er vel menntuð og margskóla- gengin. í háskólanámi lagði hún stund á leiklist um fimm ára skeio. Hún hef- ur og lært heimilisskreytingu og er út- skrifuð af skóla, sem kennir tízkusnið fata og þess konar. Hún saumaði sjálf þá búninga, er hún notaði í fegurðar- samkeppninni. Peninga vann hún sér inn stundum með því að stjórna traktor fyrir bónda við bómullarræktun. Fegurðardrottningin segir: ,,Þegar ég var krýnd sem ungfrú Ameríka, í september 1949, í Atlantic City, var mér Ijóst, að ég hafði verið valin sökum þess, að ég túlkaði vel amerísku stúlkuna yfirleitt, en ekki sem sérstök fegurðardís. Eg hef aldrei talið mig búna neinni sérstakri fegurð né frábærum gáfum, heldur aðeins, að mér hafi veitzt sá heiður að geta verið ímynd stúlkunnar, sem er ef til vill næsti nágranni yðar. ásiin hin hágöfuga, óviðjafnanlega ást, sem ekkert fær bugað, leiðir olckur beint fram á hyldýpisbarm hins mikla ómæl- is, því að hún talar til okkar berlega máli hins óendanlega og eilífa. Hún er ákaflega mikið trúarlegs eðlis, og getur jafnvel orðið trúarbrögð. Þegar allt umhverfis manninn er reikult og hverfult, þegar allt viðvíkjandi óráð- inni framtíðinni hverfur í skuggalega móðu mikillar fjarlægðar, þegar allur heimurinn virðist vera aðeins einhver hugarburður og furðulegur samsetn- ingur, og alheimurinn eitthvert af- skræmi, þegar allur máttur hugsjóna- lífsins eins og gufar upp í reyk og efa- semdirnar gera allan raunveruleika vafasaman, — hvað getur þá verið líf- akkeri hans? Göfugt konuhjarta. Að því getur hann hallað höfði sínu, öðl- azt þar þrek til að lifa, og ef svo vill verða, hugrekki til að deyja geðrór með blessunarorð á vörum sínum. Hver veit, nema ástin og sælugjöf hennar, sem er augljós túlkun alls samræmis tilverunnar, sé einmitt það, sem bezt opinberar samúðarríkan og föðurlegan Guð, eins og hún er líka greiðasta leiðin til þess að finna hann. é* Er mér veittist þessi mikla sæmd, vaknaði hjá mér sterk þakklætiskennd til foreldra minna, sem kenndu mér og innrættu mér, að hreinar hugsanir og hreint líferni væri hið mikilvægasta í fari ungrar stúlku. Ég hef aldrei séð nauðsynlegt að neyta áfengra drykkja til þess að kom- ast í álit og hljóta almennings hylli, og ég hef aldrei haft neina löngun til slíkra nautna. Þetta er bjargföst sannfæring mín, og mér þykir mjög vænt um að geta sagt ungum stúlkum í Ameríku hið rétta, og vildi mjög gjarnan geta sýnt þeim, að heilsusam'legar lifnaðarvenjur og heilbrigður hugsunarháttur getur veitt bæði heiður og höpp“. Drakk 10 lííra og drap sig EJcstrablaðið, 28. febr. 1950, skýrir írá því, samkvæmt skeyti frá París, að óðals- bóndinn Jean Ruand í Ambazac, hafi verið búinn að heita því, að drepa sig á áfengi, en kunningjar hans gátu ekki trúað því, að slíkt væri hægt, því að þá væri hann búinn að drepa sig á drykkjuskap. Hann veðjaði við þá, og nokkru síðar fannst hann liggjandi dauður á stofugólfi sínu. Hann var með hálfa lítrarflösku í hendinni, en níu flöskur af sömu stærð lágu í kringum hann, allar tæmdar. Hann hafði næstum klárað úr hinni tíundu. Hann vann veðmálið. Starfsmenn Barnavemdarnefndar Reykjavíkur hafa gert nokkra athugun á fjölda og tegund afbrota þeirra manna, sem framið hafa afbrot sem unglingar, og nefndin hefur haft af- skipti af vegna þessa. Það hefur þá m. a. komið í ljós, að hjá þeim, sem hafa haldið áfram af- brotum eftir að þeir náðu fullorðins- aldri, er drykkjuskapur mjög áberandi. ” Flestir þeirra, eða 84%, hafa verið sektaoir fyrir ölvun, og þá jafnan oft og mörgum sinnum, 10—15 sektir fyrir fyllirí eru mjög algengar og metið hefur sá, sem hefur 45 brennivíns- sektir. Það er af þessu augljóst, að svo að segja allir þeir, sem haldið hafa áfram á afbrotabrautinni neyta áfengis í óhófi. ©«f * aSfsmS ustglinga Ástin er trú, og ein trú fæðir af sér aðra trú. Og þessi trú er ljós, lífsorka og hamingja. Aðeins í henni kemst maðurinn í samfélag hinna glaðvak- andi, sönnu, hólpnu og hamingjusömu manna, sem þelckja gildi tilverunnar og lifa og starfa til eflingar Guðs dýrð- ar og sannleikans. Fram að því eru.n við aðeins gasprarar og fánytjungar, er sóum tíma okkar, kröftum og hæíi- leikum, stefnulausir og fagnaðarsnauð- ir, reikulir og getulitíir, gagnslausar verur, sem enga veruiega þýðingu hafa í rás viðburðanna og tilverunni. Ef til vill auðnast mér fyrir mátt ástarinnar að finna aftur veg trúarinnar, andlega lífsins, sálarorkunnar og verða þannig heilstejrptur maður. Að minnsta kosti skilst mér, að geti eg fundið meðhjálp mína og lífsförunaut, muni allt annað veitast mér, eins og til þess að gera vantrú minni til skammar og láta mig roðna út af örvæntingu minni. Trúið þá á föðurlega forsjón og hafið mann- dóm til að elska“. Þetta er brot úr erindi eftir Henri- Frédéric Amiel. Hann fæddist í Geneva^ 1821 og dó 1881. Hann var fremur þung- lyndur og ekki mikill afkastamaður á rit- vellinum, en þetta erindisbrot er lítið sýn- ishorn af rithætti hans. f

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.