Eining - 01.11.1950, Blaðsíða 8

Eining - 01.11.1950, Blaðsíða 8
8 EINING * KRISTINN GUÐLAUGSSON Framhald ai bls. 5. stofndegi þess 1907 og formaður þess frá 1919 til 1947, er hann gaf ekki kost á sér lengur. Um áratugi var hann fulltrúi sambandsins á þingum búnað- arfélags Islands. Hann átti mestan þátt í síofnun kaupfélags Dýrfirðinga og var formaður þess frá fyrstu tíð til 1948. Hann var einn heiztur hvatamaður að Þing- og héraðsmálafundum Vestur- ísafjarðarsýslu, og hafði þar lengi for- ustu. Auk þess gegndi hann ýmsum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína og sýslu. Honum létu jafn vel líkamleg störf sem andleg. Hann var alls staðar valmenni. Honum fórst allt vel. Hann var ágætlega ritfær, prýðilegur ræðu- maður, kenndi söng og lék á hljóðfæri, samdi einnig Iög, orti kvæði, skrifaði rit og bækur og mikinn íjölda blaða- greina. Til dæmis skrifaði hann sögu Þing- og héraðsmálafunda Vestur-ísa- fjarðarsýslu, mikið verk. Hann var traustur liðsmaður, og jafnan framar- lega í flokki, bæði í Ungmennafélags- starfseminni og einnig í stúkumálum, var umboðsmaður stórtemplars í stúku sinni og sat oft stórstúkuþing. Hann lagði ósvikið lið hverju góðu málefni, er hann náði til. Hann unni af alhug kristni og kirkjumálum og vildi efla and- lega menningu þjóðarinnar og fagra siði yfirleitt. Hann vildi hlúa að öllum gróðri, klæða landið, efla skógræktina og styðja sem bezt öll þau félög og sam- tök manna, sem að þessum málum stóðu, og hvert rúm var vel skipað þar sem Kristinn var. Hann var önnur hönd séra Sigtryggs Guðlaugssonar við að koma upp unglingaskólanum á Núpi, sem nú er fyrir Iöngu orðinn fjölsóttur og myndarlegur héráðsskóli. Þar var lagður traustur grundvöllur og byggt upprunalega á bjargi. Líklega hefur Núpsskóli komist næst því, af íslenzk- um skólum, á þroskaárum sínum, að gera að veruleik hina glæsilegu hugsjón þeirra andansmanna, sem ruddu lýðhá- skólahreyfingunni braut á Norðurlönd- um. Það blómgaðist þrennt á Núpi: skólinn, Skrúður — blóma- og trjá- garðurinn alkunni, og svo búskapur Kristinns. Kristinn var glæsimenni, tigulegur á velli og fríður sínum. Frá honum lagði „glampa af glóð gegnum skyrtu, treyju og vesti“, eins og skáldið Örn Amar orðar það. Hið innra vermdi eldur áhugans og góðmennskunnar. Þess vegna var gott að vera í nærveru Krist- ins. Það var eins og öllu væri óhætt, þar sem hann var. Gefist íslenzku þjóð- inni margir slíkir menn. Kona Kristins var Rakel Jónsdóttir frá Ásgeirsbrekku í Skagafirði. Ekki hefði Kristni farnast allt jafnvel, ef hann hefði ekki verið studdur sínum ágæta lífsförunaut. Þau giftust árið 1894, eignuðust 9 börn og ólu upp 2 íósturbörn. Átta af mannvænlegum börnum þeirra eru á lífi, fjórar dætur og fjórir synir, og stunda þeir allir bú- skapinn og feta þannig dyggilega í spor föður síns. Rakel andaðist 1948, en Kristinn 4. september 1950, næstum 82 ára. Kristinn var sæmdur riddarakrossi Fálkaorðunnar. Hann var heiðursfélagi Búnaðarfélags Mýrahrepps, Búnaðar- sambands Vestfjarða og Búnaðarfélags Islands. Og einhver fullyrti, að hann hefði verið heiðursfélagi allra þeirra félaga og félagasamtaka, sem hann lagði lið. Þegar vígslubiskup, Bjarni Jónsson, flutti ræðu við minningarathöfn í dóm- kirkjunni í Reykjavík, þar sem Kristinn Guðlaugsson var kvaddur, hugsaði eg gott til þess, að fá að birta í Einingu, annað hvort eitthvað af ræðunni eða hana alla, en þegar eg, að nokkrum tíma liðnum, bar íram þá ósk mína við vígslubiskupinn, kom það í ljós, að ræðan hafði ekki verið „rituð á blað“, nema að mjög litlu leyti, og var þvi ekki tiltæk. Hún hafði aðeins gengið frá hjarta til hjartna, en þar var Krist- ins fallega minnst, og hefði Eining gjarnan viljað geyma margt þeirra orða. Þau báru vitni, ekki síður en margt það, sem búið er að skrifa um Kristinn látinn, hve mjkið göfugmenni hann var og góður drengur í hvívetna. Honum var gott að kynnast og hans er ljúft að minnast. Pétur Sigurðsson. Bindindishóiel og veiíingahús I Ástralíu haía bindindismenn unnið einna mest afrek á þessu sviði, að koma upp stórum, nýtízku hótelum, er veita alls ekki áfengi. I fyrra var myndað í Noregi landssamband slíkra hótela og veitingahúsa, en það eru 55 ár síðan slík hreyfing hófst í Svisslandi. Sænska tímaritið Tirfingur segir um þetta: „Árið 1945 voru gefin út í Sviss sér- stök frímerki. Á þeim var mynd af gáfu- legri konu, hvítri fyrir hærum, ennið ofurlítið hrukkótt, en svipurinn hreinn og vingjarnlegur. Nafn hennar, Susanna Orelli, 1845—1939, var einnig á frí- merkinu. Hún er móðir siðabótarinnar í hótelmenningu Svisslendinga, og er það ekki sízt að þakka atorku þessarar ágætu konu, að nú eru í Sviss 2000 hótel og veitingahús, er vetia enga áfenga drykki“. Samkvæmt lögum landsins 1874 mátti ekki leggja neinar hömlur á áfengissölu og risu því upp á einu ári 4000 nýir áfengisveitingastaðir. Árið 1937 voru í landinu 23,426 veitinga- hús, hótel og knæpur, er veittu áfenga drykki, og um það leyti var aðeins 162 landsmanna um hvern slíkan veitinga- stað. I Svíþjóð eru um 6000 manns á hvern stað, er veitir áfengi. Talið var, að 1936 stæðu 1,9 millj- ónir auðra stóla í þessum veitingahús- um í Sviss. íbúar landsins voru þá um 4 milljónir. Næstum helmingur þjóðar- innar hefði því getað setið árið út og árið inn á þessum stólum. 94 af 100 stólum stóðu auðir allt árið. I lok síðustu aldar var ástandið þann- ig, að til þess að bjargast og standast samkeppnina, urðu veitingahúsin að selja sem mest öl og áfengi. Svo var það 1894 að Susanna Orelli hóf sitt merkilega verk. Hún taldi vonlaust að fá breytt neinu til verulegra bóta á veit- ingahúsunum. Hún bað ekki um að- stoð ríkis, löggjafar eða lögreglu. Hún fór ekki fram á neinar lögbundnar tak- ^ markanir á áfengisveitingum né neitt þessháttar. Aðferð hennar var hægfara, seinvirk, en jákvæð. Er Susanna hóf starf sitt, var hún barnlaus ekkja. Maður hennar hafði verið prófessor í stærðfræði. Hann dó eftir stutta sambúð þeirra. Áform Su- sönnu var að koma á fót í landinu hótel- um og veitingastöðum, sem ekki veittu áfengi, en tækju hinum fram. Þetta hefur henni heppnazt. Hún barðist ákaft fyrir því allatíð, að ekki einu sinni ^ veikar öltegundir væru seldar í þessum veitingahúsum. Þegar kvennasamtökin, sem að þess- arri hreyfingu stóðu, minntust 50 ára afmælisins árið 1944, í Zúrich, gátu þau glaðst yfir því, að þá voru 15—16 þúsundir daglegra hótelgesta á þeim 18 veitingahúsum og hótelum í Zúrich, sem ekki veittu áfengi í neinni mynd, og starfmenn þessara veitingahúsa voru 586. ^ Tekjur bindindisveitingahúsanna og hinna, voru, til samanburðar, þessar: Áfengishótel: Matur ........................ 36,45% Drykkur .................. 56,13% Tóbak ......................... 7,42% Bindindishótel: Matur, þ. m. mjólk............ 94,8% Drykkir, óáfengir .............. 5,2% Þegar stríðið braust út 1914, fengu konurnar nýtt áhuga- og áhyggjuefni. Það voru eiginmenn þeirra og synir, er fóru til vígstöðvanna. Þar var skæðasti óvinurinn, áfengið. Samtök kvennanna í Zúrich fólu þá yngsta félaga sínum, frú Elsu Zúhlin-Spiller, að ferðast tíl landamæranna og athuga, hvað hægt væri að gera. Hún eyddi í þetta fjórum dögum, en vann svo af mikilli atorku í 34 ár, unz hún dó fyrir skömmu. Hún snéri sér að því, að gera fátæk- lega veitingastaði við landamærin vist-

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.