Eining - 01.11.1950, Blaðsíða 2

Eining - 01.11.1950, Blaðsíða 2
2 EÍNING Norræna bindindisþingið í Helsingfors Brynleifur Tobíasson, yfirkennari við Menntaskólann á Akureyri, segir hér frá för sinni til Finnlands og hinu merka norræna bindindisþingi í Helsingfors. Samtök bindindismanna á Norður- löndum eru nú orðin 55 ára gömul. Haldin hafa verið alls 18 bindindis- þing norræn, 4 í Danmörku, 1 í Eist- landi, 3 í Finnlandi, 5 í Noregi og 5 í Svíþjóð. Á þingum þessum er ger grein fyrir bindindisstarfsemi og bindindis- málalöggjöf á Norðurlöndum. Erindi eru flutt um sitt hvað á vettvangi bind- indismála, og fulltrúar bindindissamtak- anna bera saman ráð sín á því sviði. Eru þing þessi því bæði fræðandi og örvandi fyrir þá, sem sækja þau. Eru þau einnig tengiliðurinn milli bindindis- félaganna í norrænu löndunum. — íslendingar hafa sótt þessi þing reglu- lega síðustu þrjátíu árin. Því var það sumarið 1947, að fulltrúar þeir, sem sátu bindindisþingið í Stokkhólmi af hálfu Islands, töldu tíma til kominn að bjóða norrænu bindindissamtökunum þinghald á íslandi. Var boðinu mjög vel tekið, en ekki þótti fært að ákveða bindindisþing í Reykjavík 1950 alveg fyrirvaralaust. Boði finnsku fulltrúanna um þinghald í Helsingfors, ef ekki reyndist fært að stefna þinginu til Reykjavíkur, var tekið með þökkum. Lengi voru horfur á, að bindindisþingið yrði haldið í Reykjavík 1950, en niður- staðan varð sú, að Finnar treystu sér ekki til að sækja oss heim, vegna gjald- eyriserfiðleika, og Danir heldur ekki, svo að 18. bindindisþingið norræna var ákveðið í Helsingfors, en á þessu ári minnast Finnar 400 ára afmælis höfuð- borgar sinnar. — Við höfðum þrír Is- lendingar setið 17. norræna bindindis- þingið í Stokkhólmi sumarið 1947, en þegar til undirbúnings kom þinginu í Helsingfors í sumar, var ráðið að senda að því sinni aðeins einn fulltrúa. Ullu því mest gjaldeyrisörðugleikar. Þingið var haldið 3. til 8. ágúst, að báðum dögum meðtöldum. Eg kom til Helsingfors í sólskini, og það dró aldrei ský fyrir sólu, meðan ég dvaldist þar. Logn og blíða á hverjum degi, hitinn oftast 25—30 stig á Cels. í skugganum. En það skein líka önnur sól á okkur, sem gistum hinn hvíta höf- uðstað Finnanna þessa fögru ágúst- daga. Það var sól samúðar, sem vermdi okkur. Hjartahlýja og höfðingsskapur fór saman. — Veðrið og viðtökurnar gerðu mér þessa daga ógleymanlega, einnig fegurð borgarinnar og samvinn- an við samherjana á þinginu. Þingið var sett í hátíftasal háskólans 3. ágúst, kl. 7 síðdegis, að viðstöddu fjölmenni. Formaður þingnefndarinnar, dr. theol. Rafael Holmström, flutti ávarp og setti þingið. Hátíðarkvæði var lesið af mikilli snilld. Hátíðarræðuna flutti kennslumálaráðherrann, Lennart Heljas prófastur. Á milli var fjölbreytt hljóm- list, því að Finnar eru miklir tónlistar- menn. Meðal annars söng kór lög eftir Sibelíus, hinn mikla meistara á sviði tónlistarinnar. Hann á heima skammt frá Helsingfors, og er nú hálfníræður. Síðast á dagskránni voru ávörp að- komufulltúa (fyrir heimssambandið gegn áfengisbölinu, Helsingforsborg, Danmörku, Island, Noreg og Svíþjóð). Lauk setningu þingsins með því að sunginn var þjóðsöngur Finna, ,,Várt land“. Þingið var haldið í stærsta kennslu- sal háskólans. Þátttakendur voru nokk- uð á fimmta hundrað, 20 frá Danmörku, milli 20 og 30 frá Noregi, yfir 150 frá Svíþjóð og á þriðja hundrað frá Finn- landi. Frá íslandi mætti stundum á þinginu, auk mín, frú Sigríður Hjartar frá ísafirði, en hún var fulltrúi á þingi norrænna bindindiskvenna.. — Á þing- inu voru flutt milli 20 og 30 erindi um bindindis- og áfengismál, þar af 3 af Islendinga hálfu, og fjölluðu þau um bindindishreyfinguna og skemmtanalíf æskulýðsins, um afstöðu æskunnar til bindindishreyfingarinnar og um starf- semi bæja- og sveitafélaga á vettvangi bindindismála. Þau mál, sem þingið tók sérstaklega til meðferðar og flutt voru erindi um, voru þrenns konar: 1) Nýjar leiðir um bindindisstarfsemi, 2) Meðferð drykkiu- sjúkra manna og 3) Afstaða æskulýðs- ins til bindindisstarfseminnar. Einnig var rætt um baráttu gegn áfengisnautn bílstjóra o. s. frv. Það má svo til orða taka, að áfengismálið og bindindisstarf- ið væru rædd og skýrð frá öllum hlið- um, þó að fyrrnefnd 3 mál væru megin- viðfangsefnin. Auk bindindisþingsins voru haldnar ekki færri en 11 sérfundir um þessi mál, t. d. meðal norrænna bindindiskvenna, stúdenta, presta og annarra kristinna bindindismanna, bílstjóra og templara (I. 0. G. T.), járnbrautarmanna og verkamanna. Eru norræn bindindissamtök meðal allra þessara flokka og stétta. Jafnhliða var haldinn 62. finnski bindindisfundurinn og ársþing sænska bindindissambands- ins í Finnlandi. — Það var erfitt fyrir mig að mæta á mörgum þessum fund- um, þar sem ég einnig varð að sækja nefndarfundi norrænu bindindisnefnd- arinnar og óhjákvæmilega lengstum sitja sjálft bindindisþingið, enda einn af varaforsetum þess. — Mér vannst þó tími til að sitja boð samvinnunefnd- ar Góðtemplara á Norðurlöndum, en til þeirrar samvinnu var stofnað fyrir þremur árum, en þetta boð gat eg setið með því að afþakka boð norrænu bind- indisnefndarinnar, er stóð á sama tíma, en kom þó á fund nefndarinnar nógu snemma. Ennfremur var eg á auka- fundi í Hástúkunni, og fór þar fram stigveiting, og tók þar stigið m. a. str. Sigríður Hjartar. Eg var kapelán á fund- inum. Hann fór fram á sænsku, en embættismenn tveir í hverju sæti, og talaði annar sænsku, en hinn finnsku. — Br. Ossian Engblom, stórtemplar sænsku stórstúkunnar í Finnlandi, stjórnaði fundinum, en því miður gat br. hátemplar, Ruben Wagnsson lands- höfðingi, ekki mætti á Helsingforsþing- inu. Var hástúkufundur þessi hátíðleg- ur og eftirminnilegur. Voru templarar úr öllum norrænu löndunum í embætt- um, nema Danir. Enginn danskur templari þar mættur. Eftir stigfundinn var fjölmenn samkorría og fjölbreytt, kaffidrykkja og erindaflutningur. Varð eg að flytja þar stutt ávarp. Eg talaði hér um bil allt kvöldið við 78 ára gaml- an heiðursmann, templara, og var hann einn þeirra, sem tók hástúkustigið á kvöldfundinum. Gamli maðurinn var íslenzku fulltrúarnir á norræna bindindisþinginu I Stokkhólmi 1947. — Talið frá vinstri: Pétur Sigurðsson, Brynleifur Tobiasson og séra Kristinn Stefánsson. — Brynleifur var eini íslenzki full- trúinn á þinginu í Helsingfors í ágúst s. 1.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.