Félagsrit Sláturfélags Suðurlands - 01.03.1933, Qupperneq 4

Félagsrit Sláturfélags Suðurlands - 01.03.1933, Qupperneq 4
36 Félagsrit Sláturfélags Suðurlands Þá má liækka aftur verð á nýslátruðu kjöti alt upp í það heildsöluverð, sem frosið kjöt þarf að vera í. Vissu- lega mundi enginn kaupa frosið kjöt meðan samskonar nýtt kjöt væri fáanlegt, sem ekki væri dýrara en hið frosna. Sláturfélagið liefir um mörg undanfarin ár liækkað verð sitl eftir að aðalslátrun cr lokið, en þvi liefir verið ofíítill gaumur gel'inn af framleiðendum. Þessi liækk- un mun minst liafa komið til greina haustið 1931 vegna þeirra óvenjumiklu hirgða, sem þá lágu óseldar af altof dýrkeyptu kjöti. En slík ár eru undantekning, sem ekki þarf að miða við að jafnaði. Tómlæti manna um að nota sér þcnnan markað, mun stafa aðallega af tvcnnu: í fyrsta lagi al' því, að menn liafa lilið svo á, að ekki væri annað en tjón að því, að geyma löinh fram eftir liausti eða vetri, vegna þess hve þau legðu óhjákvæmilega mikið af. í öðru lagi af því, live flutningsmöguleikar væru stopulir og örðugir eflir að fram á vetur kæmi. Eg liefi nokkra ástæðu til að ætla, að ályktun manna um óhjákvæmilega rýrnun lamhanna, ef þau lifa fram cftir hausti án mikils tilkostnaðar, sé frekar Iiygð á óviss- um ágiskunum cn reynslu. Hér á eftir cr skýrt frá til- raun, sem Björn Konráðsson, ráðsmaður á Vífilsstöðum, gerði fyrir félagið haustið 1930, með það, að live miklu le^di mætti takasl að láta lömb halda þunga sínum eða hæta við liann fram eflir vetri. Til þessa voru valin lömb, sem rekin liöfðu verið austan úr Árnessýslu, og voru svo smá, að rúmur lielmingur þeirra var líklegur til að ná 10 kgr. kroppsþunga, ef þeim liefði verið slátrað strax, en liinn lilutinn liefði ekki náð þeirri vigt. Samkvæmt skýrslu Björns voru lömbin fyrst liöfð á beit á sáðsléttu, sem varla tckur fram venjulegu túni, og síðan fóðruð eingöngu á lieyi. Þó þyngdust þau allan tímann, og þó að fóðrið kostaði dálítið, hafði þrcnt unn-

x

Félagsrit Sláturfélags Suðurlands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsrit Sláturfélags Suðurlands
https://timarit.is/publication/844

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.