Félagsrit Sláturfélags Suðurlands - 01.03.1933, Síða 15

Félagsrit Sláturfélags Suðurlands - 01.03.1933, Síða 15
Félagsrit Slátnrfólags Suðurlands 47 Noíkun svínakjöts fer nú mjög vaxandi mcð ári hverju, og gœti þó aulcist meira, ef a'ð jafnaði vœri nóg til af góðu svinakjöti. Mun óhætt að full- yrða, að Sláturfélagið gæti selt alt að 10 svín á viku, þegar ekki er um nýslátrað lambakjöt að ræða, og miklu meira fyrir hátíðar. I stað þess er engu svíni slátrað margar vikur, en aðrar að- eins örfáum. Er illa farið, að bændur geta ekki enn notað sér þennan markað, því að full þörf mun á að afla þeirra tekna, sem tök eru á. Einnig mun óliælt að fullyrða, að ekkert gripaeldi er arðvænlegra en svinaeldi, ef þess er aðeins gætt, að liafa ekki fleiri svín en hægt er að fóðra án þess að kaupa verulegt af fóðri handa þeim. Einnig er varhugavert að auka svínaeldi alt of ört, það gæti orsakað of mikið framboð og ónauðsynlegt verð- fall. Hentugast mundi að undaneldissvin væru á fáum stöðum, og að bændur gætu fengið þaðan fáa smágrisi hver til að ala upp til slátrunar. Tólg. Mjög lílið varð til af tólg s.l. haust, bæði vcgna þess live fé var rýrt um alt land og að slátrun var með langminsta móti. — Sala á tólg hefir aftur á móti gengið með langgreiðasta móti síðastliðið sumar og í vetur. Á Sláturfélagið nú mjög lítið af tólg eftir, og framboð utan af landi mun með langminsta móti. Er því tækifæri fyrir þá félagsmenn, er kunna að eiga tólg, að koma henni í peninga i vetur og vor. Óski félagsmenn þess, gelur Sláturfélagið tekið á móti tólg til sölu fyrir þá. Geldneytaræktin í Gunnarsholti er alhyglisverð fyrir þá, cr kynnu að hafa liug á að ala upp geldneyti. , Að kálfsárinu sleptu eru þau mjög létt á fóðrum, lifa mikið á beit, ef til jarðar næst, en miklar líkur bcnda til þess, að ekki sé heppilegt að beila þeim, svo að þau leggi af síðasta veturinn, sem þau lifa. Mun erfitt að fita geldneyti svo með heygjöf, að samsvari sumarbeitinni, og auk þess benda líkur til, að fita af gjöf geri kjötið gult en sumarfitan hvitt. En einmitt það, að kjöt- ið sé hvitt og útlitsfallegt, hefir mjög mikla þýðingu á markað- inum. Kjöt af nautum frá Gunnarsholti, sem slátrað hefir verið í vet- ur, var hvítt, feitt og sérlega útlitsfallegt, enda voru þau tekin á viðhaldsfóður strax i haust og liöfðu þvi elcki tapað sumar-

x

Félagsrit Sláturfélags Suðurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsrit Sláturfélags Suðurlands
https://timarit.is/publication/844

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.