Eining - 01.12.1951, Blaðsíða 5

Eining - 01.12.1951, Blaðsíða 5
EINING b MyncLir þessar eru frá hinu sögufræga klaustri á f jaUinu Montserrat í Barcelona- héraði á Spáni. Fjallið er um f jögur þúsund fet yfir sjávarmál. Klaustriö er kennt við Benedikt-regluna og var sett á stofn 1880. — Kraftaverk eiga að liafa gerzt þar fyrir áhrif líkans af Maríu mey. Það var við fætur þess líkans að hinn alkunni höfundur Jesúíta-reglunnar, Loyola, lagði vopn sín og hét því að helga Guði allt lif sitt upp frá því. Hann hafði þá verið veikur áður af sárum, er hann hlaut í stríði við Fraktca, lesið helgirit og brotið lieilann mikið um alvörumál lífsins. Hann dvaldi um skeið í klaustrinu á Montserrat. Á einni myndinni frá Assisi. — Fjallið sjálft er eitt af þe. musteri þess anda og dularmagna, sem búa ,,í Tarascon var föngunum, þar á meðal konunum, og höfðu brjóstin verið skor- in af sumum þeirra, kastað frá turnin- um niður á klettaflúðirnar“. Þetta er ekki fallegri jólapistill en frásögnin um barnamorð Heródesar. — Bezt mun því að láta hér staðar numið að mestu. En ekki er geðslegra að lesa um framkomu múgsins við drottning- una, Maríu Antoinettu. Múgurinn rudd- ist að henni trylltur og ruddalegur. — „Konur, karlar, spjót, hnífar, blót og for- mælingar, allt stefndi þetta að henni. Einn veifar til hennar hrísvendi með áskrift, „handa Maríu Antoinettu“, annar sýnir henni fallexi, þriðji veifar gálga, og einn veður með blóðugt kjöt- stykki í hjartalögun framan að henni, en kjarkur hennar bilar ekki eitt augna- blik . . . Karlmenn hrinda konunum nær henni, til þess að þær skuli klóra hana í andlitið. Hún tekur þá til máls: „Hafið þið aldrei séð mig áður? Hef ég gert stendur á stalli líkan af heilögum Frans \sum furðuverkum náttúrunnar, sjálfgert í tign fjalanna. ykkur eitthvað? Þið eruð afvegaleidd, eg er Frakki, og eg var hamingjusöm meðan þið elskuðuð mig“. Þetta hróp- aði hún hrygg og viðkvæm. Þá var sem rynni af fólkinu, hávaðinn hætti, konur grétu og ein þeirra bað drottninguna fyrirgefningar. En endalok þessarar sögu þekkja flestir. Þannig verða verk mannanna, þegar þeir snúa baki við því, sem göfgar, og gera sig að villidýrum. Vissulega hafa ofsóknirnar á hendur kirkjunni ekki verið alltaf ástæðulausar, eða á hend- ur forréttindamanna í mannfélaginu. — Sannarlega hefur kirkjan oft verið á meðal hinna bersyndugu, en ofbeldi, grimmd og villidýrsæði er ekki lækning meinanna. Guðs kristni á jörðinni hefur orðið að ganga sína þrautagöngu og þola sinn hreinsunareld, en huggun hennar hefur alltaf verið gleðiboðskapur jólanna, sem í fylling tímans mun sigra illt með góðu. Vanþakklæti og skammsýni Oft hættir mönnum til að gera lítið úr árangri bindindisstarfsins, og okkur bindindismönnum finnst stundum ganga svo „grátlega seint“. Satt getur það verið, að seint gangi, en hitt er mikið vanþakklæti, að telja, að lítill eða eng- inn árangur hafi orðið af bindindisstarf- inu. Sannleikurinn er sá, að sigrar okk- ar á einum 100 árum, hafa farið langt fram úr öllum vonum, því að við ramm- an reip er að draga, þar sem er alda- gömul venja, gróðafíkn og nautnasýki. Hve margar friðarráðstefnnur og frið- arþing hafa þjóðirnar háð, og hve mikið hefur verið gert til þess að vinna gegn styrjöldum? Og allir viðurkenna að slík manndráp eigi að hætta. — En hvað finnst mönnum? Hafa styrjaldir verið kveðnar niður, og hverjar eru horfurn- ar? Hefur árangur friðarstarfsins þá ver- ið lítill eða enginn? Nei, engan veginn. En gamla drauga er oft erfitt að kveða niður, og sérstaklega á meðan kynslóð- irnar yngja þá stöðugt upp með blóði smu og bræðra sinna. Þetta skyldu fljóthuga og lausmálgir menn athuga.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.