Eining - 01.12.1951, Blaðsíða 13

Eining - 01.12.1951, Blaðsíða 13
EINING 13 Reynslan er ólýgnust Þegar rætt er um skaðsemi tóbaks- notkunar og áfengisneyzlu, er oft vitnað í langlífi manna, sem reykja og drekka. Hinu er venjulega gleymt, hve meðal- aldur slíkra er styttri en bindindismanna, samkvæmt margendurtekinni rannsókn líftryggingafélaga. Það, að einstakir menn ná háum aldri, þrátt fyrir óhollar lifnaðarvenjur, sannar ekki neitt annað en það, að þeir hafa verið hraustleika- menn. Islenzkur siglingamaður, sem farið hefur víða um lönd og stundað sjóinn áratugum saman, kom til mín eitt sinn og sagði mér sögu sína í sambandi við reykingar. I Ameríku ætlaði hann að tryggja sig fyrir 10 þúsund dollara, en sérfræðingur tryggingafélagsins varð fljótt þess var, að hjartað var ekki heil- brigt. Reykingarnar komu til tals, en siglingamaðurinn neitaði því að kenna sér nokurs meins, þótt hann vissi vel, að hjartað var bilað. Hann fór þá til einkalæknis síns og fékk vottorð hjá honum, en félagið lét sér það ekki vel líka og varð hann þá að fara til annars sérfræðings í annarri borg. Niðurstað- an varð hin sama. Sérfræðingurinn sá fljótt, að hjartað var bilað og að reyk- ingarnar voru þar að verki. Siglingamaðurinn sagði mér, að hann hefði oft kennt svima á götum úti og orðið að gæta sín. Svo var það eitt sinn í Englandi, að ástandið varð alvarlegt. Hjartað hamaðist og maðurinn hafði einnig tak. Á undanförnum þremur vik- um hafði hann reykt 180 vindla. — Hann leitaði læknis og fékk sömu upp- íýsingarnar og hjá hinum fyrri. Hann hafði svo verið hjá fjórum sérfræðing- upp nokkrar slíkar fjölskyldur. Af eng- um læra unglingar eins drykkjuskap, eins og hófdrykkjumönnunum. Hinir eru til viðvörunar. Auk þessa er það raunalegt, að heyra menn tala um ágæti hófdrykkju og ,,áfengismenningar“, sem hafa ekki neina þekkingu á þessum málum, en gætu þó vitað, að mönnum hefur aldrei tekizt að tileinka sér slíka eftirbreytnis- verða ,,áfengismenningu“, þótt hitt sé satt, að einstakir menn séu þannig af Guði gerðir, að geta þolað áfengi, án þess að verða ofdrykkjumenn. Lærðustu læknar hafa sagt, að eng- in skaðlaus hófdrykkja sé til, og nú er það að verða álit sérfróðra manna, að allt hvað fer fram úr 0,3—4 þúsundasta áfengismagns í blóðinu, sé hættulegt ökumönnum, og í öllum löndum eru manndráp mjög tíð af völdum ölvunar við akstur. Oftast er áfengisneyzla slíkra bílstjóra lítil. Þetta er deginum ljósara, og þetta eiga allir nútímamenn að vita, og hætta svo þessu ábyrgðarleysis tali um ,,áfengismenningu“, og ,,hófsemd“ í áfengisneyzlu. P. S. um, er allir ráðlögðu honum að minnka tóbaksneyzluna, og helzt hætta alveg. Hann tók það ráð, að hætta um tíma til þess að vægja heilsunni. Enn reykir hann samt pípu sína, en þó með nokk- urri gætni. Hann er grindhoraður og lítill matmaður. Hann fer ekki í felur með það, að reykingarnar hafi yfirbug- að hann hvað eftir annað. Hann er drengilegur maður og einbeittur mjög. Eitt sinn bjargaði hann skipstjóra sínum frá því að brenna lifandi í rúm- inu í skipi sínu. Skipstjórinn svaf ævin- lega óskaplega fast. Hann hafði sofnað í klefa sínum út frá brennandi sígarettu, sem kveikti í rúmfötunum. En sögu- maður minn fann hina einkennilegu brunalykt, er hann kom niður í skipið, fór inn í klefa skipstjórans, sem annars mundi fljótt hafa kafnað í reykjarsvæl- unni. Hvort sem menn neyta tóbaks eða ekki, er óþarfi að mæla þeim sið bót. P. S. Haustþing Umdœmisstúku Norðurlands. Haustþing Umdæmisstúku Norðurlands. . Haustþing Umdæmisstúku Noi'ðurlands var haldið á Akureyri þann 11. okt siðastl. U.Templar hóf umræður um vetrarstarfið og hvað helzt væri unnt að gera til að út- breiða Regluna í umdæminu. Benti hann meðal annars á, að heimsækja stúkur eins og við yrði komið, einkum barnastúkurnar við Eyjafjörð. Þá væri æskilegt að koma upp bindindismálakvöldum hér á Akureyri. Einig að athugað yrði, hvort unnt sé að koma hér upp upplýsingastöð fyrir að- standendur drykkjusjúkra manna. Einnig að Umdæmisstúkan gæfi út sérstakt blað af ,,Reginn“ og dreifði því út um umdæmið. Þá þyrfti að athuga, hvort unnt væri að fá nokkurn mann til að fara regluboðs- ferð um Skagafjörð og Húnavatnssýslur, ef enginn regluboði fengist frá Stórstúk- unni. Miklar umræður urðu um útbreiðslu- starfið og þær ábendingar, sem fyrir lágu. Fól þingið framkvæmdanefndinni að lok- um að framkvæma það af þessum tillögum, sem unnt væri. Á þinginu sagði Þóra Jónsdóttir, stór- gæzlumaður unglingastarfs, frá norrænu æskulýðsmóti unglingareglunnar, sem hún sat í Álaborg í sumar. Rómaði hún mjög fjölbreyttni í störfum unglingareglunnar á Norðurlöndum, einkum íþróttastarfsemi hennar. Brynleifur Tobiasson skýrði frá störfum nefndar þeirra, er ríkisstjórnin skipaði til að endurskoða áfengislöggjöfina. Hefur nefndin safnað miklu af skýrslum varðandi þetta mál, en ekki gert neinar tillögur ennþá. í lok þingsins sýndi Stefán Ág. Krist- jánsson kvikmynd, sem hann tók af Stór- stúkuþinginu í sumar. Sérfræðin og brjóstvitið Þetta er öld sérfræðinnar, og vissu- lega er sérfræðin máttug til mikilla átaka, illra og góðra. En áfátt getur henni auðvitað verið. Sérfræðingurinn getur verið bæði gáfaður og lærður, án þess að vera hygginn. Oft hafa kenni- setningar og alls konar fræðilegar full- yrðingar kæft brjóstvit manna til tjóns fyrir hina eðlilegu og heppilegustu rækt- un mannlífsins. Feiknin öll eru það t. d., sem sérfræðin er búin að hrúga upp um barnið, uppeldi þess og menntun æskumanna, en að mestu er þó oftast sleppt mikilvægustu líftauginni. Hún má heita gleymdur þáttur. Það var því áreiðanlega brjóstvitið, en engin sér- fræði, er siðferðisvakningin, sem upp- runalega var kennd við Oxford, tók það heillaráð að semja og sýna milljónum manna sjónleikinn: „The Forgotten Factor“. Sýna mönnum á leiksviði, hvernig lífið gengur, þegar „gleymdi þátturinn“ er ekki með í verki, og hversu öll vandamálin leysast auðveld- lega, þegar þessi gleymdi þáttur fær að njóta sín. Þátturinn er leiðsögn Guðs anda. Hún leysir allan vanda, og einnig þann, sem sérfæðinni misheppnast við. Árangursrík lækning Áfengissjúklingur í Danmörku, sem not- færði sér Antabuslyfið, segir í samtali við blaðið, Information: Rúmlega 14 ára byrjaði eg á ölinu (bay- er). Þar næst komu ódýr ávaxtavín, svo portvín og brennivín. Að síðustu lenti eg sem áfengissjúklingur (með delirium tre- mens) á sjúki-ahúsi. Heilsan og atvinnan var farin og heimilið orðið að helvíti. Er eg tók að notfæra mér Antabuslyfið, fyrir tveimur árum, skuldaði eg 7—8 þús. kr. í sköttum. Af því er eg nú búinn að borga tvö þúsund, stend nú í skilum við sjúkra- samlagið, innvinn mér 150 danskar kr. vikulega, hef keypt mér föt, bækur og fleira og fengið heilsuna aftur. Eg fæ ekki skilið, að ekki fleiri skuli styðja þessa lækningaaðferð, sem gefur svo góðan árangur. í Danmörku eru 50 þúsund áfengissjúklingar, þar af 20 þús- undir í Kaupmannahöfn“. Þetta er all-athyglisverður vitnisburður, og sýnir, eins og oftar, hvílík eyðilegging áfengisneyzlan er bæði fyrir einstakling, heimili og þjóðfélag, og hversu þeir geta orðið nýir og nýtir menn, sem losna úr helgreipum hennar. Molde í Noregi hefur verið talinn ein- hver fegursti bær þar í landi, en hann var eyðilagður í stríðinu. Nú er hann ris- inn á ný og fegurri en nokkru sinni áður. Hann hefur og forustuna í því að koma upp hótelum og veitingahúsum, sem ekki hafa vínveitingar, og áfengissala verður ekki opnuð í bænum. Um hálf milljón gesta kemur þar árlega.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.