Eining - 01.12.1951, Blaðsíða 1
»w
*
1
1
i
9. árg.
Reykjavík, desember 1951.
12. tbl.
Alla tíð liefur verið geigur i
mönnum við myrkrið. Tengd því
er trú manna á afturgöngur,
drauga og forynjur, og persónu-
gervingur alls hins illa liefur
verið kallaður myrkrahöfðing-
inn. í myrkrinu þrífast sótt-
kveikjurnar og óhollustan.
Ljósið og birtan hefur verið
augnayndi manna. Snemma til-
báðu menn sólina, og fornmenn
okkar sögðu: Eldur er beztur
með ýta sonum og sólarsýn. Allt
fagnar og gleðst, þegar Ijósið og
ylurinn sigrar myrkrið.
,,Sú þjóð, sem i myrkri geng-
ur, sér mikið ljósu, segir spámað-
urinn Jesaja um komu Krists i
heiminn. Og það var ekki aðeins
ein þjóð, sem gekk i myrkri,
heldur segir sami spámaður:
„Sjá, myrkur grúfir yfir jörð-
inni og sorti yfir þjóðunum, en
yfir þér upp rennur drottinn,
og dýrð hans birtist yfir þér. —
Heiðingjarnir stefna á Ijós þitt
og konungar á Ijómann, sem upp
rennur yfir þér“.
Og enn grúfir myrkur stríðs-
skelfinga yfir þjóðunum, en
i öllu því myrkri skin þó Ijós
kristindómsins skærast og boðar
mikil jól friðarins í fylling tím-
ans.
Á dimmasta tima ársins koma
alltaf blesuð jólin. Þá lifðu for-
feður okkar oft i dauðans ang-
ist, hræddir um að sólin væri að
hverfa fyrir fullt og allt, og
kæmi aldrei aftur. Þess vegna
kynntu þeir mikil bál á f jöll-
um uppi, gerðu stór viðarhjól,
kveiktu i þeim og veltu þeim log-
andi niður fjallahlíðarnar og við-
höfðu alls konar giningar til
þess að fá sólina til að koma aft-
ur. Hún átti að sjá, að á jörðu
væri kátína, þrátt fyrir óttann,
og fá þess vegna löngun til að
koma aftur.
Þessu jólahaldi breytti fæðing
jólabarnsins í hina mestu fagn-
aðarhátið kristinna manna, há-
FRAMHALD á bls. 2.
§ Jólaundrið. Jólaklukkunum hringt. »