Eining - 01.12.1951, Blaðsíða 3

Eining - 01.12.1951, Blaðsíða 3
EINING 3 Lítil en efnismikil saga Rithöfundur einn í Reader’s Digest hefur eftir hinum alkunna kennimanni og rithöfundi, Harry Emerson Fosdick, þessa litlu hugþekku sögu: Fyrir nokkrum árum átti heima í enskum bæ maður, sem við skulum kalla Fred Armstrong. Hann var þar í pósthúsinu og var kallaður ,,dead- Ietter“-maðurinn, sökum þess að hann reyndi alltaf að koma til vegar vand- ræðabréfum, sem báru óljósa eða skakka utanáskrift. Hann bjó í gömlu húsi með lítilli konu sinni og enn minni dóttur og agnarsmáum syni. — Eftir kvöldmat kveikti hann í pípu sinni og sagði svo börnunum sögur af síðustu ævintýrum sínum við vandræðabréfin. Hann vissi, að hann var töluverður snillingur í sinni iðn, og ekkert skyggði á farsæld nægjusemi hans. Svo var það einn sólskinsdag, að litli drengurinn hans varð veikur, að tveim sólarhringum liðnum var hann liðið lík. Fred Armstrong harmaði mjög son sinn og það var sem lífið dæi í brjósti hans. Móðirin og litla dóttir þeirra, Marian, tóku sorginni með hetjuhug og reyndu að sætta sig við hana. Slíkt varð ekki sagt um föðurinn. Líf hans var sem dautt og ákvörðunarlaust. — Hann reis úr rekkju á morgnana og rölti á vinnustaðinn eins og maður, sem gengur í svefni. Hann sagði aldrei orð, nema þegar á hann var yrt, át nestið sitt um hádegið einn út af fyrir sig, sat eins og myndastytta við kvöldborð- ið og háttaði snemma. En konan hans vissi, að oftast lá hann vakandi og starði út í loftið. Vikur liðu og þetta ágerðist heldur. Konan reyndi að benda honum á, að þessi örvilnun væri ekki sanngjörn, hvorki gagnvart látna drengnum þeirra, eða þeim, sem eftir lifðu. En orð henn- ar komu að engu gagni. Það var komið nálægt jólum. — Drungalegan skammdegisdag nokkurn, sat Fred Armstrong á sínum háa stól á pósthúsinu og handlék bréfahrúgu og athugaði þau vandlega við ljós raf- magnslampans. Ofan á hrúgunni lá eitt bréf, sem auðsjáanlega mundi ekki verða unnt að koma til skila. — Með luralegum prentbókstöfum stóð skrif- að á bréfið: „Santa Kláus á Norður- pól“. — Fred Armstrong var að því kominn að kasta bréfinu í ruslakörfuna, er honum kom til hugar að opna það. Hann las bréfið. Þar stóð skrifað: Kæri Santa Kláus. Það er mjög dapurlegt hjá okkur að þessu sinni, og ég vil ekki að þú færir mér neitt. Litli bróðir minn fór til himna síðastliðið vor. Hið eina, sem mig langar til að biðja þig að gera fyrir mig, er þú kemur, er að taka leikföngin hans og færa honum þau. Eg skal láta þau vera í horninu hjá eldavélinni, eftir- lætis hestinn hans, járnbrautina og allt hitt. Eg veit, að honum finnst einmana- legt á himnum, ef hann hefur ekki leik- föngin sín, sérstaklega hestinn, sem honum þótti svo gaman að ríða, svo að þú mátt til með að færa honum þetta, en þú þarft ekki að skilja neitt eftir handa mér, en ef þú gætir gefið pabba eitthvað, sem gerði hann aftur eins og hann var vanur að vera, svo að hann tæki að reykja aftur pípu sína og segja mér sögur, þá værir þú ósköp góður. Eg heyrði hann segja einu sinni við mömmu, að aðeins eilífðin gæti læknað hann. Gæturðu ekki fært honum eitt- hvað af því meðali? Og svo skal eg vera góða litla stúlkan þín. Marian. Um kvöldið gekk Fred Armstrong hröðum skrefum heim. Hann stað- næmdist í myrkrinu fyrir utan húsið sitt og kveikti á eldspýtu. Og þegar hann steig inn úr dyrunum, blés hann frá sér stórum reykjarmekki, sem hring- aði sig um höfuð dóttur hans og konu, sem varð ekki lítið undrandi, og nú brosti hann til þeirra, eins og venja hans hafði áður verið. Réttarsalur hans er kennslustofa Svo heitir útdráttur í Reader’s Digest, úr grein í blaðinu, Christian Herald, sem segir frá því, að fyrir aðeins hálfu öðru ári hafi verið settur á fót hinn sér- kennilegasti dómstóll í Flórida. Þá var fyrsta negranum í Suðurríkjunum veitt dómararéttindi. Þetta var í borginni Miami. Síðan hefur afbrotum og glæp- um fækkað um 50 af hundraði í negra- hverfi borgarinnar, og afbrot unglinga hafa fækkað um tvo þriðju. Drykkju- skaparafbrot eru um helmingur allra af- brota, sem dómstóll þessi meðhöndlar. — Dómarinn, sem heitir Lawson E. Thomas, viðhefur sérstaka og óvenju- lega aðferð. Hann yfirheyrir ekki að- eins og dæmir, heldur kennir einnig, og við það hefur hann sína sérstöku að- ferð. Hann er hæglátur og talar lágt. Höfundur greinarinnar segir: ,,Eg var við, er hann yfirheyrði ung- an mann, sem kærður var fyrir ölvun og óspektir. Dómarinn spyr: „Hefur þú atvinnu?“ „Já, herra“. „Ertu viss um, að þú hafir enn at- • 0(( vmnuí „Það er einmitt þetta, dómari, sem nú veldur mér áhyggjum“. „Rétt er það. Þú drekkur þig drukk- inn í frítíma þínum, en lætur renna af þér í vinnutíma vinnuveitenda þíns. Ef eg dæmi þig til fangelsisvistar, verður þú vissulega atvinnulaus, þegar þú kem- ur út aftur? Heldur þú ekki það? Eg ætla ekki að gera þetta. Eg dæmi þig til að vera fjórar klukkustundir í klefa niðri í kjallara hjá þeim óhrein- asta, gömlum manni, sem þú nokkru sinni hefur séð. Spurðu hann, hve oft hann hafi verið tekinn drukkinn. Spurðu hann, hví fjölskylda hans fór frá hon- um. Athugaðu hann svo, hve riðhentur hann er, hve grindhoraður og mikil hryggðarmynd. Segðu svo við þig sjálf- an: „Þetta er eg, ef eg held áfram að drekka“. Pilturinn glotti, er hann var leiddur burtu, en morguninn eftir var kominn á hann annar svipur og glottið horfið. — Dómarinn sagði, að þetta væri ein sú versta hegning, sem hann gæti dæmt drykkjumönnum. Fortölur mínar mundu ekki koma þeim að miklu haldi, en þessi hryggðarmynd fær þá til þess að hugsa alvarlega. Lögreglan í JVIiami þarf ekki að fást mikið við hryðjuverk né taka morðhnífa frá mönnum síðan þessi negra dómari tók að fást við málin. Blökkumennirnir vilja líka halda uppi heiðri dómara síns, og þegar yfirvöld bæjarins bættu 5 blökkumönnum við í lögregluliðið, bar enn meira á slíku, svo að nú eru 40 blökkumenn í lögregluliði borgarinnar. Sjötíu og sjö borgir í Suðurríkjunum fara nú að dæmi Miami og fjölga blökku- mönnum í liði lögreglunnar. Margar þessara borga hafa sent menn til þess að læra af Lawson Thomas dómara. Á framtíðarvegi Sá liðurinn í starfsemi Góðtemplara í Svíþjóð, sem endurnýjar Regluna hvað bezt, er að öðrum þræðinum ekki til á ís- landi, en hinum fremur veikur. Æskulýðs- félagsskapurinn, liðurinn milli barnastúkn- anna og aðalstúknanna, er sterkur í Sví- þjóð. Árlega bætir hann við sig hálfu f jórða þúsundi nýrra félaga, og leggur svo aðal- stúkunum (undirstúkunum, sem við köll- um) um níu þúsund félaga árlega. Hér á landi eru það aðeins barnastúkurnar, sem ala upp nokkra unglinga til áframhald- andi þátttöku í starfinu, en unglingadeild- in er ekki til. Þótt tilraunir hafi verið gerð- ar, hefur enn ekki lánast að byggja upp hér á landi slíka æskulýðsstarfsemi, en þá fyrst erum við á framtíðarvegi, segir skáldið, ef æskan réttir fram örvandi hönd. Við verðum að bæta ráð okkar og skilja betur kröfu tímans, og læra að safna liði og skipuleggja það til markvissrar og sig- ursællar sóknar.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.