Eining - 01.12.1951, Blaðsíða 6

Eining - 01.12.1951, Blaðsíða 6
6 EINING f Bindindisfræðsla (Flutt á aðalfundi Kennarafélags EyjafjarSar 1951). I íslenzkum hagskýrslum sézt, að ár- ið 1950 hafa íslendingar keypt áfengi í vínbúðum ríkisins fyrir 65,572,836,- 00 krónur, eða fyrir rúmlega 65 ¥2 millj. króna. Þetta lýsir því að nokkru, hve mikið er drukkið í landinu. En hinu lýsir það ekki, hvaða afleiðingar allur þessi drykkjusakpur hefur, hve margir æskumenn eru drykkfelldir og hver áhrif það hefur á heimilin eða uppeldi barn- anna. En flestir munu sammála um það, að jafnvel þótt í gegnum vínbúðirnar fáist mikið fé í ríkissjóðinn, sé það dýru verði keypt, og æskilegra að fá það þangað að öðrum leiðum. Bindindissamtökin í landinu vinna gegn skaðsemi áfengis með mörgu móti. Starf þeirra verður ekki gert að umtals- efni hér. Hins vegar langar mig að fara um það nokkrum orðum, hvað skólarn- ir geta gert fyrir bindindismálið, og hverjar séu skyldur þeirra í því efni. Uppeldismál okkar eru um margt losaraleg og bera glögg merki þess tíma, er við lifum á. Eftir erlendum fyrir- myndum höfum við gert barnaskóla okk- ar að fræðslustofnunum, sem fræða börnin um margt almenns eðlis, þótt það snerti ekki beinlínis líf þeirra sjálfra. Minni áherzla er lögð á það að móta börnin og ala upp göfugar skapgerðir, þótt ýmsar virðingarverðar tilraunir séu gerðar í þá átt í flestum skólum. Kæmi þetta lítt að sök, ef heim- ilin væru sterk í skapgerðaruppeldi sínu. En því miður er því ekki svo farið. — Allt uppeldisstarfið verður því losara- legt, og skal þá engan undra, þótt fjöldi drengja súpi með á svartadauðaflösk- unni á fyrsta skrallinu, sem þeir koma á, til þess að sýnast ekki minn menn en þeir, sem eldri eru. En hvað geta skólarnir þá gert? — Hverjar eru skyldur þeirra í þessu efni? — Eg ætla fyrst að nefna fordæmi kennaranna. Það er mikils virði. Og sem betur fer er kennarastéttin ein af bindindissömustu stéttum þessa lands. Það er ánægjuefni. En um skyldur skól- anna er það að segja, að lögum sam- kvæmt ber þeim að láta fara fram bind- indisfræðslu á hverjum vetri. Eg ætla að fara um þetta atriði nokkrum orðum, af því að mér er ekki grunlaust um, að stundum gleymist þetta. Að vísu munu einstaka áhugasamir kennarar rækja þetta vel og betur en skylda krefst. I áfengislögunum frá 1935 er 23. grein svohljóðandi: „Ráðherra skal með reglugerð setja ákvæði um fræðslu í öllum skólum, er opinbers styrks njóta, um skaðleg áhrif áfengisnautnar“. — Samkvæmt þessari grein var gefin út reglugerð um bindindisfræðslu 1936, sem hefur verið í gildi frá þeim tíma. I annarri grein hennar stendur: „Bind- indisfræðsla skal fara fram í öllum skól- um ríkisins og öðrum skólum, er styrks njóta úr ríkissjóði“. En þriðja grein er svohljóðandi: „Til- gangur bindindisfræðslunnar er: a) að fræða nemendurna um eðli áfengra drykkja, áhrif þeirra á einstaklingana og þjóðlífið í heild sinni. b) að draga svo sem verða má úr þeirri hættu, sem áfengisnautn- inni er samfara. c) að benda á leiðir til þess að firra þjóðfélagið því böli, er leiðir af áfengisnautn, og skýra frá starf- semi í því skyni fyrr og nú“. Þá stendur þetta í 5. grein: „Kennsla um áfengi skal fara fram í sambandi við þessar námsgreinar: Heilsufræði, líffræði, líffærafræði, íþrótt- ir, félagsfræði, náttúrufræði, siðfræði, t. d. í sambandi við kristin fræði, efna- fræði, átthagafræði og sagnfræði“. I þessari grein er auðvitað átt við bæði æðri og lægri skóla. Fer nú að liggja ljóst fyrir hverjar skyldur skól- arnir hafa í þessum efnum, og skulum við nú athuga lítillega, hvað barnaskól- arnir geta gert í þessu efni, og hvernig þessu námi verði bezt hagað. I barnaskólum finnst mér auðsætt, að bindindisfræðslan fari fram í sambandi við heilsufræðinám barnanna. Hér í þessum skóla er það í 5. bekk, og svo mun það vera í þeim skólum, sem starfa samkvæmt nýju fræðslulögunum. Hefur mér reynzt bezt að verja til þessa náms 2—3 vikum á eftir heilsufræðinni og láta börnin gera nokkur vinnubókar- blöð um þetta efni. En beztur árangur af þessu námi sem öðru er auðvitað, ef kennaranum tekst í munnlegri kennslu sinni að snerta hjörtu barnanna. Það gleymist ekki og getur orðið þeim vörn síðar á hættustundum lífsins. En hvaða hjálpargögn hefur kennar- inn þá við þessa kennslu? Ber þá fyrst að nefna bókina ,Um bindindisfræðslu', Námshringur. Þess konar nám á öll þjóðin að stunda. kennarar munu þó ekki hafa hana og mun hún nú vera uppgengin. En þar sem margir kennarar eru við sama skóla má skiptast á um bókina. En satt að segja hygg ég, að þessi handbók hafi verið minna notuð, en hún átti skilið. Fyrir þá, sem vilja afla sér meiri upp- lýsinga um þetta mál á víðara grund- velli, má nefna bók Brynleifs Tobias- sonar: Bindindishreyfingin á fslandi, glöggt og gott sögulegt yfirlit um þessi mál. Einnig bækur Péturs Sigurðssonar: SeySurinn mikli og EySandi eldur, önn- ur um áfengið, hin um tóbakið. En síð~ ast en ekki sízt af þessum hjálpargögn- um vil eg þó nefna Leskafla til notkunar við bindindisfræðslu, eftir Hannes J. Magnússon. Hefur þessi bók þann kost fram yfir hinar, að hún er ætluð börn- unum sjálfum, og hef eg notað hana með góðum árangri. Þesir leskaflar eru þó aðeins um áfengið, og þarf kennar- inn að kenna munnlega um tóbakið. Séu þessir Ieskaflar lesnir með börnun- um og talað við þau um efni þeirra eftir heilsufræðina, og ef þau gera um efnið nokkur vinnubókarblöð, hygg eg, að ýmislegt úr þeirri kennslu geti orðið börnunum minnisstætt, ef vel er á hald- ið. I bókinni eru einnig myndir og línu- rit. Börnin skilja býsna vel, þegar rætt er við þau um áfengið í sambandi við sjúkdóma, slys, afbrot, vinnuafköst og íþróttir. Augu sumra drengjanna hreint ljóma af áhuga, þegar rætt er um ósam- ræmið milli áfengisins og hins heilbrigða og stælta íþróttamanns. í 6. bekk teldi eg æskilegt að rifja eitthvað upp um bindindismál meira fræðilega og siðferðilega í sambandi við kristinfræði og sögu, þegar tilefni gefst. En hvaða markmið hefur þessi bind- indisfræðsla? Mér skilst, að markmið þessarar fræðslu eigi að vera það, að opna augu barnanna fyrir því tjóni, sem af áfenginu leiðir, og það eigi að vera þeim til varúðar í lífi sínu. Nú er það vitað að áfengisnautn eyðileggur lífs- hamingju fjölda einstaklinga. Hér er þvl ekki lítið í húfi fyrir hvern einstakl- handbók fyrir kennara, sem gefin var út af fræðslustjórninni 1938, og þá send öllum starfandi kennurum. Hinir yngri f 1 T 5 r A. V

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.